313. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

27.01.2022

313. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Félagsheimilinu Breiðumýri fimmtudaginn 27. janúar kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Freydís Anna Ingvarsdóttir og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.

Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð - 1804018

 

Lögð fram fundargerð 144. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.01.2022. Ásvaldur Ævar gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sex liðum.

 

4. liður fundargerðar; Hróarsstaðir, lóðastofnanir - 2201008
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

5. liður fundargerðar; Skógar í Fnjóskadal, beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2201012
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar um að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022, sem felur í sér að landnotkun frístundabyggðarinnar Skógahlíð vestan Illugastaðavegar verði breytt í íbúðarbyggð. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að hefja breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

 

   

2.

Sundlaugin á Laugum: Framkvæmdir - 2201006

 

Tekin til umræðu endurnýjun á sundlaugardúk í Sundlauginni á Laugum sem er kominn á tíma. Fyrir liggur tilboð og kostnaðaráætlun vegna endurnýjunar að upphæð 11 millj.kr.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Fagráð ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

 

   

3.

Saga urriðaveiða í Laxárdal og Mývatnssveit: Beiðni um styrk - 2201018

 

Lagt fram erindi frá Jóni Aðalsteini Þorgeirssyni f.h. ritnefndar um verkefnið; Laxá í Þing. - Saga urriðaveiða í Laxárdal og Mývatnssveit, dags. 17.01.2022 þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð allt að 1,5 millj.kr.

 

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins.

 

   

4.

Undirbúningsstjórn vegna sameiningar: Fundargerð - 2109007

 

Fundargerð 5. fundar undirbúningsstjórnar sameiningar.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

5.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerð - 1804006

 

Fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

6.

Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerðir - 1810004

 

Fundargerð 86. fundar svæðisráðs norðursvæðis VJÞ og 100. fundar svæðisráðs vestursvæðis VJÞ.

 

Lagðar fram til kynningar.

 

   

7.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE): Fundargerð - 2002017

 

Fundargerð 33. fundar stjórnar SSNE.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Fundi slitið kl. 14:45.