265. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

10.10.2019

265. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 10. október kl. 13:00

Fundarmenn

Fundinn sátu:

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, Ásvaldur Ævar Þormóðsson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

265. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar

haldinn í Kjarna, fimmtudaginn 10. október 2019, kl.  13:00.

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta þremur málum á dagskrá með afbrigðum, undir 6. lið; Nýsköpun í norðri: Stýrihópur -1909032, undir 7. lið; Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 -1903011 og undir 8. lið; Samband íslenskra sveitarfélaga: Tilnefning í samráðsnefnd um fiskeldi – 1909037.

Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

1.

Fjárhagsáætlun 2020: Forsendur og undirbúningur   - 1910006

 

Umræða tekin um forsendur og undirbúning   fjárhagsáætlunar 2020-2023 sem nú er í vinnslu. Samkvæmt Þjóðhagsspá Hagstofu   Íslands frá 1. júlí s.l. er gert ráð fyrir að verðbólga verði 3,2% á næsta   ári og 2,6% síðustu ár spátímabilsins 2021-2023. Þá er gert ráð fyrir að   launavísitala í heild hækki um 5,5% árið 2020. Hagstofan mun birta vetrarspá   sína í byrjun nóvember n.k.
 
  Vinnufundur sveitarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar verður miðvikudaginn 23.   október n.k. kl. 14:30
  Fjárhagsáætlun til næstu fjögurra ára verður tekin til fyrri umræðu í   sveitarstjórn 21. nóvember n.k. og til seinni umræðu og afgreiðslu þann 5.   desember.
  Skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.

 

Sveitarstjórn samþykkir með vísan í 1. mgr. 23.   gr. laga um tekjustofn sveitarfélaga nr. 4/1995 að álagningarhlutfall útsvars   fyrir árið 2020 verði óbreytt eða 14,52%. Vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023   framhaldið.

     

2.

Umferð við Goðafoss: Svar við erindi - 1810029

 

Í bréfi sem sent var Vegagerðinni þann   10.07.2019 lýsti sveitarstjórn áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem getur   skapast við einbreiðu brúna yfir Skjálfandafljót við Goðafoss og óskaði eftir   því að brugðist yrði við með umferðarstýrðum ljósum.
 
  Svar hefur borist frá Vegagerðinni þar sem ekki er talið tímabært að huga að   ljósastýringu á þessum stað m.a. vegna þess að ætla megi að hætta á   aftanákeyrslum aukist við það. Þá hefur lögbundinn hámarkshraði verið   lækkaður í 50 km/klst. við brúna og merkingar stórauknar. Vonir eru bundnar   við að þær aðgerðir auki umferðaröryggi.

 

Sveitarstjórn þakkar fyrir svarið og skilur þau   rök sem þar koma fram. Sveitarstjórn leggur til í ljósi þessa að Vegagerðin   hraði framkvæmdum við nýja brú sem nú þegar er á skipulagi.

     

3.

Fasteignir sveitarfélagsins - 1906024

 

Tekin til umræðu fasteign sveitarfélagsins,   þjónustumiðstöð (Sjoppan) í Vaglaskógi F2227517.

 

Samþykkt samhljóða að selja húsnæðið til   flutnings og sveitarstjóra falið að koma því í söluferli.

     

4.

Umsókn um stuðning Jöfnunarsjóðs við   sameiningarviðræður: Svar við umsókn - 1908032

 

Lagt fram bréf   frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 8.10.2019 vegna umsóknar   samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps,   þar sem óskað var eftir framlagi úr Jöfnunarsjóði að upphæð 29 m.kr. til að   mæta kostnaði vegna undirbúnings á kynningu sameiningartillögu og framkvæmd   atkvæðagreiðslu á grundvelli reglna nr. 295/2003.

 

Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkir   úthlutun framlagsins.
  Þá var einnig samþykkt fjárhæð að upphæð 20 m.kr. vegna verkefnisins Nýsköpun   í norðri en verkefnið miðar að því að sameinað sveitarfélag verði í   fararbroddi í baráttu við loftlagsbreytingar þar sem verði tekið mið af tæknibreytingum   og tækifærum tengdum þeim og byggðir upp innviðir sem treysta samkeppnishæfni   svæðisins til lengri tíma.

     

5.

Fjölmenningarstefna - 1910008

 

Tekin til umræðu fjölmenningarstefna í   Þingeyjarsveit og mikilvægi þess að sveitarfélagið setji sér stefnu og   aðgerðaráætlun. Fjölmenningarstefna skal taka mið af gildandi lögum og ýmsum   alþjóðasamningu s.s. Barnasáttmála SÞ.

 

Sveitarstjórn samþykkir að ráða   fjölmenningarfulltrúa í hlutastarf í samstarfi við Norðurþing og vísar til   gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

     

6.

Nýsköpun í norðri: Stýrihópur - 1909032

 

Fyrir liggur að skipa í stýrihóp vegna   verkefnisins Nýsköpun í norðri.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Arnór   Benónýsson, Jónu Björgu Hlöðversdóttur og Ásvald Ævar Þormóðsson sem fulltrúa   Þingeyjarsveitar í stýrihóp vegna verkefnisins Nýsköpun í norðri og Margréti   Bjarnadóttur og Sigríði Hlyn H. Snæbjörnsson til vara.

     

7.

Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar   2010-2022 - 1903011

 

Umræða tekin um endurskoðun aðalskipulags. Í   samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 þarf   sveitarstjórn að taka saman lýsingu á verkefninu og kynna fyrir   Skipulagsstofnun, almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

 

Sveitarstjórn samþykkir að ganga til viðræðna   við Alta ráðgjöf um gerð skipulagslýsingar vegna endurskoðunar á   Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar.

     

8.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Tilnefning í samráðsnefnd um   fiskeldi - 1909037

 

Tekin til umræðu öðru sinni tilnefning stjórnar   Sambands íslenskra sveitarféaga í samráðsnefnd um fiskeldi skv. 19. lið   fundargerðar 873. fundar stjórnar frá 30.08.2019.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra   að senda stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga erindi þar sem óskað er   eftir frekari rökstuðningi sambandsins við skipan fulltrúa í samráðsnefnd um   fiskeldi samanber fyrri bókun sveitarstjórnar frá 26.09.2019.

     

9.

Skýrsla sveitarstjóra - 1903026

 

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri fór yfir   helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.

 

Miðhálendisþjóðgarður og áherslur nefndar í   drög að lagafrumvarpi sem birt verður í samráðsgátt stjórnvalda.
  Áheyrnarfulltrúi í stjórn Norðurorku hf.
  Nýtt bókhaldskerfi sem tekið verður í notkun n.k. áramót.
  Framkvæmdum við Goðafoss miðar vel.
  Framkvæmdir í Hitaveitu, endurnýjun á lögn milli Laugafells og Laugabóls.
  Svar við umsókn um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs hefur enn ekki borist.
  Fundur með þingmönnum kjördæmisins 30. september 2019.
  Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 3. og 4. október 2019.

     

10.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir -   1804006

 

Fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands   íslenskra sveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar.

     

11.

Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir -   1804007

 

Fundargerð 38. Fundar stjórnar Samtaka   orkusveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar.

     

Fundi slitið kl. 15:07.