Fara í efni

Rekstrar- og fagleg úttekt á skólum

Málsnúmer 2505094

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 28. fundur - 09.09.2025

Lögð fram drög að vinnu við faglega og rekstrarlega úttekt á skólum Þingeyjarsveitar, ásamt kostnaðaráætlun. Fyrir liggur að Jöfnunarsjóður mun veita styrk til slíkrar úttektar.
Fræðslu- og velferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði fagleg og rekstrarleg úttekt á skólum Þingeyjarsveitar.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 63. fundur - 11.09.2025

Á 28. fundi fræðslu- og velferðarnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Fræðslu- og velferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði fagleg og rekstrarleg úttekt á skólum Þingeyjarsveitar."
Til máls tóku: Arnór og Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði fagleg og rekstrarleg úttekt á skólum Þingeyjarsveitar. Fyrir liggja tilboð frá Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri og frá HLH ráðgjöf ásamt styrk frá Jöfnunarsjóði til verksins. Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við ofangreinda aðila.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?