Fara í efni

Félag þjóðfræðinga á Íslandi - boðsbréf á landsbyggðarráðstefnu

Málsnúmer 2509075

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 65. fundur - 25.09.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur boð á landsbyggðarráðstefnu Félags þjóðfræðinga á Íslandi sem haldin verður að Narfastöðum í Reykjadal 26. - 28. september en ráðstefnan verður sett formlega föstudagskvöldið 26. september.
Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn fagnar því að Félag þjóðfræðinga á Íslandi haldi landsbyggðaráðstefnu sína í sveitarfélaginu og þakkar boðið. Árna Pétri Hilmarssyni er falið að flytja ráðstefnunni erindi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?