245. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

22.11.2018

245. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, oddviti
Margrét Bjarnadóttir, aðalmaður
Einar Örn Kristjánsson, varamaður
Árni Pétur Hilmarsson, aðalmaður
Jóna Björg Hlöðversdóttir, aðalmaður
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, aðalmaður
Hanna Jóna Stefánsdóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Oddviti setti fund. Hann óskaði eftir að bæta á dagskrá undir 10. lið; Hellarannsóknarfélag Íslands: Erindi - 1811043 og undir 11. lið; Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf.: Fundarboð -1811044. Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá: 

1.      Gjaldskrár Þingeyjarsveitar 2019: Fyrri umræða -1811029

Gjaldskrár Þingeyjarsveitar 2019 teknar til fyrri umræðu. Sveitarstjóri lagði fram uppfærðar gjaldskrár samkvæmt fyrri umræðum og tekjulið fjárhagsáætlunar 2019. Áætlað er að almennt hækki gjaldskrár um 3% en gjaldskrár leikskóla og sundlaugarinnar á Laugum verði óbreyttar. Einnig er lagt til að hækka tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignaskatti eldri borgara og örorku- og ellilífeyrisþega.

Sveitarstjórn vísar gjaldskrám 2019 til síðari umræðu. 

  

2.      Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2019-2022: Fyrri umræða -1810027

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2019-2022 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjóri gerði grein fyrir áætluninni ásamt skrifstofustjóra sem sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt með vísan í 3. gr. laga um tekjustofn sveitarfélaga nr. 4/1995 að fasteignaskattur fyrir árið 2019 verði óbreyttur eða 0,625% í A flokki, 1,32% í B flokki og 1,65% í C flokki.

Sveitarstjórn vísar fjárhagsáætlun 2019-2022 til síðari umræðu.

 

3.      Stígamót: Fjárbeiðni -1811012

Fyrir fundinum liggur fjárbeiðni frá Þórunni Þórarinsdóttur f.h. Stígamóta, dags. 31. október s.l. þar sem óskað er eftir fjárstuðningi og samstarfi um reksturinn.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Stígamót um 100 þúsund krónur og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

 

4.      Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð frá 18.10.2018 -1804018

Lögð fram fundargerð 106. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 18. október s.l. Jóna Björg gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þremur liðum.

1. liður fundargerðar; Knútsstaðir, umsókn um landskipti.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna eins og viðkomandi lög og reglugerðir mæla fyrir um.

2. liður fundargerðar; Árhólar 2, umsókn um byggingarleyfi.

Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem í umræddu tilfelli verði heimilað aukið byggingarmagn og felur skipulags- og byggingarfulltrúa  málsmeðferð vegna breytingar á aðalskipulagi eins og 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um og felur honum jafnframt að grenndarkynna tillöguna fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. fyrrnefndra laga mælir fyrir um.

3. liður fundargerðar; Snæbjarnarstaðir lóð, umsókn um afmörkun landeigna.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og samþykkir afmörkun upprunalandsins Snæbjarnarstaða lóð, landeignarnúmer L153343. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast afmörkun landeignanna í Fasteignaskrá eins og viðkomandi lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

5.      Atvinnumálanefnd: Fundargerð frá 13.11.2018 -1810033

Lögð fram fundargerð 25. fundar Atvinnumálanefndar frá 13. nóvember s.l. Árni Pétur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í tveimur liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

6.      Forræði brunavarna í Vaðlaheiðargöngum: Samkomulag -1811027 

Lagt fram samkomulag milli Þingeyjarsveitar og Svalbarðsstrandahrepps um forræði brunavarna í Vaðlaheiðargöngum skv. 6. gr. reglugerðar nr. 614/2014 um brunavarnir í samgöngumannvirkjum. Svalbarðsstrandahreppur er með samning við Slökkvilið Akureyrar um rekstur slökkviliðs og eldvarna fyrir hönd hreppsins. Samkomulag sveitarfélaganna er um

að Slökkvilið Akureyrar fari með forræði brunavarna í Vaðlaheiðargöngum fyrir hönd Svalbarðsstrandahrepps.

Sveitarstjórn samþykkir samkomulagið og felur sveitarstjóra að skrifa undir það fyrir hönd Þingeyjarsveitar.

 

7.      Brunavarnanefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Erindisbréf  -1811028

Lagt fram erindisbréf Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sem staðfest var á fundi nefndarinnar þann 1. nóvember s.l.

Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið.

 

8.      Skútustaðahreppur: Samkomulag -1811039

Sveitarstjóri lagði fram til kynningar drög að samkomulag milli Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps um aðgengi barna og ungmenna í Skútustaðahreppi að sundlauginni á Laugum.

 

9.      Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Verklagsreglur -1804023

Fyrir fundinum liggur bréf frá reikningsskila- og upplýsinganefnd ráðuneytisins, dags. 7.11.2018 varðandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Það eru sérstök tilmæli nefndarinnar að bréfið verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna drög að verklagsreglum um gerð viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn.

 

10.  Hellarannsóknarfélag Íslands: Erindi -1811043

Lagt fram erindi frá Árna B. Stefánssyni, dags. 21. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir     formlegum viðræðum f.h. Hellarannsóknarfélags Íslands við Þingeyjarsveit um samstarf og    verndun, varðveislu og hugsanlegri nýtingu hraunhella í landi sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til Skipulags- og umhverfisnefndar til frekari      umræðu.

            

11.  Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf.: Fundarboð -1811044

Lagt fram fundarboð hluthafafundar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf. sem haldinn verður 26. nóvember n.k. á Fosshótel Húsavík.

Samþykkt að Arnór Benónýsson fari með umboð Þingeyjarsveitar á hluthafafundinum.

 

12.  Héraðsnefnd Þingeyinga bs: Fundargerð fulltrúaráðs -1804023

Fundargerð 8. fundar fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. – lagt fram til kynningar.  

 

13.  Dvalarheimili aldraðra sf.: Fundargerðir -1806047

Fundargerðir DA frá 04.07.2018, 12.07.2018, 09.10.2018 og 14.11.2018 – lagt fram til kynningar.

 

14.  Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: Ný reglugerð -1811014

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, ný reglugerð – lögð fram til kynningar.

  

Fleira ekki gert og fundi slitið 15:15