8. fundur

Fundargerð

Umhverfisnefnd 2022-2026

04.05.2023

8. fundur

Umhverfisnefnd 2022-2026

haldinn Í Kjarna fimmtudaginn 04. maí kl. 14:00

Fundarmenn

Anna Bragadóttir
Arnheiður Rán Almarsdóttir
Sigurður Böðvarsson
Rúnar Ísleifsson
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Efni: Ágengar plöntur - 2304039

 

Nokkur vinna tengd kortlagningu og upprætingu ágengra plantna hefurfarið fram í Þingeyjarsveit (eldri) og Skútustaðahreppi. Náttúrustofa Norðurlands vann kortlagningu framandi ágengra plöntutegunda í Þingeyjarsveit árin 2019 og 2020 og skilaði af sér skrýslu í lok þeirrar vinnu. Í Skútustaðahreppi var stofnaður starfshópur um aðgerðir um upprætingu og heftingu á útbreiðslu kerfils, lúpínu og njóla árið 2019. Sumrin 2020 og 2021 var ráðinn sumarstarfsmaður á vegum Skútustaðahrepps til þess vinna kortleggja og uppræta ágengar plöntur.

 

Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að starfshópur um aðgerðir um upprætingu og heftingu ágengra planta verði endurvakinn og gerð langtímaáætlun um málaflokkinn.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að haldið verði áfram vinnu við eyðingu ágengra plantna í sveitarfélaginu og hvetur sveitarstjórn til að leita samstarfs við hagaðila um verkefni sumarsins.

 

Samþykkt

 

   

2.

Málefni Höfða Mývatnssveit - 2304021

 

Á 23. fundi sveitarstjórnar þann 27. apríl sl. var tekið fyrir erindi frá Birki Fanndal um málefni Höfða í Mývatnssveit. Sveitarstjórn vísar erindinu til kynningar í umhverfisnefnd.

 

Umhverfisnefnd þakkar fyrir góðar ábendingar og hvetur sveitastjórn til að vinna áfram að málefnum Höfða í samræmi við gildandi deildiskipulag.
Umhverfisnefnd vill jafnframt þakka umsjónarmönnum Höfða fyrir gott og óeigingjarnt starf undanfarin ár.

 

Kynnt

 

   

3.

Borgað þegar hent er - 2304037

 

Á 23. fundi sveitarstjórnar þann 27. apríl sl. voru lagðir fram tölvupóstar og kynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og SSNE um verkefnið Borgað þegar hent er. Verkefnið er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Í verkefninu verður unnið að innleiðingu rýmisútfærslu fyrir núverandi meðhöndlun úrgangs frá heimilum í sveitarfélaginu með innheimtu í gengum álagningarkerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Sveitarstjórn samþykkti þátttöku í verkefninu og vísar því til umhverfisnefndar til kynningar.

 

Formaður kynnti vinnu starfshóps úrgangsmála og kynnti hraðalinn Borgað þegar hent er. Umhverfisnefnd fagnar þátttöku sveitarfélagsins í hraðlinum.

 

Kynnt

 

   

Fundi slitið kl. 15:45.

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.