Viðverustefna
Málsnúmer 2509040
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 72. fundur - 22.01.2026
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að viðverustefnu fyrir sveitarfélagið. Tilgangur og markmið viðverustefnu er annars vegar að standa vörð um heilbrigði starfsfólks með það að leiðarljósi að starfsumhverfi þeirra sé heilsusamlegt og hins vegar að allt starfsfólk hafi skýra og ákveðna verkferla er varðar tilkynningar, skráningar og viðbrögð við fjarvistum.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að viðverustefnu og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að setja hana í samráð á heimasíðu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn leggur áherslu á gott samráð og beinir því til stjórnenda að kynna drögin fyrir starfsfólki sveitarfélagsins.
Samþykkt með átta atkvæðum, Eyþór Kári situr hjá.