Þurrkstöð - beiðni um aukið hlutafé
Málsnúmer 2509003
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 63. fundur - 11.09.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá stjórn GG2023 er varðar beiðni um aukningu hlutafjár. Þingeyjarsveit á 12,76% í hlutafélaginu GG2023 ehf. í gegnum Atvinnueflingu Þingeyjarsveitar. Óskað er eftir að eigendur leggi fram allt að 10 m.kr. í aukið hlutafé sem varið verður til frekari uppbyggingar og þróunar þurrkstöðvar.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta ákvörðun um hlutafjáraukningu til næsta fundar og vísar erindinu til stjórnar Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar.
Samþykkt samhljóða.