Fara í efni

Einelti, kynbundið ofbeldi og kynferðisleg áreitni - áætlun um fyrirbyggjandi aðgerðir

Málsnúmer 2304005

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 28. fundur - 09.09.2025

Fyrir fræðslunefnd liggur til endurskoðunar áætlun um aðgerðir gegn einelti, kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni en áætlunina skal endurskoða á tveggja ára fresti.
Fræðslu- og velferðarnefnd sér ekki ástæðu til að gera breytingar á áætluninni eins og hún liggur fyrir og leggur til við sveitarstjórn að áætlunin verði staðfest. Ennfremur hvetur nefndin stjórnendur til þess að fara yfir áætlunina reglulega á starfsmannafundum.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 65. fundur - 25.09.2025

Á 28. fundi fræðslu- og velferðarnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt vegna endurskoðunar á áætlun um aðgerðir gegn einelti, kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni:

"Fræðslu- og velferðarnefnd sér ekki ástæðu til að gera breytingar á áætluninni eins og hún liggur fyrir og leggur til við sveitarstjórn að áætlunin verði staðfest. Ennfremur hvetur nefndin stjórnendur til þess að fara yfir áætlunina reglulega á starfsmannafundum."
Til máls tók: Ragnhildur.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

Amþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?