Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit
Dagskrá
1.Janusarverkefni - heilsuefling eldri borgara
Málsnúmer 2510017Vakta málsnúmer
Fyrir fræðslu- og velferðarnefnd liggja tilboð frá Janusi - heilsueflingu vegna heilsueflingar eldri borgara.
Nefndin er afar áhugasöm um pakka tvö og felur sviðsstjóra og verkefnastjóra að útfæra hann nánar með Janusi heilsueflingu.
2.Leikskólar Þingeyjarsveitar- dvalarsamningur
Málsnúmer 2601033Vakta málsnúmer
Fyrir fræðslu- og velferðarnefnd liggur til samþykktar nýr dvalarsamningur vegna vistunar barna í leikskólum sveitarfélagsins.
Nefndin samþykkir nýjan dvalarsamning vegna vistunar barna í leikskólum sveitarfélagsins.
3.BarnaborgKrílabær - Læsisstefna
Málsnúmer 2512036Vakta málsnúmer
Til kynningar er læsisstefna leikskóladeilda Þingeyjarskóla, Barnaborgar og Krílabæjar, auk veggspjalds með læsisstefnu þar sem finna má helstu áhresluatriði stefnunnar.
Nenfndin þakkar fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með vel gerða læsisstefnu. Nefndin hvetur aðra leikskóla sveitarfélagsins til að uppfæra læsisstefnur sínar ef þörf er á.
4.Grunnskólar Þingeyjarsveitar- rannsókn á samstarfi grunnskólanna
Málsnúmer 2512038Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tölvupóstur frá nema í kennaranámi í HA þar sem rannsókn á samstarfi grunnskólanna þriggja í Þingeyjarsveit er tilkynnt. Niðurstöður rannsóknar verða nafnlausar og órekjanlegar til einstakra skóla eða starfsmanna.
Nefndin er jákvæð gagnvart þessari rannsókn og óskar eftir kynningu á niðurstöðunum þegar þær liggja fyrir.
5.Rekstrar- og fagleg úttekt á skólum
Málsnúmer 2505094Vakta málsnúmer
Farið yfir stöðu rekstar- og faglegrar úttektar í skólum Þingeyjarsveitar sem nú er í gangi.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála og vonast er til að niðurstöður verði komnar fyrir marsfund.
6.Trúnaðarmál
Málsnúmer 2601035Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 16:30.
F.h. skólastjórnenda, Birna Davíðsdóttir
F.h. foreldra, Líney Rúnarsdóttir
F.h. starfsfólks leik-og grunnskóla,
Dóra Rún Kristjánsdóttir
Birna Friðriksdóttir
Formaður setti fund