1. fundur

Fundargerð

Umhverfisnefnd 2022-2026

01.09.2022

1. fundur

Umhverfisnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 01. september kl. 14:00

Fundarmenn

Anna Bragadóttir

Arnheiður Rán Almarsdóttir

Árni Pétur Hilmarsson

Rúnar Ísleifsson

Guðrún Sigríður Tryggvadóttir

Starfsmenn

Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi

Atli Steinn Sveinbjörnsson skipulagsfulltrúi

Alfreð Steinmar Hjaltason verkefnastjóri framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Alfreð Steinmar Hjaltason

Dagskrá:

    1. Kosning varaformanns umhverfisnefndar - 2206064

 

Á 2. fundi sveitarstjórnar dags 15. júní var bókað að Anna Bragadóttir yrði formaður umhverfisnefndar. Skv. 2.gr. draga að erindisbréfi er nefndinni falið að kjósa sér varaformann á fyrsta fundi nefndarinnar.

Anna Bragadóttir, formaður, leggur til að Arnheiður Rán Almarsdóttir verði varaformaður nefndar.

Tillagan samþykkt einróma.

 

    1. Kynning á hlutverki nefndarinnar - 2206054

 

Drög að erindisbréfi lagt fram og umræða um hlutverk nefndarinnar. Í samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins er hlutverk nefndarinnar skilgreint þannig: „Umhverfisnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fjallar um umhverfis- og hreinlætismál í sveitarfélaginu. Nefndin fer með verkefni sem varða verksvið sveitarfélagsins samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og skv. samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 463/2002 sem og öðrum þeim lögum og reglugerðum sem kunna að varða störf nefndarinnar hverju sinni.“

Erindisbréf umhverfisnefndar lagt fram. Starfsmanni nefndarinnar er falið að koma athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum til sveitarstjórnar.

Umhverfisnefnd óskar eftir því að fá bréfið aftur til yfirferðar frá sveitarstjórn þegar tekið hefur verið tillit athugasemda.

 

    1. Loftslagsstefna sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar - 2206055

 

Drög að loftslagsstefnu Skútustaðahrepps lögð fyrir nefndina. Skv. lögum nr. 70/2012 eiga sveitarfélög að hafa loftlagsstefnu.

    1. gr. c: Stjórnarráð Íslands, stofnanir ríkisins, fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins og sveitarfélög skulu setja sér loftslagsstefnu. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.

 

Skipulagsfulltrúi kynnti loftlagsstefnu Skútustaðahrepps sem að unnin var á árunum 2020-2021 fyrir nefndinni.

Sveitarstjóra falið að leita tilboða í uppfærslu á útreikningum á losun fyrir loftlagsstefnu sameinaðs sveitarfélags sbr. skýrslu Skútustaðahrepps.

 

    1. Sorphirða og -förgun í sameinuðu sveitarfélagi - 2206059

 

Tekið til umræðu sorphirða í sameinuðu sveitarfélagi. Frá og með 1. janúar 2023 verður óheimilt að urða lífrænan úrgang. Á sama tíma kemur til framkvæmda breyting á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, sem felur í sér að innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs skuli vera sem næst raunkostnaði niður á hvern aðila.

Nefndin felur umhverfisfulltrúa það að gera skýrslu um hvernig Bokashi verkefnið í Mývatnssveit hefur gengið. Enn fremur er honum úthlutað að gera yfirlit um álitlegar lausnir sem til eru um nýtingu lífræns úrgangs.

 

    1. Umhverfisfulltrúi - 2011001

 

Frestað til næsta fundar þar sem umhverfisfulltrúi komst ekki á fund vegna annarra verkefna.

 

    1. Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar - 2206053

 

Farið yfir umhverfisstefnu Skútustaðahrepps 2019-2022 og Þingeyjarsveitar 2021-2031.

Byggingarfulltrúi kynnti umhverfisstefnu Þingeyjarsveitar sem að unnin var á árunum 2020-2021 fyrir nefndinni.

Umhverfisstefna gömlu Þingeyjarsveitar skal vera uppfærð og samræmd fyrir nýtt sameinað sveitarfélag. Umhverfisnefnd mun gera þá vinnu saman á vinnufundi. Í framhaldi verður unnin aðgerðaáætlun.

Fundi slitið kl. 16:00.