Fara í efni

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs - tímabundin ráðning

Málsnúmer 2509033

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 63. fundur - 11.09.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta tímabundna ráðningu Hjördísar Albertsdóttur í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs en skv. bókun sveitarstjórnar á 62. fundi var sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að leita tímabundinna lausna á meðan unnið yrði að ráðningu nýs sviðsstjóra. Skv. drögum að ráðningarsamningi er Hjördís ráðin í starf sviðstjóra til 31. ágúst 2026. Hjördís hefur undanfarnar vikur gegnt starfi verkefnastjóra íþrótta-, tómstunda- og menningarmála en hún var áður skólastjóri Reykjahlíðarskóla. Hjördís er með B.ed. próf í grunnskólakennarafræði og hefur jafnframt lagt stund á MLM nám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún hefur mikla kennslureynslu ásamt reynslu af stjórnun á hinum ýmsu sviðum skólasamfélagsins. Einnig var hún varaformaður Félags grunnskólakennara á árunum 2018-2021.
Sveitarstjórn samþykkir að ráða Hjördísi Albertsdóttur í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs Þingeyjarsveitar, tímabundið til 31.08.2026 og býður hana velkomna til starfa.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?