287. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

15.10.2020

287. fundur

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 15. október kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Freydís Anna Ingvarsdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá undir 7. lið; 2010013 – Hellugnúpsskarð, framkvæmdaleyfi til efnistöku og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.

Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar - 1806015

 

Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar tekin til umræðu. Vinna starfshóps stendur yfir og Einar Örn Kristjánsson, fulltrúi hópsins fór yfir markmið og leiðarljós stefnunnar með sveitarstjórn. Vinnu starfshópsins framhaldið og drög að stefnunni verða lögð síðar fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

 

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með vinnu starfshópsins og samþykkir samhljóða að heimila starfshópnum að leita til Alta ehf. um ráðgjöf í verkefninu.

     

2.

Fjárhagsáætlun 2021-2024: Forsendur og undirbúningur - 2009007

 

Umræðu framhaldið um forsendur og undirbúning fjárhagsáætlunar 2021-2024 sem nú er í vinnslu. Skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið. Í fjárhagsáætlun 2021 er gert ráð fyrir 2,8% verðlagshækkun á útgjaldaliði og 5,9% á launaliði og er það samkvæmt Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og minnisblaði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 8. október sl.
Ekki er gert ráð fyrir gjaldskrárhækkunum umfram verðlagsbreytingu. Töluverður tekjusamdráttur er áætlaður árið 2021 miðað við áætlun 2020, eða sem nemur tæpum 5%, staðgreiðslan og framlög Jöfnunarsjóðs vega þar þyngst. Þjónusta verður ekki skert þrátt fyrir minni tekjur en áhersla lögð á að aðhalds verði gætt í rekstrinum en það sem uppá vantar verður fjármagnað með lántöku.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gengið verði út frá ofangreindum forsendum við gerð fjárhagáætlunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með vísan í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofn sveitarfélaga nr. 4/1995 að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2021 verði óbreytt eða 14,52%.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með vísan í 3. gr. laga um tekjustofn sveitarfélaga nr. 4/1995 að fasteinaskattur fyrir árið 2021 verði óbreyttur eða 0,625% í A flokki, 1,32% í B flokki og 1,68% í C flokki.
Vinnu fjárhagsáætlunar 2021-2024 framhaldið.

     

3.

Snjómokstur - Viðauki - 1911008

 

Kostnaður vegna snjómoksturs er kominn rúmar 13 milljónir framúr áætlun 2020. Sveitarstjóri óskaði eftir viðauka við áætlun.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka að fjárhæð 25 m.kr. við fjárhagsáætlun 2020 vegna snjómoksturs sem mætt verði með lántöku.

     

4.

Austurhlíðarvegur(846)- Hámarkshraði - 1908036

 

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 29.08.2019 að að senda erindi til Vegagerðarinnar og óska eftir að hámarkshraði á Austurhlíðarvegi (846) sem liggur næst þéttbýlinu á Laugum, yrði lækkaður úr 80 km./klst. í 50 km./klst.
Fyrir fundinum liggur tillaga frá þjónustusviði Vegagerðarinnar um tilfærslu á lækkun umferðarhraða á umræddum vegi, úr 80 km./klst. í 50 km/klst. frá stöð 1040 á kafla 846-01 að stöð 260 á kafla 846-02 samtals 960 m. Nánara tiltekið frá þéttbýlismörkum við Framhaldsskólann á Laugum og norður fyrir afleggjarann að tjaldstæðinu á Stórulaugum.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu frá Vegagerðinni.

     

5.

Skipurit Þingeyjarsveitar - 2002030

 

Lagt fram að öðru sinni skipurit Þingeyjarsveitar með þeim breytingum sem voru samþykktar á fundi sveitarstjórnar þann 5.03.2020.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skipurit sem verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum.

     

6.

Snow Dogs ehf. - Umsókn um starfsleyfi - 2009034

 

Fyrir liggur umsókn um starfsleyfi vegna reksturs Snow Dogs ehf. í Vallholti í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra veitir starfsleyfið að fenginni umsögn sveitarstjórnar og úttekt MAST.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veitt verði starfsleyfi fyrir rekstur Snow Dogs ehf. í Vallholti fyrir að hámarki 40 hunda og að starfsemin verði grenndarkynnt.

     

7.

Hellugnúpsskarð - framkvæmdaleyfi til efnistöku - 2010013

 

Skipulags- og umhverfisnefnd vísaði eftirfarandi erindi til sveitarstjórn á fundi sínum þann 15.október 2020:
Tekið fyrir erindi dags. 09. október 2020 frá Daníel Scheving Hallgrímssyni f.h. Landsnets þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr námu E-59 (skv. skilgreiningu í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022)í landi Sörlastaða. Áður hafði náma N-26 verið skilgreind um 200 m sunnar en sökum lélegs efnis og varða á efnistökusvæði var tekin ákvörðun um að sækja um nýtt efnistökusvæði norðar á svæðinu, sem rúmast enn innan efnistökusvæðis E-59 samkvæmt aðalskipulagi. Áætlað er að vinna 15.000 m3 úr námunni. Framkvæmdin er háð lögum um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000 og fellur í flokk C þar sem áætluð efnistaka er minni en 50.000 m3.

 

Sveitarstjórn tekur undir mat skipulags- og umhverfisnefndar og telur að færsla á fyrirhuguðu efnistökusvæði sé innan skilgreinds efnistökusvæðis í núgildandi aðalskipulagi og að fyrirhuguð efnistaka í landi Sörlastaða sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur jafnframt skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     

8.

Skýrsla sveitarstjóra - 1903026

 

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.

 

Það sem sveitarstjóri fór yfir m.a.:

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga var haldin í fjarfundi 1. og 2. október.

Ársþing SSNE var haldið í fjarfundi 9. og 10. október.

Stöðufundir AST og viðbragðsteymi Þingeyjarsveitar. Reglulegum fundum með viðbragðsteymi Þingeyjarsveitar og skólastjórum hefur aftur verið komið á.

Fundur með Ásahreppi. Ásahreppur og Þingeyjarsveit eru bæði í endurskoðun á aðalskipulagi en sveitarfélögin liggja saman og til umræðu var m.a. veglína og raforkuflutningur yfir Sprengisand.

Fundur með verkefnaráði Landsnets vegna Hólasandslínu. Framkvæmdir eru hafnar og verkinu miðar vel áfram.

Vaðlaheiðargöng. Umferð um Vaðlaheiðargöng er um 20% minni nú en á sama tíma í fyrra en hlutfallslega fara fleiri göngin en um Víkurskarð.

Þingeyjarsveit hefur gengið til samninga við Vodafone um fjarskiptaþjónustu en áður var sveitarfélagið hjá Símanum. Gengið var að tilboði Vodafone sem var hagstæðast hvað kostnað og gæði þjónustu varðar.

Fundur starfshóps um deiliskipulag á Þeistareykjum hefur fundað en skipulagslýsing deiliskipulags ferðaþjónustu á Þeistareykjum liggur nú fyrir og vinna starfshóps hafin að deiliskipulagsgerðinni.

Þingeyjarsveit sótti um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna Þeistareykja kr. 12.930.000 en umsóknarfrestur var til 6. október s.l.

     

9.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Fundargerð 887. og 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagðar fram til kynningar.

     

10.

Vatnajökulsþjóðgarður - Fundargerðir - 1810004

 

Fundargerð 87. fundar svæðisráðs vesturssvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Lögð fram til kynningar.

     

11.

Vegagerðin - Starfshópur, girðingar umbætur og hagræðing - 2009033

 

Settur hefur verið saman starfshópur á vegum allra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar með það markmið að móta samstarf helstu aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi umbætur og hagræðingu vegna girðinga.

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fundi slitið kl. 15:02