272. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

30.01.2020

272. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 30. janúar kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson

Margrét Bjarnadóttir

Árni Pétur Hilmarsson

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Ásvaldur Ævar Þormóðsson

Freydís Anna Ingvarsdóttir

Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

 

 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir

 

1.   Félagsheimilið Breiðamýri: Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi - 2001003

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 21.01.2020 þar sem Borgar Þórarinsson, húsvörður í Félagsheimilinu Breiðamýri, sækir um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 1.02.2020 í Félagsheimilinu Breiðamýri í Þingeyjarsveit.

 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt tækifærisleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

                             

2.   Stórutjarnaskóli: Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi - 1901030

 Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 17.01.2020 þar sem Jón Illugason, forsvarsmaður, sækir um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 1.02.2020 í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt tækifærisleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

3. Framhaldsskólinn á Laugum: Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi - 1902020

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 23.01.2020 þar sem Arna Kristín Sigfúsdóttir, forsvarsmaður, sækir um tækifærisleyfi vegna Tónkvíslar - Söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum í íþróttahúsinu á Laugum í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt tækifærisleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

                              

4.   Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð - 1804018

 Lögð fram fundargerð 121. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 23.01.2020. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í átta liðum.

1. liður fundargerðar; Einbúavirkjun.

Sveitarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum að gerð verði skipulags- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 160/2000 í samræmi við tillögu Einbúavirkjunar ehf. í frummatsskýrslu um Einbúavirkjun. Skipulagsfulltrúa falin málsmeðferð við gerð lýsingar í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.

Jóna Björg Hlöðversdóttir og Freydís Anna Ingvarsdóttir sátu hjá við afgreiðslu þessa liðar.

 

2. liður fundargerðar; Hólasandslína, beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytingartillöguna á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni athugun Skipulagsstofnunar á breytingartillögunni eins og 3. mgr. 30. gr. fyrrgreindra laga mælir fyrir um. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um málsmeðferð skv. gildandi lögum og reglum.

 

4. liður fundargerðar; Vaglaskógur, breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Vaglaskógar með áorðnum breytingum í samræmi við athugasemd frá Vegagerðinni. Skipulagsfulltrúa falin málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

5. liður fundargerðar; Ný lega Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn.

Sveitarstjórn samþykkir að óska þess að núverandi vegur standi áfram sem tengivegur að Vaðsbæjum og Skriðuhverfi. Þá samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar um að setja þann fyrirvara að brúin verði aðeins opin fyrir umferð eftir því sem ástand hennar leyfir.

 

7. liðir fundargerðar; Lappland, sameining lóða í landi Sigríðarstaða.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

                              

5.   Gjaldskrár um hundahald í Þingeyjarsveit - 1911031

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt að vísa frekari breytingum á gjaldskrá um hundahald til umræðu og afgreiðslu næsta fundar. Til þess að breyta gjaldskrá um hundahald þarf að endurskoða samþykkt sveitarfélagsins um hundahald.

Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna drög að nýrri samþykkt um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu og drög að nýrri gjaldskrá sem byggir á þeim.

                              

6.   Sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu: Samningur - 1806017

Lagður fram til fyrri umræðu samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu. Aðildarsveitarfélög samningsins eru Norðurþing, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Langanesbyggð, Svalbarðshreppur og Tjörneshreppur. Ofangreind sveitarfélög mynda sameiginlegt þjónustusvæði í Þingeyjarsýslum um félagsþjónustu, barnavernd og þjónustu við fatlað fólk þar sem Norðurþing er leiðandi sveitarfélag.

Samþykkt að vísa samningnum til síðari umræðu, sbr. 1. mgr. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

 

                              

7.  Fjölmenningarfulltrúi: Samstarfssamningur - 1910008

Lagður fram samstarfssamningur um starf fjölmenningarfulltrúa í sveitarfélögunum Norðurþingi, Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit en sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 10.10.2019 að ráða fjölmenningarfulltrúa í hlutastarf. Samningurinn felur í sér að starfsmaður í fullt starf sinni fjölmenningarmálum innan þessara þriggja sveitarfélaga og annist m.a. upplýsingagjöf til nýrra íbúa, gerð kynningarefnis fyrir nýja íbúa og sinni tengslamyndun við þann hóp.

                Sveitarstjórn samþykkir samninginn.

 

 

                              

8.  Fundaáætlun sveitarstjórnar: Breyting - 1806012

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu að breytingu á fundaáætlun sveitarstjórnar:

Í stað fundar sem áætlaður var 27. febrúar, verður fundur 5. mars og fundur sem áætlaður var 26. mars fellur niður vegna Landsþings sveitarfélaga.

                Samþykkt samhljóða.

 

                              

9. Skýrsla sveitarstjóra - 1903026

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.

Fjarfundamenning, Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á formlegum fundum sveitarstjórnar og nefnda.

Þeistareykir, vinna deiliskipulags og fundur með Umhverfisstofnun.

Staða mála á hönnunarvinnu í Seiglu vegna fyrirhugaðs flutnings skrifstofu.

Fundur með Vegagerðinni þar sem farið var yfir vetrarþjónustu Vegagerðarinnar og snjómokstur í sveitarfélaginu.

Undirritun samstarfssamnings og samkomulags um sameiningu almannavarnanefnda í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði.

Endurskoðun á innkaupareglum sveitarfélagsins í ljósi breytinga á lögum um opinber innkaup o.fl.

                              

10.  Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1804023

      Fundargerð 17. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga bs.

      Lögð fram til kynningar.

                              

11. Dvalarheimili aldraðra sf.: Fundargerðir - 1806047

    Fundargerð 11. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf.

      Lögð fram til kynningar.

                        

12.  Samstarfsnefnd um sameiningarferli - Fundargerðir - 1906023

         Fundargerðir 5. og 6. fundar samstarfsnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.

          Lagðar fram til kynningar.

                              

Fundi slitið kl. 15:15