306. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

14.10.2021

306. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 14. október kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Friðrika Sigurgeirsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson. 

 

 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.

Aurskriður í Útkinn - 2110014

 

Umræða tekin um aurskriðurnar í Útkinn en 2. október féllu fyrstu skriðurnar, stórar og miklar skriður m.a. á Björgum, Nípá og Geirbjarnarstöðum. Um er að ræða miklar hamfarir og enn ekki ljóst hversu mikið tjónið er. Sveitarstjóri og oddviti heimsóttu bændur s.l. sunnudag og fóru yfir stöðuna með þeim.

Sveitarstjórn samþykkti í tölvupósti milli funda að skipa starfshóp sem tengilið við bændur og til að vera í samskiptum við ríkið og stofnanir þess varðandi það uppbyggingarstarf sem framundan er. Í starfshópnum sitja sveitarstjóri, oddviti og verkefnastjóri framkvæmda hjá sveitarfélaginu.

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

 

   

2.

Breyting á nefndarskipan í Fræðslunefnd - 1806011

 

Fyrir liggur breyting á nefndarskipan í Fræðslunefnd vegna flutninga.

 

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir:

Í Fræðslunefnd taki Heiða Guðmundsdóttir (A) sæti aðalmanns í stað Hönnu Sigrúnar Helgadóttur (A) sem er flutt úr sveitarfélaginu og Berglind Ýr Gunnarsdóttir (A) taki sæti fyrsta varamanns í stað Heiðu Guðmundsdóttur.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

 

   

3.

Útsýn ehf.: Umsögn vegna umsóknar um endurnýjun á rekstrarleyfi - 2110011

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 27.09.2021 þar sem Jón Baldur Þorbjörnsson, forsvarsmaður Útsýnar ehf. sækir um endurnýjun á leyfi til reksturs gististaða í flokki II-C, minna gistiheimil í Hamragili í Fnjóskadal.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

   

4.

Tjarnir hf.: Aðalfundarboð 2021 - 1908037

 

Aðalfundarboð Tjarna hf. var afgreitt í tölvupósti milli funda þar sem sveitarstjórn samþykkti að oddviti færi með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

 

   

5.

Friðlýsing dropsteinshella á Þeistareykjum: Tillögur um afmörkun - 2011002

 

Lagðar fram tvær tillögur frá starfshópi um valkosti afmörkunar friðlýsingar á dropsteinshellum í Þeistareykjahrauni. Tillaga 1 er að friðlýsa hellana sem nú eru þekktir og búið er að loka, friðlýsa hellisopin og nærliggjandi svæði, þ.e. hellisloftin. Tillaga 2 er að horfa til stærra svæðis.

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu 1 að því gefnu að gengið verði frá ásættanlegum friðlýsingarskilmálum. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins.

 

   

6.

Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð - 1804018

 

Lögð fram fundargerð 141. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 7.10.2021. Jóna Björg Hlöðversdóttir gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þremur liðum.

 

1. liður fundargerðar; Bústaðir, umsókn um byggingarleyfi - 2108010
Sveitarstjórn telur fyrirhuguð byggingaráform samræmast ákvæðum í skipulagsreglugerð og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi við Bústaði eins og lög og reglur mæla fyrir um.

2. liður fundargerðar; Laugaból, landskipti - 2110002
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar vegna umsóknar um landskipti og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

3. liður fundargerðar; Arnarstaðir lóð, nafnabreyting - 2110003
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar vegna umsóknar um nafnabreytingu og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

 

   

7.

Atvinnumálanefnd: Fundargerð - 1810033

 

Lögð fram fundargerð 31. fundar Atvinnumálanefndar frá 07.10.2021. Árni Pétur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í einum lið.

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að hefja skipulagða rjúpnaveiði á Þeistareykjum með takmörkuðum fjölda leyfa gegn gjaldi. Samþykkt að salan fari fram á vefsíðunni hlunnindi.is. Rjúpnaveiði verður því óheimili á Þeistareykjum án leyfis. Samþykkt að Sæþór Gunnsteinsson verði tengiliður sveitarfélagsins við veiðimenn. Sveitarstjóra falið að auglýsa skipulagða rjúpnaveiði á Þeistareykjum í þar til bærum miðlum.

 

   

8.

SSNE: Líforkuver - 2109028

 

Lagt fram öðru sinni erindi frá Samtökum sveitarfélaga á norðurlandi eystra (SSNE), dags. 15.09.2021 um fjárframlag til stofnunar einkahlutafélags um Líforkuver.

Á fundi stjórnar SSNE þann 11. ágúst sl. var samþykkt að stofna einkahlutafélag til að halda utan um verkefnið „Líforkuver“ og að félagið verði vistað undir hatti SSNE. Stofnfé af hálfu SSNE verður framlag áhersluverkefnis umhverfismála, 3 m.kr. að viðbættum 5 m.kr. styrk frá Umhverfisráðuneytinu vegna eflingar hringrásarhagkerfisins.

Stjórn óskar eftir 12 m.kr. fjárframlagi frá sveitarfélögum á starfssvæði SSNE í hlutfalli við íbúafjölda til þess að fjármagna að fullu hagkvæmnimat sem áætlað er að kosta muni 20 m.kr. Óskað er eftir því að Þingeyjarsveit leggi kr. 335.000 til verkefnisins sem um leið verður hlutafé sveitarfélagsins í einkahlutafélagið um Líforkuver.

 

Sveitarstjórn samþykkir að leggja kr. 335.000 til verkefnisins en telur eðlilegra að um beinan styrk til verkefnisins verði að ræða fremur en framlag til óstofnaðs einkahlutafélags, enda verði skýrslan sem hagkvæmnimatið skilar í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE.

 

   

9.

Vetrarhátíð við Mývatn: Styrkbeiðni - 2110010

 

Lögð fram styrkbeiðni frá Úllu Árdal og Soffíu K. Jónsdóttur, f.h. Mývatnsstofu, dags. 09.10.2021 vegna Vetrarhátíðar við Mývatn 2022. Óskað er eftir styrk að fjárhæð 960.000 kr. til að stækka og byggja hátíðina enn frekar upp m.a. með viðburðum í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

 

   

10.

Framhaldsskólinn á Laugum: Listir og skapandi greinar - 2110012

 

Lagt fram erindi frá Olgu Hjaltalín Ingólfsdóttir og Freydísi Önnu Arngrímsdóttur, f.h. Framhaldsskólans á Laugum, dags. 11.10.2021 þar sem óskað er eftir aðgangi að tækjum og tólum í eigu Þingeyjarsveitar, staðsett í Seiglu og gæti nýst vel til lista og skapandi greina við skólann.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

 

   

11.

Fjárfestingarfélag Þingeyinga - 2110013

 

Tekið fyrir erindi frá Fjárfestingafélagi Þingeyinga hf. dags. 06.10.2021 um mögulega framtíð þess.

 

Sveitarstjórn vísar til fyrri bókunar frá 286. fundar sveitarstjórnar þann 24. september 2020.

 

   

12.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerð - 1804006

 

Fundargerð 901. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

13.

Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerð - 1804023

 

Fundarger 26. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga bs.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

14.

Norðurá bs.: Tillaga um brennsluofn - 2109030

 

Bréf frá stjórn Norðurár bs. um tillögu um brennsluofn.

 

Lagt fram til kynningar.

     

Fundi slitið kl. 15:13