Sveitarstjórnarkosningar 2026 - kjörstaður
Málsnúmer 2509039
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 65. fundur - 25.09.2025
Á 63. fundi sveitarstjórnar var lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um fyrirkomulag kosningaa fyrr á kjörtímabilinu. Fyrir sveitarstjórn liggur að taka ákvörðun um fyrirkomulag kosninga við sveitarstjórnarkosningar í maí 2026.
Sveitarstjórn samþykkir að við sveitarstjórnarkosningar í maí 2026 verði einn kjörstaður í Þingeyjarsveit, í Þinghúsinu á Breiðumýri. Sveitarstjórn leggur áherslu á að boðið verði upp á greiðan aðgang að utankjörfundaratkvæðagreiðslu og að það verði auglýst vel á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.