6. fundur

Fundargerð

Ungmennaráð

13.01.2020

6. fundur

haldinn í Kjarna mánudaginn 13. janúar kl. 16:20

Fundarmenn

Ari Ingólfsson, Edda Hrönn Hallgrímsdóttir, Hrólfur Jón Pétursson, Haraldur Andri Ólafsson og Þórunn Helgadóttir.

Starfsmenn

Eyþór Kári Ingólfsson, fulltrúi Félags- og menningarmálanefndar og Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Kynning, skráning símanúmera og netfanga

Nefndarmenn kynntu sig og gáfu upp netföng og símanúmer. Rætt um með hvaða hætti eigi að boða fundi o.fl.

2. Markmið ungmennaráða

Farið yfir markmið ungmennaráða.  Einnig farið yfir, í stuttu máli, hlutverk sveitarstjórnar almennt.

3. Handbók ungmennaráða sveitarfélaga

Handbók ungmennaráð sveitarfélaga kynnt nefndarmönnum en hún er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins og nefndarmenn hvattir til þess að kynna sér hana vel. 

4. Erindisbréf ungmennaráðs og hlutverk

Farið vel yfir erindisbréf ungmennaráðs Þingeyjarsveitar sem einnig er aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins. Nefndarmenn hvattir til þess að kynna sér ýmsar upplýsingar á heimasíðunni sem tilheyra starfsemi sveitarfélagsins og þeirra málaflokki.

5. Kosning formanns og ritara

Ari Ingólfsson var kjörinn formaður ungmennaráðsins og Hrólfur Jón var kjörin ritari.

6. Ungt fólk og Eyþing febrúar 2020

Viðburðurinn „Ungt fólk og Eyþing“ sem haldinn verður á Húsavík 10. og 11. febrúar n.k. var kynntur og dagskrá lögð fram. Nýkjörinn formaður stefnir á að fara á viðburðinn sem fulltrúi Þingeyjarsveitar.

7. Boðun funda og ákvörðun um næsta fund

Rætt um að stofna til samskipta á Facebook en samþykkt að fundarboð yrðu með formlegum hætti í tölvupósti.  Samþykkt að halda næsta fund fljótlega eftir páska.

8. Önnur mál

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 17:17