239. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

16.08.2018

239. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 16. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, oddviti

Margrét Bjarnadóttir, varaoddviti

Helga Sveinbjörnsdóttir, aðalmaður

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, varamaður

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, aðalmaður

Hanna Jóna Stefánsdóttir, aðalmaður

Sigurbjörn Árni Arngrímsson, varamaður

 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir

Oddviti setti fund. Hann óskaði eftir að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum undir 8. lið; 1808021- Ungmennafélagið Bjarmi – 110 ára afmæli. Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.      Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar – Fyrri umræða - 1806050

Á fundi sveitarstjórnar þann 27. júní s.l. var samþykkt að endurskoða nokkur ákvæði í núgildandi samþykktum sveitarfélagsins. Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins lögð fram með áorðnum breytingum til fyrri umræðu.

Samþykkt að vísa samþykktunum til síðari umræðu.

 

2.      Hreinsun og endurnýting svartvatns á Hólasandi – Beiðni um umsögn - 1808001

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 20.07.2018, beiðni um umsögn vegna hreinsunar og endurnýtingar svartvatns á Hólasandi.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar telur að ofangreind framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka við 6. gr. laga nr. 106/2000, m.s.b. og 12. gr.

reglugerðar nr. 660/2015, um mat á umhverfisáhrifum. Sveitarstjórn telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Verði uppgræðslusvæðið við eða á sveitarfélagsmörkum milli Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar er það mat sveitarstjórnar að útgáfa framkvæmdaleyfis fyrir framkvæmdum á uppgræðslusvæðinu sé háð samþykki Þingeyjarsveitar að teknu tilliti til reglugerðar nr. 772/2012.

 

3.      Norðurorka hf. – Beiðni um einfalda ábyrgð - 1807015

Fyrir fundinum liggur beiðni frá Helga Jóhannessyni f.h. Norðurorku hf. um einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánasamningi vegna láns Norðurorku hf. frá Lánasjóði sveitarfélaga.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 2.600.000.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Eignarhlutur Þingeyjarsveitar í Norðurorku hf. er 0,1817% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því kr. 4.724.434,-

Er lánið tekið til endurfjármögnunar eldri skulda vegna fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Dagbjörtu Jónsdóttur kt. 250168-5359, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Þingeyjarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.  

 

4.      Skógar lóð nr. 1 – Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1808009

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 2.07.2018 þar sem Baldur Hólm, forsvarsmaður B36 ehf., sækir um rekstrarleyfi, flokkur II– Gististaður án veitinga, í Skógum lóð nr. 1 í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

5.      Náttúrustofa Norðausturlands - Verkáætlun - 1807017

Lögð fram verkáætlun frá Náttúrustofu Norðausturlands um kortlagningu lúpínu, kerfils og bjarnarklóar í Þingeyjarsveit sem sveitarstjórn kallaði eftir. Verkefninu er skipt upp í þrjá áfanga og hverjum áfanga er svo skipt upp í undirbúning, gagnasöfn, úrvinnslu og vinnu við minnisblað/skýrslu. Gert er ráð fyrir að minnisblaði með helstu niðurstöðum sé skilað eftir 1. og 2. áfanga og lokaskýrslu eftir 3. áfanga.  Heildarkostnaður er áætlaður um kr. þrjár milljónir.  

Sveitarstjórn samþykkir að fá Náttúrustofu Norðausturlands til að kortleggja fyrrgreindar jurtir samkvæmt meðfylgjandi verkáætlun og verklok verði innan tveggja ár og vísar kostnaði við verkið til gerðrar fjárhagsáætlunar 2019.

 

6.      Persónuverndarfulltrúi – Samningur  -1807019

Lagður fram verk- og þjónustusamningur milli Pacta lögmenn (Lögheimtan ehf.) og Þingeyjarsveitar um ráðningu persónuverndarfulltrúa.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

 

7.      Hleðslustöð – Samningur - 1807016 

Lagður fram samningur milli Orku náttúrunnar (ON), Sparisjóðs Suður- Þingeyinga og Þingeyjarsveitar um uppsetningu og rekstur AC hleðslu fyrir rafbíla við plan skrifstofu sveitarfélagsins og sparisjóðsins.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

 

8.      Ungmennafélagið Bjarmi – 110 ára afmæli - 1808021

Ungmennafélagið Bjarmi hélt upp á 110 ára afmæli félagsins þann 29. júlí s.l.  Sveitarstjórn samþykkti  í tölvupósti að gefa félaginu 110 þúsund kr. í tilefni afmælisins.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna. Útgjöld rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2018.

 

 9.      Bréf til aðildarsveitarfélaga Eyþings vegna Brúar lífeyrissjóðs - 1808018

Lagt fram bréf frá Lindu Margréti Sigurðardóttur f.h. Eyþings, dags. 08.08.2018  um uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs. Samkomulag hefur náðst við Brú lífeyrissjóð og óskar stjórn Eyþings eftir því að aðildarsveitarfélögin greiði framlag Eyþings vegna uppgjörs á varúðar- og jafnvægissjóð en það er áætlað um kr. 7,5 milljónir kr. Greiðsluþátttaka aðildarsveitarfélaga miðast við íbúafjölda með sama hætti og árgjald Eyþings. Hlutfall Þingeyjarsveitar af heild er 3,18% eða kr. 228.696.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

10.  Samband íslenskra sveitarfélaga – Fundargerð - 1804006

Fundargerð 861. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29.06.2018 lögð fram til kynningar.

 

11.  Eyþing – Fundargerð - 1804005

Fundargerð 306. fundar stjórnar Eyþings dags. 27.06.2018 lögð fram til kynningar.

 

12.  DMP Norðurland - 1807018

DMP (Destination Management Plan) Áfangastaðaáætlun norðurlands lög fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:03