Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit
Dagskrá
1.Samband íslenskra sveitarfélaga - samkomulag við ríkið vegna málefna barna með fjölþættan vanda
Málsnúmer 2506054Vakta málsnúmer
Fyrir fræðslu- og velferðarnefnd liggur erindi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu er varðar samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis.
Fræðslu- og velferðarnefnd lýsir yfir ánægju með að búið sé að ganga frá samningum um fyrirkomulagið.
2.SUM - samtök um áhrif umhverfis - ályktun aðalfundar 2025
Málsnúmer 2506072Vakta málsnúmer
Fyrir fræðslu- og velferðarnefnd liggur ályktun frá aðalfundi SUM - samtökum um áhrif umhverfis á heilsu.
Fræðslu- og velferðarnefnd þakkar fyrir góðar ábendingar og beinir því til sveitarstjórnar að taka gott tillit til áhrifa umhverfis við endurbætur og hönnun nýframkvæmda.
3.Einelti, kynbundið ofbeldi og kynferðisleg áreitni - áætlun um fyrirbyggjandi aðgerðir
Málsnúmer 2304005Vakta málsnúmer
Fyrir fræðslunefnd liggur til endurskoðunar áætlun um aðgerðir gegn einelti, kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni en áætlunina skal endurskoða á tveggja ára fresti.
Fræðslu- og velferðarnefnd sér ekki ástæðu til að gera breytingar á áætluninni eins og hún liggur fyrir og leggur til við sveitarstjórn að áætlunin verði staðfest. Ennfremur hvetur nefndin stjórnendur til þess að fara yfir áætlunina reglulega á starfsmannafundum.
4.Gjaldskrár 2025
Málsnúmer 2410003Vakta málsnúmer
Tekin fyrir drög að breyttri gjaldskrá leikskóla. Einnig drög að gjaldskrá skólavistunar grunnskólabarna.
Fræðslu- og velferðarnefnd samþykkir drög að breytingum á gjaldskránum fyrir sitt leyti og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.
5.Þroskaþjálfi - erindi frá skólaþjónustu Þingeyjarsveitar
Málsnúmer 2509027Vakta málsnúmer
Erindi frá skólaþjónustu Þingeyjarsveitar. Beiðni um að ráða inn þroskaþjálfa til að sinna brýnni þörf í skólum sveitarfélagsins.
Sveitarfélög hafa gert samkomulag við ríkið um að sveitarfélögin sjái um þjónustu við börn á fyrsta og öðru stigi farsældar. Liður í þeirri þjónustu er að skólaþjónustur sveitarfélaga hafi á að skipa fagfólki sem getur tekist á við fjölbreyttar þarfir barna og veitt ráðgjöf til kennara og foreldra. Fræðslu- og velferðarnefnd leggur því til við sveitarstjórn að gefa skólaþjónustunni heimild til að ráða til starfa þroskaþjálfa við skólaþjónustu Þingeyjarsveitar.
6.Leikskólastarf - skipulag - undirbúningur skóladagatala
Málsnúmer 2501059Vakta málsnúmer
Lagðir fyrir nefndina tölvupóstar frá leikskólastjórnendum varðandi fjölda barna í leikskólunum á skráningardögum.
Fræðslu- og velferðarnefnd leggur til að leikskólar veiti þeim börnum sem skráð eru á skráningardegi fulla þjónustu hver sem skráður fjöldi kann að vera.
7.Tónlistarnám - umsókn - Viðar Erlingsson
Málsnúmer 2509029Vakta málsnúmer
Fyrir liggur umsókn frá foreldrum nemanda sem nýfluttur er í Þingeyjarsveit. Hann hefur stundað nám í trompetleik við tónlistarskóla á Akureyri en hefur ekki tækifæri til þess í tónlistardeild Stórutjarnarskóla. Óskað eftir því að hann fái tækifæri til að halda áfram tónlistarnámi sínu á Akureyri.
Samkvæmt reglum Þingeyjarsveitar um tónlistarnám í öðru sveitarfélagi er ekki heimilt að verða við beiðninni. Fræðslu- og velferðarnefnd felur sviðstjóra að athuga hvort hægt sé bjóða nemandanum upp á tónlistarnám í annarri tónlistardeild innan Þingeyjarsveitar.
8.Rekstrar- og fagleg úttekt á skólum
Málsnúmer 2505094Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að vinnu við faglega og rekstrarlega úttekt á skólum Þingeyjarsveitar, ásamt kostnaðaráætlun. Fyrir liggur að Jöfnunarsjóður mun veita styrk til slíkrar úttektar.
Fræðslu- og velferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði fagleg og rekstrarleg úttekt á skólum Þingeyjarsveitar.
9.SSNE - fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra - drög að umsókn í farsældarsjóð
Málsnúmer 2506065Vakta málsnúmer
Fyrir fræðslu- og velferðarnefnd liggja drög að umsókn í farsældarsjóðinn frá Akureyri og öðrum sveitarfélögum á Norðurlandi eystra.
Fræðslu- og velferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðfest verði þátttaka Þingeyjarsveitar í umsókn Akureyrarbæjar í farsældarsjóð.
10.Reykjahlíðarskóli, Þingeyjarskóli og Stórutjarnaskóli - ársskýrsla 2024-2025
Málsnúmer 2507018Vakta málsnúmer
Lagðar fram ársskýrslur skólanna vegna skólaársins 2024-2025.
Fræðslu- og velferðarnefnd þakkar skólastjórum framlagðar skýrslur.
11.HeimaHöfn - málþing um byggðafestu ungs fólks
Málsnúmer 2505063Vakta málsnúmer
Fyrir fræðslu- og velferðarnefnd liggur uppfært kynningarbréf frá Nýheimum Þekkingarsetri er varðar málþingið HeimaHöfn - byggðafesta ungs fólks á landsbyggðinni.
12.Barnaborg og Krílabær - Ársskýrsla 2024-2025
Málsnúmer 2508040Vakta málsnúmer
Lögð fram ársskýrsla leikskóladeilda Þingeyjarskóla 2024-2025.
13.Grunnskólar - starfsáætlun 2025-2026
Málsnúmer 2509009Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar starfsáætlun Reykjahlíðarskóla, Stórutjarnaskóla og Þingeyjarskóla 2025-2026.
14.Leikskólar - starfsáætlun 2025-2026
Málsnúmer 2509008Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar starfsáætlun leikskóladeilda Þingeyjarskóla.
Fundi slitið - kl. 16:30.
F.h. skólastjórnenda, Birna Davíðsdóttir
F.h. foreldra, Líney Rúnarsdóttir
F.h. starfsfólks leik-og grunnskóla,
Dóra Rún Kristjánsdóttir
Hanna Berglind Jónsdóttir
Formaður setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá með afbrigðum lið nr. 5 - Þroskaþjálfi - erindi frá skólaþjónustu Þingeyjarsveitar.
Samþykkt samhljóða.
Einnig óskaði formaður eftir því að bæta á dagskrá með afbrigðum lið nr. 6 - Leikskólastarf - undirbúningur skóladagatala.
Samþykkt samhljóða.
Þá óskaði formaður eftir því að bæta á dagskrá með afbrigðum lið nr. 7 - Tónlistarnám - umsókn.
Samþykkt samhljóða.
Að endingu óskaði formaður eftir því að bæta á dagskrá með afbrigðum lið nr. 8 - Rekstrar- og fagleg úttekt á skólum.
Samþykkt samhljóða.
Aðrir liðir dagskrár hliðrast sem þessu nemur.