270. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

13.12.2019

270. fundur

haldinn í Kjarn föstudaginn 13. desember kl. 10:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir (í fjarfundi), Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
270. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar haldinn í Kjarna,

föstudaginn 13. desember 2019, kl.  10:00.

Fundinn sátu:

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir (í fjarfundi), Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson og Dagbjört Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

1.

Gjaldskrár 2020: Seinni   umræða - 1911031

 

Gjaldskrár 2020 teknar til síðari umræðu og lagðar fram til samþykktar.
 
  Sundlaugin á Laugum - óbreytt
  Heimaþjónusta - óbreytt (tekur breytingum skv. vísitölu neysluverðs)
  Fasteignaskattur, lóðarleiga, fráveita- og vatnsgjald - óbreytt en   tekjuviðmið afsláttar hækkuð
  Félagsheimili - hækkun 2,5%
  Útleiga á borðbúnaði og áhöldum félagsheimila í Þingeyjarsveit - óbreytt
  Seigla, miðstöð sköpunar - óbreytt
  Flateyjarhöfn á Skjálfanda - hækkun 2,5%
  Leikskólar - óbreytt
  Tónlistarskólar - óbreytt
  Dagforeldrar - óbreytt
  Mötuneyti leik- og grunnskóla - óbreytt
  Hundahald - óbreytt
  Sorphirða - hækkun 15% á íbúðarhús en óbreytt á sumarhús
  Hreinsun, tæming og losun rotþróa - hækkun 2,5%
  Hitaveita - hækkun 2,5%
  Brunavarnir - óbreytt

 

Framlagðar gjaldskrár Þingeyjarsveitar 2020 að undanskyldri gjaldskrá Sundlaugarinnar á Laugum   samþykktar samhljóða.

Gjaldskrá Sundlaugarinnar   á Laugum 2020 samþykkt með fimm atkvæðum. Sigríður Hlynur greiddi atkvæði á móti og Jóna Björg sat hjá. 
Gjaldskrár 2020 verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum.  

     

2.

Fjárhagsáætlun 2020-2023:   Seinni umræða - 1910006

 

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2020-2023 lögð fram til síðari umræðu og afgreiðslu ásamt þeim breytingum sem gerðar hafa verið milli umræðna. 
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni. 
  
Í fjárhagsáætlun 2020 eru skatttekjur 985 m.kr. og heildar tekjur 1.271 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 8,5 m.kr. og rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 3,9 m.kr. Veltufé frá rekstri er 56 m.kr. og áætlaðar fjárfestingarhreyfingar eru um 115,7 m.kr. Gert er ráð fyrir nýrri lántöku á árinu 2020 að fjárhæð 120 m.kr. 
  
Helstu fjárfestingar á næsta ári eru gatnagerð vegna nýbygginga, endurbætur á eldhúsi í Stórutjarnaskóla og flutningur skrifstofu sveitarfélagsins í Seiglu að því gefnu að samningar náist um að heilsugæsla og aukin þjónusta við íbúa verði í núverandi húsnæði skrifstofunnar í Kjarna. 
  
Í þriggja ára áætluninni er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu A hluta og samstæðu A og B hluta öll árin og lántöku upp á 65 m.kr. næstu tvö ár og 75 m.kr. árið 2023. 
  
Áfram verður boðið uppá fríar máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum sem og frí námsgögn. Frístundastyrkur barna og ungmenna verður óbreyttur eða 15.000 kr. Raunlækkun verður á gjaldskrám til að mynda í leik- og   tónlistarskólum, sundlaug o.fl. þar sem þær haldast óbreyttar. 
  
Aðrar gjaldskrár fylgja verðlagsþróun og hækka um 2,5% en sorphirðugjöld á íbúðarhús hækka um 15% til þess að mæta kostnaði við sorphirðu, gjöld á sumarhús haldast þó óbreytt. Tekjumörk eldri borgara og öryrkja við innheimtu fasteignaskatts lækka töluvert sem mun leiða til þess að fleiri njóta afsláttar.

 

Framlögð fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árin 2020-2023 samþykkt samhljóða.

     

3.

Slökkvilið- Viðauki -   1912017

 

Samkvæmt fundargerð   Brunavarnarnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 27.02.2019 er lögð fram tillaga að skipulagsbreytingu á slökkviliðinu vegna nýrrar reglugerðar. Um er að ræða viðbragðsvaktir frá og með 1.06.2019. Sveitarstjórn staðfesti fundargerðina á fundi sínum 7.03.2019 og óskar sveitarstjóri eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 3.700.000 kr. vegna þess.

 

Sveitarstjórn samþykkir viðauka að fjárhæð 3.700.000 kr. við fjárhagsáætlun 2019 vegna viðbragðsvakta   slökkviliðsins sem mætt verði með handbæru fé.

     

4.

Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018

 

Frestað.

     

5.

Stýrihópur Nýsköpunar í norðri - Fundargerðir - 1911007

 

Fundargerð 3. fundar stýrihóps Nýsköpunar í norðri.

 

Lagt fram til kynningar.

     

6.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Fundargerð 876. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Í lok fundar tók sveitarstjórn til umræðu atburði síðustu daga vegna óveðursins sem gekk yfir landið.

 

Sveitarstjórn tekur undir bókanir sveitarstjórna Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Húnaþings vestra en þar segir m.a.:

 

„Það er óviðunandi á árinu 2019 að í kjölfar óveðurs skuli tugþúsundir manna verða innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman, auk þess að njóta bágborinna fjarskipta og upplýsinga um hvaða endurbótum og lagfæringum liði. Ekki er boðlegt að stefna hundruðum manna út í mannskaðaveður, með tilheyrandi hættu, til að ráðast í lagfæringar á innviðum sem hefði þegar átt að vera búið að byggja upp með því öryggi sem tilheyrir 21. öldinni“

 

„Það er algerlega óviðunandi að grunnstofnanir samfélagsins, RARIK, Landsnet og fjarskiptafyrirtækin hafi ekki verið betur undirbúin og mönnuð á svæðinu en raun ber vitni. Aftur á móti voru Björgunarsveitirnar og Rauði krossinn, sem rekin eru í sjálfboðavinnu, vel undirbúin og komin með tæki og fólk á staðinn áður en veðrið skall á.“

 

Í þeim veðurofsa sem gekk yfir landið síðustu daga kom í ljós að íbúar Þingeyjarsveitar búa við verra fjarskiptaöryggi núna en fyrir 20 árum síðan, í dag erum við með fullkomnari fjarskiptakerfi en ljóst er við uppsetningu á þeim var þess ekki gætt að fullnægjandi varaafl væri fyrir hendi enda brugðust flest kerfi. Á öllum helstu fjarskiptastöðvum þarf að vera alvöru varaafl sem heldur til lengri tíma. Sveitarstjórn fer fram á fundi með stjórnendum Landsnets, RARIK og Símans hf. vegna atburða síðast liðna daga.

Þá vill sveitarstjórn koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem brugðust við ástandinu sem upp kom í sveitarfélaginu vegna óveðursins sem gekk yfir.

 

 

 

Fundi slitið kl. 12:26