283. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

13.08.2020

283. fundur

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 13. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Freydís Anna Ingvarsdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá undir 6. lið; 2008005 - Færanlegt hús í Vaglaskógi: Kauptilboð og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.

Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um hljóðfæranám - 1908026

 

Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri dags. 22.07.2020 og 24.07.2020 þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms þriggja nemenda á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. auk 7. greinar reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumuni nemenda frá áriðnu 2011.

     

2.

Umsókn um styrk til sveitarfélaga á Norðurlandi eystra vegna opnunar kvennaathvarfs - 2008001

 

Lögð fram umsókn um styrk til sveitarfélaga á Norðurlandi eystra vegna opnunar kvennaathvarfs á Akureyri. Rekstur athvarfsins verður á ábyrgð Samtaka um kvennaathvarf en verður samvinnuverkefni samtakanna, Bjarmahlíðar, Aflsins, Félagsmálaráðuneytis, Dómsmálaráðuneytis og Akureyrarbæjar auk þess sem treyst er á að önnur sveitarfélög á Norðurlandi eystra taki þátt í verkefninu. Óskað er eftir styrk að fjárhæð 2,5 millj.kr. frá sveitarfélögunum innan SSNE sem skiptist milli sveitarfélaganna í sama hlutfalli og árgjöld SSNE.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu með styrk að fjárhæð 70.549 kr. sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2020.

     

3.

Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2008002

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 14.07.2020 þar sem Snæbjörn Þór Stefánsson sækir um rekstrarleyfi, flokkur II - Gististaður án veitinga, í Svartaborg á Rangá í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

     

4.

A.10 sjóður í Byggðaáætlun; Umsókn - 2008003

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 (Aðgerðir A.10-Almenningssamgöngur um land allt). Markmiðið er að styðja við þróun almenningssamgangna, sérstaklega út frá byggðalegum sjónarmiðum.

 

Sveitarstjórn samþykkir að senda inn sameiginlega umsókn með Skútustaðahreppi vegna frumhönnunar á hjóla- og gönguvegi milli Dimmuborga og Lauga.

     

5.

Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála: Tilkynning um kæru 67/2020 - 2008004

 

Lögð fram tilkynning um stjórnsýslukæru sem borist hefur úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 24.07.2020 þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 25.06.2020 um að samþykkja tillögu að nýju deiliskipulagi Fjósatungu. Úrskurðanefndin óskar eftir gögnum og gefur sveitarfélaginu 30 daga frest frá dagsetningu tilkynningar til þess að tjá sig um kröfuna, sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

 

Samþykkt að fela Jóni Jónssyni lögmanni að vinna greinargerð til úrskurðarnefndarinnar og gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

     

6.

Færanlegt hús í Vaglaskógi; Kauptilboð - 2008005

 

Fyrir liggur kauptilboð, dags. 1.07.2020 að upphæð 3,2 millj.kr., með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, í færanlegt hús í Vaglaskógi (Sjoppan, 40,1 m2 timburhús).

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og felur sveitarstjóra að skrifa undir kaupsamning á grundvelli kauptilboðsins.

     

7.

Fundaáætlun sveitarstjórnar - 1806012

 

Lögð fram fundaáætlun sveitarstjórnar fram á mitt næsta ár.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fundaáætlun. Fundaáætlun verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum.

     

8.

Samstarfsnefnd um sameiningarferli - Fundargerðir - 1906023

 

Fundargerð 10. fundar samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.

 

Lögð fram til kynningar.

     

 

Fundi slitið kl. 14:01.