12. fundur

Fundargerð

Umhverfisnefnd 2022-2026

11.12.2023

12. fundur

Umhverfisnefnd 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri mánudaginn 11. desember kl. 15:00

Fundarmenn

Árni Pétur Hilmarsson
Rúnar Ísleifsson
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir,
Garðar Finnsson

Starfsmenn

Ingimar Ingimarsson

Fundargerð ritaði: Ingimar Ingimarsson

 

Dagskrá:

 

1.

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit - 2310028

 

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs fyrir Þingeyjarsveit er fallin á brott og því tímabært að ný samþykkt verði unnin.

 

Umhverfisnefnd hefur lokið vinnu sinni við samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit og leggur nefndin til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt eins og hún liggur fyrir.

 

Samþykkt

 

   

2.

Meðhöndlun úrgangs - kostnaðar- og tekjugreining - 2311125

 

Umsókn um að vera með í í verkefninu.

 

Nefndin fagnar frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga um að kostnaðargreina meðhöndlun úrgangs hjá sveitarfélögum. Ljóst er að um stóran kostnaðarlið er að ræða hjá okkar sveitarfélagi og því full ástæða til að taka þátt í verkefninu. Nefndin felur sviðsstjóra að sækja um aðild að verkefninu.

 

Samþykkt

 

   

3.

Urðunarstaður á Hólasandur - Kollóttualda - 2210030

 

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að svara bréfi umhverfisstofnunnar um lokunaráætlun. Umhverfisnefnd hvetur sveitarstjórn til að láta greina magn 0 úrgangs sem fellur til í sveitarfélaginu með það fyrir augum að skoða hvort hagkvæmt og eða umhverfisvænna sé að hafa urðunarstað fyrir slíkan úrgang í sveitarfélaginu.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 16:55.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.