254. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

11.04.2019

254. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 11. apríl kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Friðrika Sigurgeirsdóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Hlynur Snæbjörnsson, Hanna Jóna Stefánsdóttir og Ásvaldur Ævar Þormóðsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum undir 15. lið; Veiðifélag Skjálfandafljóts: Aðalfundarboð 2019 - 1904022. Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2018: Fyrri umræða - 1904006

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2018 ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til fyrri umræðu. Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi sveitarfélagsins mætti til fundarins og fór yfir reikninginn.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2018 var jákvæð um 26,0 millj. kr. fyrir A og B hluta og jákvæð um 28,6 millj. kr. í A hluta. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018 með viðaukum var gert ráð fyrir 12,7 millj. kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu A og B hluta. Frávikið skýrist af hærri Jöfnunarsjóði og öðrum tekjum en áætlað var sem og aðhaldi í rekstri.

Rekstrartekjur A og B hluta námu 1.125,3 millj. kr. á árinu 2018 samanborið við 1.113,2 millj. kr. árið áður sem er hækkun um 1,1% milli ára.

Rekstrargjöld A og B hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld og annar rekstrarkostnaður námu 1.026,0 millj. kr. á árinu 2018 samanborið við 944,4 millj. kr. árið áður sem er 8,6% hækkun milli ára.

Samkvæmt sjóðsstreymisyfirliti ársins 2018 nam veltufé frá rekstri 83,4 millj. kr. á árinu samanborið við 147,0 millj. kr. á fyrra ári. Handbært fé frá rekstri nam 113,0 millj. kr. á árinu samanborið við 154,8 millj. kr. á fyrra ári. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum nam 43,3 millj. kr. á árinu.

Eigið fé nam 339,3 millj. kr. í árslok, samanborið við 311,1 millj. kr. árið áður. Eiginfjárhlutfall nemur 38,4% í árslok. Skuldahlutfall sveitarfélagsins fer lækkandi, er 48,3% í A og B hluta í árslok 2018 en var 51,0% í árslok 2017.

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki Þingeyjarsveitar góðan árangur í rekstri sveitarfélagsins og vísar ársreikningi 2018 til seinni umræðu í sveitarstjórn.

Þorsteinn Þorsteinsson yfirgaf fundinn

2. Útboð skólaaksturs - 1904008

Undirbúningur útboðs vegna skólaaksturs stendur yfir og sveitarstjóri lagði fram kostnaðaráætlun frá Ríkiskaupum vegna vinnu og framkvæmd útboðsins. Rætt um að skipa í vinnuhóp vegna undirbúnings og vinnu við útboðslýsingu.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kostnaðaráætlun Ríkiskaupa og samþykkir kr. 500 þ.kr. sem viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem mætt verði með handbæru fé. Einnig samþykkir sveitarstjórn að skipa Arnór Benónýsson, Margréti Bjarnadóttur og Sigurð Hlyn Snæbjörnsson ásamt sveitarstjóra í vinnuhóp vegna undirbúnings og vinnu við útboðið.                   

3. Húsnæðismál: Sala eigna - 1808029

Sveitarstjóri óskaði eftir heimild til að auglýsa Iðjugerði 2 og Víðigerði 2 til sölu í framhaldi af fyrri umræðum sveitarstjórnar um sölu fasteigna sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftirfarandi fasteignir sveitarfélagsins, Iðjugerði 2 og Víðigerði 2 til sölu og felur sveitarstjóra að koma þeim í söluferli.

4. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Samningur - 1804042

Lagður fram samningum frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða um styrk til Þingeyjarsveitar vegna lokaframkvæmda við Goðafoss að fjárhæð 58.750.000 kr.

Samkvæmt lögum nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða, tryggja öryggi ferðamanna, vernda náttúru landsins og fjölga viðkomustöðum ferðafólks.

Framkvæmdir við Goðafoss fela í sér endurbætur á umhverfi og bætt aðgengi og öryggi ferðamanna á svæðinu. Verkefnið er að mestu lokið austan við fljót og langt komið verstan fljóts en áætlað er að ljúka framkvæmdum í sumar. Eftir er að malbika bílastæði, setja hellur á göngusvæði, ljúka göngustígagerð og endanlegum frágangi á svæðinu.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samningi og felur sveitarstjóra að skrifa undir.                    

5. Reglur um stofnframlög Þingeyjarsveitar - 1904009

Lagðar fram reglur um stofnframlög Þingeyjarsveitar samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016, með síðari breytingum, og reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir nr. 555/2016, með síðari breytingum. Sveitarstjórn samþykkti reglurnar í tölvupósti milli funda þann 29. mars s.l.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.                     

6. Húsnæðissjálfseignarstofnun (hses) - 1904010

Tekin til umræðu stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar, Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses.

Sveitarstjórn samþykkir að stofna Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. og leggja fram stofnframlag að upphæð 1.000.000 kr. og samþykkir þá fjárhæð sem viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem mætt verði með handbæru fé. Samþykkt að Arnór Benónýsson, Árni Pétur Hilmarsson og Sigurður Hlynur Snæbjörnsson sitji fyrirhugaðan stofnfund félagsins sem áætlaður er í byrjun maí.                      

7. Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2019-2026: Endurskoðuð áætlun - 1904020

Lögð fram endurskoðuð Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2019-2026.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlun.                     

8. Opnunartími sundlaugarinnar á Laugum: Erindi - 1903037

Fyrir fundinum liggur erindi frá Haraldi Bóassyni og Þóru Fríði Björnsdóttur, dags. 27.03.2019, eigendum Dalakofans á Laugum þar sem óskað er eftir að opnunartími Sundlaugarinnar á Laugum verði endurskoðaður í ljósi Vaðlaheiðarganga og aukinnar umferðar ferðafólks.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að kanna möguleika á að auka opnunartíma og bregðast við eftir því sem tilefni er til.                      

9. Forvarnir til framtíða: Erindi - 1904007

Lagt fram erindi frá Elvari Bragasyni f.h. Þú skiptir máli, félagasamtök um forvarnarstarf og Tónsmiðjunnar, dags. 27.03.2019 þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð 50.000 kr. vegna skapandi starfs fyrir ungt fólk í Norðurþingi og nágrenni með jákvætt forvarnargildi.

Sveitarstjórn samþykkir erindið. Útgjöld rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019.                      

10. Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018

Lögð fram 112. fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 02.04.2019. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum.

1. liður fundargerðar; Þeistareykjavirkjun, breyting á deiliskipulagi - 1902045

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi Þeistareykja með áorðnum breytingum vegna innkominna athugasemda umsagnaraðila og Skipulags- og umhverfisnefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að senda þeim sem athugasemdir gerðu, svör nefndarinnar við þeim og að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

2. liður fundargerðar; Þeistareykjavegur syðri, ósk um framkvæmdaleyfi - 1902017

Sveitarstjórn hefur kynnt sér matsskyldu framkvæmdar og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og bókun Skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir umsókn um lagningu Þeistareykjavegar syðri þegar breytt deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar hefur öðlast gildi og felur skipulagsfulltrúa í framhaldinu að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi drög að framkvæmdaleyfi, reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. liður fundargerðar; Vaglaskógur, breyting á deiliskipulagi - 1902042

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi Vaglaskógar með áorðnum breytingum vegna innkominna athugasemda umsagnaraðila og Skipulags- og umhverfisnefndarinnar eftir auglýsingu og felur skipulagsfulltrúa að senda þeim sem athugasemdir gerðu, svör nefndarinnar við þeim og að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.                     

11. Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1804034

Lögð fram 61. fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 08.04.2019. Hanna Jóna gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þremur liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.           

12. Málefni leikskóla - 1904016

Tekin til umræðu málefni leikskólanna í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn ítrekar samþykkt sína frá sveitarstjórnarfundi sem haldinn var 6. desember 2018 en þar staðfesti sveitarstjórn fundargerð fræðslunefndar, frá fundi hennar 27. nóvember 2018 en þar segir:

„Það er stefna sveitarstjórnar eins og kemur fram í fjárhagsáætlun að opnunartímar og sumarlokanir leikskóla sveitarfélagsins verði samræmdar þannig að sumarlokanir verði 5 vikur og leikskólarnir opnir frá kl. 07:45 til 16:15 alla daga. Fræðslunefnd mælir með þessum opnunartíma á meðan foreldrar/foreldri þurfi hans með. Þessir opnunartímar taki gildi í janúar 2019 svo framarlega sem það takist að manna breytingarnar. Fræðslunefnd mælir með því að opnunartími Barnaborgar verði sá sami og í Krílabæ og Tjarnarskjóli þ.e frá 07:45 til 16:15 mánudaga - föstudaga.“

Sveitarstjórn samþykkir að lágmarksaldur barna sem tekin eru inn í leikskólann skuli vera óbreyttur frá því sem nú er þar til lög um 12 mánaða fæðingarorlof taka gildi en þá skal inntökualdur miðast við þann mánaðafjölda.

Þá ítrekar sveitarstjórn að þessir opnunartímar miðast ekki við tiltekinn barnafjölda. Þörf telst vera fyrir hendi ef eitt barn þarfnast leikskólavistar.

Árni Pétur Hilmarsson yfirgaf fundinn að lokinni afgreiðslu þessa liðar.       

13. Heilsueflandi samfélag - 1904017

Sveitarstjóri gerði grein fyrir undirbúningsvinnu við að verða heilsueflandi samfélag í samstarfi við Embætti landlæknis þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Í heilsueflandi samfélagi er unnið markvisst lýðheilsustarf með lýðheilsuvísa, gátlista og önnur viðeigandi gögn til að meta stöðu með tilliti til þarfa íbúa á öllum æviskeiðum og forgangsraða í samræmi við þá greiningu. Meginmarkmið samstarfsins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn samþykkir að Þingeyjarsveit verði heilsueflandi samfélag og felur sveitarstjóra að skrifa undir og senda umsókn um þátttöku til Embættis landlæknis.                      

14. Sparisjóður Suður-Þingeyinga: Aðalfundarboð 2019 - 1903038

Lagt fram aðalfundarboð Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. sem haldinn verður fimmtudaginn 11.04.2019 kl. 20:00 í Skjólbrekku í Mývatnssveit.

Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.                    

15. Veiðifélag Skjálfandafljóts: Aðalfundarboð - 1904022

Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélags Skjálfandafljóts sem haldinn verður 20.04.2019 í Ljósvetningabúð.

Samþykkt að Árni Pétur Hilmarsson fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.                    

16. SÍMEY: Ársfundur 2019 - 1904013

Lagt fram fundarboð á ársfund Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar sem haldinn var miðvikudaginn 10.04.2019 að Þórsstíg 4 á Akureyri. Sveitarstjórn samþykkti í tölvupósti milli funda þann 29.03.2019 að Margrét Bjarnadóttir færi með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.                     

17. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2019 - 1904021

Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn var föstudaginn 29.03.2019 á Grand Hótel Reykjavík. Sveitarstjórn samþykkti í tölvupósti milli funda þann 29.03.2019 að sveitarstjóri færi með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.                     

18. Nefndarsvið Alþingis: 647. mál til umsagnar - 1904015

Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi umsögn, í tölvupósti milli funda þann 29.03.2019, um frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir of.l.) 647. mál, 149 löggjafaþing 2018-2019:

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir yfir andstöðu við framkomið frumvarp landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra til breytinga ýmsum ákvæðum laga nr. 71/2008 um fiskeldi. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir vonbrigðum með að ráðherra skuli ekki fara að fyrirmælum Alþingis um að fram fari heildarendurskoðun fiskeldislaganna. Ljóst er að verði fyrirliggjandi frumvarp samþykkt óbreytt sem lög frá Alþingi er efnt til stórfelldra átaka um fiskeldi um ókomna framtíð. Með frumvarpinu er rofin sú sátt sem undirrituð var um meðferð áhættumats í lögum af öllum nefndarmönnum í starfshópi um stefnumörkun í fiskeldi. Frumvarpið er ekki í samræmi við þá markmiðsyfirlýsingu er fram kemur í 2. mgr. 1. gr. núgildandi fiskeldislaga sem felur í sér að vöxtur og viðgangur fiskeldis megi ekki gerast á kostnað viðgangs og nýtingar villtra fiskistofna. Er ennfremur sérstaklega tekið fram í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 71/2008 að þegar ekki fara saman hagsmunir þeirra sem eiga veiðirétt samkvæmt lax- og silungsveiðilögum og hins vegar hagsmunir þeirra sem stunda fiskeldi eigi þeir síðarnefndu að víkja. Er fyrirliggjandi frumvarp því í andstöðu við markmiðsyfirlýsingu núgildandi laga auk þess að vera í andstöðu við ýmsar alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Notkun á framandi laxastofni í Íslenskir náttúru eykur aukinheldur verulega á hættu á stórslysi í íslenskri náttúru.

Sjálfbær nýting íslenska laxa- og silungastofna er dreifbýlinu mikilvæg. Samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans þá eru 69% af launakostnaði og hagnaði í landbúnaði á Vesturlandi vegna tekna af veiði og 27% á Norðurlandi. Samkvæmt sömu skýrslu hafa 3.400 lögbýli tekjur af lax- og silungsveiði. Þá leiðir skýrslan einnig í ljós að 60.000 Íslendingar stunda lax- og/eða silungsveiðar. Verndun þessarar auðlindar á því að vera leiðarljós við alla lagasetningu um fiskeldi.

Eignarrétturinn er friðhelgur og er raunveruleg hætta á því, m.a. með hliðsjón af þeirri reynslu sem nú liggur fyrir af sjókvíaeldi annarra þjóða, að sjókvíaeldið mun hafa verulega neikvæð áhrif á veiðihlunnindi landeiganda og verðmæti jarða og valda þannig stórkostlegu tjóni.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.                   

19. Skýrsla sveitarstjóra - 1903026

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni út starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.               

20. Forsætisráðuneytið: Fundarboð um málefni þjóðlendna - 1904005

Fundur á vegum forsætisráðuneytisins um málefni þjóðlendna 06.06.2019 í stjórnsýsluhúsinu í Norðurþingi að Ketilsbraut 7-9.

Lagt fram til kynningar.                    

21. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

Fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.                    

22. Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022 - 1904011

Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022.

Lagt fram til kynningar.                   

23. EFS: Almennt eftirlit 2019 - 1904012

Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.

Lagt fram til kynningar.                    

24. Markaðsstofa Norðurlands: Flugklasinn Air 66N - 1804011

Starf Flugklasans Air 66N 8. okt. 2018 - 31. mars 2019.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:13