Fara í efni

Þurrkstöð - beiðni um aukið hlutafé

Málsnúmer 2509003

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 63. fundur - 11.09.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá stjórn GG2023 er varðar beiðni um aukningu hlutafjár. Þingeyjarsveit á 12,76% í hlutafélaginu GG2023 ehf. í gegnum Atvinnueflingu Þingeyjarsveitar. Óskað er eftir að eigendur leggi fram allt að 10 m.kr. í aukið hlutafé sem varið verður til frekari uppbyggingar og þróunar þurrkstöðvar.
Til máls tóku: Árni Pétur, Guðrún, Gerður og Arnór.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta ákvörðun um hlutafjáraukningu til næsta fundar og vísar erindinu til stjórnar Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?