273. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

13.02.2020

273. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 13. febrúar kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Friðrika Sigurgeirsdóttir, Sæþór Gunnsteinsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta tveimur málum á dagskrá með afbrigðum, undir 8. lið; Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 og undir 9. lið; Flugleiðahótel ehf. - Samningur og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

1.

Kynning: Nýtt hjúkrunarheimili og starf fjölmenningarfulltrúa - 2001035

 

Til fundarins mættu Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings og Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, fjölmenningarfulltrúi Norðurþings, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar og kynntu nýtt hjúkrunarheimili og starf fjölmenningarfulltrúa. 
  
Sigrún fór yfir markmið og verkefni fjölmenningarfulltrúa og næstu skref hennar í Þingeyjarsveit. Hlutverk fjölmenningarfulltrúa er m.a að skapa tengsl milli íbúa sveitarfélagsins og auka tækifæri til þátttöku og áhrifa. 
  
Kristján Þór fór yfir stöðu mála og feril framkvæmda hjúkrunarheimilisins sem byggt verður á Húsavík. Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili sem leysa mun af hólmi dvalar- og hjúkrunarheimilið Hvamm. Með tilkomu þess fjölgar hjúkrunarrýmum á svæðinu um sex. Framkvæmdasýsla ríkisins stendur nú fyrir hönnunarsamkeppni og er skilafrestur tillagna til 6. mars n.k. Reiknað er með að nýtt hjúkrunarheimili verði tekið í notkun í árslok 2023.

 

Sveitarstjórn þakkar Kristjáni Þór og Sigrúnu Björgu fyrir góðar kynningar.

     

2.

Félagsheimilið Ljósvetningabúð: Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi - 2002008

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 4.02.2020 þar sem Ólafur Ingólfsson sækir um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 15.02.2020 í Ljósvetningabúð   í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt tækifærisleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir   berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr.   b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

     

3.

Veiðifélag Reykjadalsár og   Eyvindarlækjar: Aðalfundarboð - 1902025

 

Lagt fram fundarboð   aðalfundar Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindalækjar sem haldinn verður á   Bollastöðum þriðjudaginn 18. febrúar n.k.

 

Samþykkt samhljóða að   Sigríður Hlynur H. Snæbjörnsson fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

     

4.

Skipan fulltrúa Þingeyjarsveitar til að vinna að markaðsmálum í samstarfi við Mývatnsstofu -   2002009

 

Fyrir liggur að skipa fulltrúa Þingeyjarsveitar til að vinna að markaðsmálum í samstarfi við   Mývatnsstofu þar sem samkomulag hefur náðst um markaðsstarf vegna ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit en félaginu Ferðamálasamtök Þingeyjarsveitar var slitið á dögunum.

 

Samþykkt að skipa Arnór Benónýson og Sigríði Hlyn H. Snæbjörnsson sem fulltrúa Þingeyjarsveitar til samstafs við Mývatnsstofu.

   
     

5.

Samningur um fyrsta áfanga endurskoðunar aðalskipulags - 2002007

 

Fyrir fundinum liggur samningur milli Alta ehf. og Þingeyjarsveitar um fyrsta áfanga endurskoðunar   aðalskipulags en á fundi sveitarstjórnar þann 16.01.2020 var samþykkt að ganga til samninga við Alta ehf.

 

Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

     

6.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - 2001042

 

Lagt fram bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dags. 20.01.2020 þar sem fram kemur að   sveitarfélög skuli skila uppfærðum húsnæðisáætlunum til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS) ár hvert. Uppfæra þarf Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2019-2023 í nokkrum liðum.

 

Sveitarstjóra falið að uppfæra húsnæðisáætlunina og skili inn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

     

7.

Trúnaðarmál – 2002010

 

Fært í trúnaðarmálabók.

     

8.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - 2002012

 

Fyrir liggur til umræðu viðauki við fjárhagsáætlun 2020 vegna óska Eyþings um viðbótarframlag til   reksturs á árinu vegna sérstakra aðstæðna. Fjárhæð viðaukans er kr. 434.549 og kemur til hækkunar fjárheimilda til málaflokks 21 - Sameiginlegur kostnaður.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 434.549, viðbótarframlagi til málaflokks 21-Sameiginlegur kostnaður, sem mætt verður með handbæru fé.

     

9.

Flugleiðahótel ehf.: Samningur - 2002011

 

Tekin til umræðu drög að samkomulagi um lok leigusamnings milli Flugleiðahótels ehf., Tjarna hf. og   Þingeyjarsveitar. Í gildi eru leigusamningar vegna rekstur Hótel Eddu Stórutjörnum, við Þingeyjarsveit annars vegar og Tjarnir hf. hinsvegar, sem gilda til hausts 2023, en eru með 18. mánaða uppsagnarfrest. Í október 2019 var samningum þessum sagt upp af Flugleiðahótelum, sem hafa jafnframt óskað eftir að vera ekki með rekstur þar sumarið 2020, þrátt fyrir ákvæði samninga þar um.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að ganga til samninga við Flugleiðahótel ehf. á grundvelli fyrirliggjandi draga að samkomulagi að höfðu samráði við stjórn Tjarna hf.

     

10.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Fundargerðir 877. og 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagðar fram til kynningar.  

     

 

 

 

 

Fundi slitið kl. 15:33