317. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

24.03.2022

317. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 24. mars kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.

Aðalsteinn M. Þorsteinsson: Áskorun - 2203017

 

Fyrir fundinum liggur áskorun til sveitarstjórna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, frá Aðalsteini M. Þorsteinssyni dags. 15.03.2022.
Skorað er á sveitarstjórnir beggja sveitarfélag að stöðva nú þegar framkvæmdir og láta af áformum sínum um að breyta fyrrum húsnæði Litlulaugaskóla í skrifstofurými fyrir stjórnsýslu. Þess í stað er skorað á sveitarstjórnirnar að gera samning við ríkið um móttöku flóttamanna og undirbúa umrætt húsnæði til þess að hýsa þá.

 

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Framkvæmdin í fyrrum húsnæði Litlulaugaskóla er ákvörðun sem sveitarstjórn tók við gerð fjárhagsáætlunar 2020 og er liður í þróunarverkefni að auka og samþætta heilbrigðis- og félagslega heimaþjónustu í sveitarfélagin. Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til að hverfa frá þeirri stefnumörkun. Varðandi móttöku flóttafólks þá hefur sveitarstjórn nú þegar lýst sig reiðubúna til þátttöku í því samstarfsverkefni.

 

   

2.

Íbúar við Lautaveg á Laugum: Erindi - 2203012

 

Lagt fram erindi til sveitarstjórnar frá íbúum við Lautaveg á Laugum, dags. 11.03.2022 er varðar ónæði af hundum.
Í erindinu segir að nú sé svo komið að íbúar við Lautaveg sjái sér ekki fært annað er að skrifa bréf til sveitarstjórnar vegna hunda nágranna þeirra. Margsinnis sé búið að tala við eiganda hundanna sem og starfsfólk sveitarfélagsins. Óskað er eftir því að sveitarstjórn taki á málunum svo um muni og geri eitthvað fyrir sumarkomu.

 

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að gera viðkomandi hundaeiganda grein fyrir erindinu og leita lausna. Sveitarstjórn ítrekar að hundaeigendum í sveitarfélaginu ber að fylgja samþykktum um hundahald í Þingeyjarsveit. Samkv. 3. gr. samþykktanna skal hundur ekki ganga laus á almannafæri og skal hundaeigandi gæta þess að hundur hans valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði eða raski ró manna.

 

   

3.

Lögbýlisskráning á Sandi 4 - 2203020

 

Tekin fyrir beiðni frá Guðmundi Heiðrekssyni dags. 16. mars s.l. um að sveitarfélagið veiti umsögn til matvælaráðuneytisins, hvort að Sandur 4 uppfylli skilyrði til lögbýlisskráningar. Landeigendur áforma að gera samning við Skógrækt ríkisins um skógrækt að Sandi 4 og er eitt skilyrða fyrir samningsgerð að jörðin sé skráð sem lögbýli í lögbýlaskrá.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að Sandur 4 verði að lögbýli og felur skipulagsfulltrúa að senda umsögn sveitarfélagsins til ráðuneytisins.

 

   

4.

Breyting á nefndarskipan í Fræðslunefnd - 1806011

 

Fyrir liggur breyting á nefndarskipan í Fræðslunefnd vegna flutninga.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram til afgreiðslu:

Í Fræðslunefnd taki Eyþór Kári Ingólfsson (Ð) sæti aðalmanns í stað Hjördísar Stefánsdóttur (Ð) sem er flutt úr sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

 

   

5.

Tölvur og snjalltæki: Námskeið fyrir eldri borgara - 2203025

 

Umræða tekin um námskeið, kennslu á tölvu- og snjalltæki fyrir eldri borgara. Sveitarfélagið sótti um fjárframlag til félagsmálaráðuneytisins vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi eldri borgara. Fjárframlaginu er ætlað að efla enn frekar félagsstarf fullorðinna og rjúfa félagslega einangrun.
Það að læra og geta nýtt sér tölvu eða snjalltæki einfaldar lífið og eykur möguleika á samskiptum fólks og fellur því vel að markmiði fjárframlagsins.

 

Samþykkt að sveitarfélagið standi fyrir tölvu- og snjalltækjanámskeiði fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu og fjárframlagi til eflingar félagstarfs verði varið til þess. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

 

   

6.

Undirbúningsstjórn vegna sameiningar: Fundargerðir - 2109007

 

Fundargerðir 7. og 8. fundar undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.

 

Lagðar fram til kynningar.

 

   

7.

Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerð - 1810004

 

Fundargerð 88. fundar svæðisráðs norðursvæðis VJÞ.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

8.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE): Fundargerð - 2002017

 

Fundargerð 36. fundar stjórana SSNE.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Fundi slitið kl. 14:57