4. fundur

Fundargerð

Ungmennaráð

20.03.2012

4. fundur

Ungmennaráð Þingeyjarsveitar, fundur nr. 4
Dags. 20.3.2012

4. fundur Ungmennaráðs Þingeyjarsveitar,

haldin í Kjarna þriðjudaginn 20. 03.2012

Mætt voru: Líney Rúnarsdóttir, Freyþór Hrafn Harðarson, Verónika Arnardóttir, Hermína Fjóla Ingólfsdóttir, Rakel Ösp Aðalsteinsdóttir, Agla Bettý Andrésdóttir.  Kjartan Árni Kolbeinsson, Teitur Erlingsson og Guðbjörg Erna Sigurpálsdóttir mættu ekki og sat því Emilía Eir Karlsdóttir fyrir Guðbjörgu.

Að auki situr Dagbjört Jónsdóttir skrifstofustjóri fundi ráðsins.

Dagbjört setti fund kl. 16:34 og bauð alla velkomna

Dagskrá fundar:

  1. Kynning á starfsemi UMFÍ – Baldur og Björn Grétar

Baldur Daníelsson og Björn Grétar Baldursson mættu á fundinn og kynntu starfsemi UMFÍ fyrir fundarmönnum.  Baldur útskýrði hvernig starfið virkaði og kynnti m.a. ferðir á vegum ungmennafélags út til Norðurlandana.  Björn Grétar sagði frá reynslu sinni í ferð til Þýskalands á vegum UMFÍ.  Hann kynnti hvernig starfið þar hefði verið og hvernig krakkar hefðu komið sér í þessar ferðir og hversu mikinn styrk þau fengu.  Einnig kynnti Björn Grétar fyrir okkur í í nefndinni frá 0% hópnum og hvernig starf hann ynni að. Björn Grétar sagði reynslu sína á ungmennastarfi og dró fram marga jákvæða punkta varðandi hana. Hann hvatti okkur í nefndinni til að vera órög og vera virk í starfinu. 

  1. Ungt fólk og lýðræði – Ungmennaráðstefna á Hvolsvelli

Fjallað var um fyrirhugaða ungmennaráðstefnu „Ungt fólk og lýðræði“ sem haldin er á vegum UMFÍ verður á Hvolsvelli 29. – 31. mars n.k.  Fjóla fór á Stjórnlög unga fólksins sem er ráðstefna sem haldin var í Reykjavík í fyrra og sagði okkur hinum í nefndinni aðeins frá henni.  Fjóla, Rakel og Líney lýstu yfir áhuga fyrir því að fara á ráðstefnuna í ár en ákveðið verður frekar seinna hverjir fara.  Dagbjört hefur skráð 2 einstaklinga úr þessu ungmennaráði og er mjög líklegt að hún fari líka með.

  1. Önnur mál

Rætt var um boðun funda og hvar þau skyldu fara fram.  Ákveðið var að boðun funda skyldu fara fram á fésbókinni. 

Ekkert fleira gert og fundi slitið kl. 17:40.

Líney Rúnarsdóttir