299. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

20.05.2021

299. fundur

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 20. maí kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.

Sóknaráætlun SSNE 2020-2024: Kynning - 2009027

 

Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum.
Rebekka Kristín Garðarsdóttir, Baldvin Valdemarsson og Silja Jóhannesdóttir, starfsmenn hjá SSNE kynntu nýuppfærða sóknaráætlunina fyrir sveitarstjórn í gegnum fjarfundarbúnað á fundinum.

 

Sveitarstjórn þakkar fyrir kynninguna.

 

   

2.

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2020: Seinni umræða - 2105008

 

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til síðari umræðu.

 

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2020 samþykktur samhljóða og undirritaður. Ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit staðfest og undirritað. Ársreikningurinn verður birtur á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum.

 

   

3.

Kjörskrá fyrir sameiningarkosningar 5. júní 2021 - 2105022

 

Kjörskrá fyrir sameiningarkosningar 5. júní n.k. lögð fram og yfirfarin. Á Kjörskrá eru 659 aðilar. Kjörskráin liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins, almenningi til sýnis fram að kjördegi.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita kjörskrána og veitir henni fullnaðarheimild til að gera leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma upp fram að kjördegi vegna sameiningarkosninganna.

 

   

4.

Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018

 

Lögð fram fundargerð 137. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 12.05.2021. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórtán liðum.

 

1. liður fundargerðar: Arnstapavegur, færsla - 2011010
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa, að undangenginni könnun á könnun á garðlagi, að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. liður fundargerðar: Beiðni um breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar - 2105003
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og hafnar breytingu á almennum skilmálum um leyfilegan fjölda íbúðarhúsa á lögbýli þar sem það telst veruleg breyting á aðalskipulagi, en felur skipulagsfulltrúa að leita samþykkis landeiganda til að vinna að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar skv. 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 á þann hátt að íbúðasvæði yrði skilgreint í landi Hrísgerðis.

3. liður fundargerðar: Lóðastofnun, Laugar sundlaug - 2105004
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar endanleg gögn liggja fyrir.

4. liður fundargerðar: Lóðastofnun - viðbót við Hamraborg úr landi Lauta - 2105007
Afgreiðslu frestað.

5. liður fundargerðar: Lóðastofnun - viðbót við Langholt úr landi Lauta - 2105005
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar endanleg gögn liggja fyrir.

6. liður fundargerðar: Hlíðarendi lóð - hnitsetning - 2104015
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar endanleg gögn liggja fyrir.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

 

   

5.

Afsláttur af gatnagerðargjöldum lóða - 2105027

 

Umræða tekin um gatnagerðargjöld lóða á vegum sveitarfélagsins. Sveitarstjóri gerði grein fyrir útreikningi gatnagerðargjald og lausum lóðum.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veittur verið 75% afsláttur á gatnagerðargjöldum út árið 2021 á lóðum við Melgötu, Víðigerði og Lautaveg. Gatnagerðargjaldið verður þó aldrei lægra en lágmarksgjald samkvæmt a) lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjald.

 

   

6.

Laugar Gistiheimili: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2105023

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 12.05.2021 þar sem Ragnheiður Árnadóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II - Gististaður án veitinga, í Hvítafelli í Reykjadal í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

   

7.

Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses.: Staðfesting á stofnframlagi - 2105021

 

Fyrir liggur umsókn Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna nýbyggingar parhúss og kaupa á einni íbúð á árinu 2021. Með umsókn til HMS þarf að fylgja staðfesting sveitarstjórnar á stofnframlagi sveitarfélagsins til félagsins.

 

Sveitarstjórn samþykkir stofnframlag til Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. að upphæð 10.216.521 vegna umsóknar um stofnframlög til HMS fyrir árið 2021. Fjárhæð rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2021.

 

   

8.

Búnaðarsamband S.- Þing.(BSSÞ): Erindi - 2105024

 

Lagt fram bréf frá stjórn Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga (BSSÞ), dags 10.05.2021 um nokkur atriði er varða sorpmál og hafa borist inn á borð BSSÞ. M.a. eru ábendingar um óhagstæða opnun gámavallar fyrir bændur og óánægju með þjónustu er varða að koma dýrahræjum rétt leið. Kallað er eftir breytingum á opnunartíma, að hann henti öllum íbúum svæðisins jafn vel og skilvirkari leið fyrir bændur til að koma dýrahræjum hratt og örugglega til viðeigandi meðferðar.

 

Sveitarstjórn þakkar erindið og felur umsjónarmanni gámavallar og sveitarstjóra að vinna málið áfram og óska eftir kostnaðaráætlun og tillögum frá Terra um mögulegar útfærslur. Ljóst er að aukin þjónusta felur í sér aukinn kostnað fyrir notendur.

 

   

9.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Samningur vegna Þeistareykja - 2105025

 

Lagður fram samningur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða um styrk til Þingeyjarsveitar að fjárhæð kr. 10.334.000 til Þeistareykja, gerð deiliskipulags og göngustíga. Mótframlag Þingeyjarsveitar er að jafnaði 20% af styrkfjárhæð.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að skrifa undir hann. Mótframlag sveitarfélagsins rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2021.

 

   

10.

Norðurorka: Ósk um ábyrgðir eigenda vegna láns hjá LSS - 1807015

 

Fyrir fundinum liggur beiðni frá Helga Jóhannessyni f.h. Norðurorku hf. um ábyrgð eigenda vegna láns hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.(LLS), veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánasamningi vegna láns Norðurorku hf. hjá LLS.

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 600.000.000-, til allt að 20 ára í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin heldur gildi ef skilmálum lánasamnings er breytt til hagsbóta fyrir Norðurorku. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveitu framkvæmdum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006 og uppfyllir skilyrði um græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga.

Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut í Norðurorku til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er sveitarstjóra, Dagbjörtu Jónsdóttur, kennitala 250168-5359, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns og breytinga á skilmálum lánasamnings sem eru til hagsbóta fyrir Norðurorku.

 

   

11.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis: Beiðni um fund með sveitarstjórn - 2105026

 

Lagt fram bréf frá Kolbeini Óttarssyni Proppé, dags. 17.05.2021 þar sem hann óskar eftir fundi með fulltrúum sveitarstjórnar til þess að ræða frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs sem nú er til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og munu mæta til fundar föstudaginn 21. maí n.k.

 

   

12.

Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerðir - 1810004

 

Fundargerð 96. fundar svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

13.

Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Goðafoss: Bréf til hagsmunaaðila - 2003024

 

Bréf frá Umhverfisstofnun um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Goðafoss.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

14.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Stafræn sveitarfélög - 2101011

 

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu vinnu við að koma á samstarfi sveitarf´lega um stafræna umbreytingu.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Bréf - 2105028

 

Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um fjármál sveitarfélaga.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fundi slitið kl. 15:53.