288. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

22.10.2020

288. fundur

haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 22. október kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Freydís Anna Ingvarsdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum undir 4. lið; 2010025 - Veiðifélag Reykjadalsár og Eyvindalækjar og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.

Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018

 

Lögð fram fundargerð 130. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 15.10.2020. Sigríður Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í tíu liðum.

 

Sveitarstjórn afgreiddi 1. lið fundargerðar; Hellugnúpsskarð, framkvæmdaleyfi til efnistöku-20100013, á fundi sínum þann 15.10.2020.
2. liður fundargerðar; Hólasandslína, beiðni um breytingu á Aðalskipulag Þingeyjarsveitar-1902013.
Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að breytingu á núgildandi aðalskipulagi.
4. liður fundargerðar; Hrísgerði, lóðastofnun-2008015.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar öll gögn hafa borist.
6. liður fundargerðar; Búvellir, 3 lóðir, landskipti og lóðastofnun-2010010.
Sveitarstjórn samþykkir lóðastofnunina og landskiptin og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar öll gögn hafa borist.
7. liður fundargerðar; Kvíaból, landskipti-2010012.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
8. liður fundargerðar; Vatnsleysa lóð, nafnabreyting-2010011.
Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytingu lóðarinnar og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

     

2.

Atvinnumálanefnd: Fundargerðir - 1810033

 

Lögð fram fundargerð 29. fundar Atvinnumálanefndar frá 13.10.2020. Árni Pétur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þremur liðum.

 

Afgreiðslu fundargerðar frestað.

     

3.

Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga; Fundarboð - 1810006

 

Lagt fram fundarboð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður í fjarfundi 5. nóvember kl. 13:00. Á aðalfundi er kosið í stjórn samtakanna og kallað er eftir framboði fulltrúa aðildarsveitarfélaganna í stjórn.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að oddviti fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum. Einnig samþykkt að oddviti gefi kost á sér í stjórn samtakanna.

     

4.

Veiðifélag Reykjadalsár og Eyvindarlækjar - 2010025

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Sigríður Hlynur fari með umboð sveitarfélagsins á fundum félagsins fram að næsta aðalfundi.

     

5.

Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1804007

 

Fundargerð 42. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar

     

6.

Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerðir - 1810004

 

Fundargerð 88. fundar svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Lögð fram til kynningar

     

7.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE): Fundargerðir - 2002017

 

Fundargerðir 14. og 15. fundar stjórnar SSNE

 

Lagðar fram til kynningar.

     

 

Fundi slitið kl. 14:46.