Fara í efni

Bárðardalsvegur vestri - ályktun.

Málsnúmer 2509030

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 63. fundur - 11.09.2025

Eyþór Kári Ingólfsson óskar eftir að málefni Bárðardalsvegs vestri verði sett á dagskrá sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Eyþór, Árni Pétur, Arnór, Guðrún og Gerður.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar minnir á mikilvægi þess að hefja framkvæmdir við uppbyggingu og álagningu bundins slitlags á Bárðardalsveg vestri sem fyrst.
Verkefnið er forgangsmál í samgöngustefnu SSNE og var í tillögu að samgönguáætlun fyrir 2024.
Bárðardalsvegur vestri er annar tveggja tengivega á Íslandi sem enn er malarvegur.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?