Fara í efni

Innviðaráðuneytið - frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.

Málsnúmer 2509076

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 65. fundur - 25.09.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur boð frá innviðaráðuneytinu um þátttöku í samráði er varðar frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Frestur til að skila inn breytingartillögum er til 13. október. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á reglum sem gilda um fundi sveitarstjórna, málsmeðferð við töku ákvarðana um hæfi, rétt kjörinna fulltrúa til aðgangs að gögnum og framsal ráðningar- og fullnaðarafgreiðsluvalds til nefnda, ráða og starfsmanna sveitarfélaga. Markmiðið er að skýra og auka gagnsæi gildandi reglna um stjórnskipulag sveitarfélaga og auka traust á stjórnsýslu þeirra.
Til máls tóku: Knútur, Gerður, Arnór,

Sveitarstjórn felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að vinna tillögu að umsögn og senda til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?