Ráðning sveitarstjóra
Málsnúmer 2509087
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 65. fundur - 25.09.2025
Á aukafundi sveitarstjórnar í morgun 25. september var tekin sú ákvörðun að segja Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur upp starfi sveitarstjóra.
Fyrir fundinum liggur tillaga um ráðningu Gerðar Sigtryggsdóttur í starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar.
Fyrir fundinum liggur tillaga um ráðningu Gerðar Sigtryggsdóttur í starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar.
Til máls tók: Eyþór.
Tillaga um ráðningu Gerðar Sigtryggsdóttur í starf sveitarstjóra var borin upp af varaoddvita.
Samþykkt með atkvæðum Gerðar, Knúts, Árna Péturs, Arnórs, Ragnhildar, Önnu, Einars og Jónu Bjargar. Eyþór situr hjá.
Samþykkt að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og Knúti Emil Jónassyni að ganga til samninga við Gerði í starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar.
Samþykkt samhljóða.