268. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

21.11.2019

268. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 21. nóvember kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson og Dagbjört Jónsdóttir.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum undir 3. lið; 1804034-Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerð og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.

Fjárhagsáætlun   2020-2023: Fyrri umræða - 1910006

 

Fjárhagsáætlun   Þingeyjarsveitar 2020-2023 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjóri fór yfir   áætlunina ásamt skrifstofustjóra sem sat fundinn undir þessum lið.

 

Samþykkt   með vísan í 3. gr. laga um tekjustofn sveitarfélaga nr. 4/1995 að   fasteignaskattur fyrir árið 2019 verði óbreyttur eða 0,625% í A flokki, 1,32%   í B flokki og 1,65% í C flokki. 
Sveitarstjórn vísar frekari umræðu um fjárhagsáætlun 2020-2023 til næsta   fundar.

     

2.  

Gjaldskrár   2020: Fyrri umræða - 1911031

 

Gjaldskrár   Þingeyjarsveitar 2020 teknar til fyrri umræðu. Sveitarstjóri lagði fram   uppfærðar gjaldskrár samkvæmt fyrri umræðum og tekjulið fjárhagsáætlunar   2020.

 

Sveitarstjórn   vísar gjaldskrám 2020 til síðari umræðu.

     

3.  

Félags-   og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1804034

 

Lögð   fram fundargerð 63. fundar Félags- og menningarmálanefndar frá 20.11.2019. Hlynur   gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum.

 

Sveitarstjórn   staðfestir fundargerðina og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

     

4.  

Veiðifélag   Fnjóskár - Aðalfundarboð - 1911032

 

Lagt   fram aðalfundarboð Veiðifélags Fnjóskár sem haldinn var 20. nóvember s.l. í   Skógum í Fnjóskadal. Samþykkt var með tölvupósti milli funda að Margrét   Bjarnadóttir færi með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

Sveitarstjórn   staðfestir afgreiðsluna.

     

5.  

Landgræðslan:   Styrkbeiðni vegna Bændur græða landið o.fl. verkefna - 1911025

 

Tekið   fyrir erindi frá Daða L. Friðrikssyni f.h. Landgræðslu ríkisins, dags.   12.11.2019 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 280.000 kr. vegna   samstarfsverkefnisins Bændur græða landið og annarra verkefna í Þingeyjarsveit.  

 

Sveitarstjórn   samþykkir styrk til verkefnisins að fjárhæð 280.000 kr. Útgjöld rúmast innan   gildandi fjárhagsáætlunar 2019. Jóna Björg og Margrét tóku ekki þátt í   afgreiðslu undir þessum lið vegna vanhæfis.

     

6.  

Sóknarnefnd   Grenjaðarstaðarkirkju: Styrkbeiðni - 1911030

 

Tekið   fyrir erindi frá sóknarnefnd Grenjaðarstaðarkirkju, dags. 17.11.2019 þar sem   óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna tækjabúnaðar sem settur hefur   verið upp í kirkjunni til útvarpssendinga.

 

Sveitarstjórn   samþykkir að styrkja sóknarnefnd Grenjaðarstaðarkirkju að fjárhæð 200.000 kr.   vegna tækjabúnaðar og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

     

7.  

Skipulags-   og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018

 

Lögð   fram fundargerð 119. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 13.11.2019. Jóna   Björg gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í tíu liðum.

 

2.   liður fundargerðar; Vaglaskógur, breyting á deiliskipulagi. 
Sveitarstjórn samþykkir að breytingartillagan verði grenndarkynnt fyrir   Vegagerðinni og Minjastofnun sem óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2.   mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa   málsmeðferð vegna grenndarkynningarinnar eins og 44. gr. skipulagslaga nr.   123/2010 mælir fyrir um. 
  
3. liður fundargerðar; Vegagerðin, ný lega Norðausturvegar 85-02 um   Skjálfandafljót í Kinn. 
Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breytingartillaga á aðalskipulagi þar   sem fyrirhuguð veglína verður samkvæmt leiðum 2A vestan Garðsnúps og 2C austan   hans, skv. tilögum Vegagerðarinnar. Einnig verði fyrirhuguð tenging   Útkinnarvegar sett í breytingartillöguna. 
  
6. liður fundargerðar; Fornhólar, stofnun lóðar. 
 Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að annast   málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. 
  
7. liður fundargerðar; Ingjaldsstaðir, stofnun lóðar um gamla íbúðarhúsið 
 Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að annast   málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. 
  
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.

     

8.  

Einbúavirkjun   - 1908034

 

Tekið   fyrir erindi frá Hilmari Ágústssyni f.h. Einbúavirkjunar ehf. dags.   19.11.2019, þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar   vegna undirbúnings á fyrirhuguðum framkvæmdum við Einbúavirkjun í Bárðardal.

 

Sveitarstjórn   vísar erindinu til Skipulags- og umhverfisnefndar.

     

9.  

Héraðsnefnd   Þingeyinga: Fundargerðir - 1804023

 

Fundargerðir   15. fundar framkvæmdastjórnar HNÞ og 9. fundar fulltrúaráðs HNÞ.

 

Lagt   fram til kynningar.

     

10.  

Samtök   orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1804007

 

Fundargerð   39. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

 

Lagt   fram til kynningar.

     

11.  

Stýrihópur   Nýsköpunar í norðri: Fundargerðir - 1911007

 

Fundargerð   2. fundar stýrihóps Nýsköpunar í norðri.

 

Lagt   fram til kynningar.

     

12.  

Dvalarheimili   aldraðra sf.: Fundargerðir - 1806047

 

Fundargerð   10. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra.

 

Lagt   fram til kynningar.

     

Fundi slitið kl. 16:44