9. fundur

Fundargerð

Umhverfisnefnd 2022-2026

14.09.2023

9. fundur

Umhverfisnefnd 2022-2026

haldinn í gegnum fjarfundarbúnað fimmtudaginn 14. september kl. 14:00

Fundarmenn

Anna Bragadóttir
Arnheiður Rán Almarsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Garðar Finnsson
Sigurður Böðvarsson
Rúnar Ísleifsson
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Borgað þegar hent er - 2304037

 

Hafrún Huld Hlinadóttir mætti til fundar og gerði grein fyrir störfum sínum sl. tvö mánuði. Í sumar hefur Hafrún Huld farið um sveitarfélagið og kortlagt og hnitsett staðsetningu á sorptunnum í sveitarfélaginu. Er þessi vinna hluti af verkefninu Borgað þegar hent er sem sveitarfélagið er aðili að.

 

Til máls tók: Anna Bragadóttir, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir.
Umhverfisnefnd þakkar Hafrúnu Huld fyrir greinargóða yfirferð.

 

Samþykkt

 

   

2.

Samþykkt um hunda- og kattahald í Þingeyjarsveit - 2304022

 

Lögð fram drög að samþykktum annarsvegar um kattahald í Þingeyjarsveit og hinsvegar um hundahald í Þingeyjarsveit, sem sveitarstjórn vísaði til umhverfisnefndar á 26. fundi sínum.

 

Umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög, með áorðnum breytingum, fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

3.

Tilnefning til umhverfisverðlauna 2023 - 2309045

 

Á ári hverju veitir Þingeyjarsveit umhverfisviðurkenningu fyrir eftirtektarvert framtak á sviði náttúruverndar, umhverfismála og sjálfbærar þróunar. Handhafi verðlaunanna getur verið einstaklingur, fyrirtæki eða lögbýli.

 

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að auglýsa eftir tillögum til umhverfisviðurkenningar Þingeyjarsveitar 2023 með fresti til og með 8. október.

 

   

4.

Endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra - 2306035

 

Lögð er fram til kynningar skýrsla SSNE um endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra.

 

Skýrslan er lögð fram til kynningar og umræðu, umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að senda inn umsögn að þessu sinni.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 16:00.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.