Fara í efni

Þorrablót í sveitarfélaginu - húsaleiga

Málsnúmer 2601020

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 72. fundur - 22.01.2026

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um að veita menningarstyrki til þeirra þorrablóta sem haldin eru í húsum sveitarfélagsins í formi 50% afsláttar af húsaleigu.
Til máls tóku: Eyþór Kári, Árni Pétur, Eyþór Kári, Jóna Björg og Knútur.

Eyþór leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ég legg til að afsláttur af húsaleigu félagsheimila í tengslum við þorrablót 2026 verði 25% í stað 50%.

Tillagan var felld með atkvæðum Önnu, Ragnhildar, Arnórs, Árna Péturs og Jónu Bjargar. Samþykkir voru Haraldur, Halldór og Eyþór. Knútur situr hjá.

Sveitarstjórn samþykkir að veita menningarstyrki til þorrablótshalds fyrir árið 2026 í formi 50% afsláttar af húsaleigu félagsheimila sveitarfélagsins og Stórutjarnaskóla. Þá verði þorrablótshald í Kiðagili styrkt um 50% af húsaleigu. Í framhaldi verði málið rýnt betur og búin til viðmið í gjaldskrá til lengri tíma sem taki mið af menningarlegu mikilvægi þorrablóta.

Samþykkt með atkvæðum Jónu Bjargar, Árna Péturs, Önnu, Arnórs og Ragnhildar. Á móti var Haraldur. Eyþór, Halldór og Knútur sátu hjá.
Getum við bætt efni þessarar síðu?