238. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

27.06.2018

238. fundur

haldinn í Kjarna miðvikudaginn 27. júní kl. 13:00

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, varaoddviti
Helga Sveinbjörnsdóttir, aðalmaður
Ásvaldur Ævar Þormóðsson, varamaður
Einar Örn Kristjánsson, varamaður
Jóna Björg Hlöðversdóttir, aðalmaður
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, aðalmaður
Hanna Jóna Stefánsdóttir, aðalmaður

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri 

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Varaoddviti setti fund. Hún óskaði eftir að bæta á dagskrá  með afbrigðum undir 15. lið; 1806054 - Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga: Fundarboð. Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar - 1806050

Samkvæmt 9. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal sveitarstjórn gera sér sérstaka samþykkt um stjórn og stjórnsýslu sveitarfélagsins. Núgildandi samþykkt var samþykkt í sveitarstjórn þann 17. september 2013 og staðfest af innanríkisráðuneytinu 1. október sama ár.

Sveitarstjórn samþykkir að endurskoða nokkur ákvæði í núgildandi samþykkt og felur sveitarstjóra að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum. Í framhaldinu mun sveitarstjórn hafa tvær umræður um breytta samþykkt í sveitarstjórn og að þeim loknum senda innanríkisráðuneytinu til staðfestingar.

 

2. Siðareglur kjörinna fulltrúa í Þingeyjarsveit - 1806051

Siðareglur kjörinna fulltrúa í Þingeyjarsveit voru samþykktar á fundi sveitarstjórnar þann

13. febrúar 2014 og staðfestar af innanríkisráðuneytinu 28. febrúar sama ár.

Samkvæmt 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 9. gr. siðareglnanna skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé að endurskoða gildandi siðareglur.

Sveitarstjórn samþykkir núgildandi siðareglur kjörinna fulltrúa í Þingeyjarsveit og felur sveitarstjóra að tilkynna innanríkisráðuneytinu þá niðurstöðu.

 

3. Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022 - 1806052

Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið.

Sveitarstjórn samþykkir núgildandi aðalskipulag og felur sveitarstjóra að tilkynna Skipulagsstofnun þá niðurstöðu. Aðalskipulagið rennur út árið 2022 og því ljóst er að vinna við nýtt aðalskipulag hefst á kjörtímabilinu.

 

4. Ráðningarsamningur sveitarstjóra - 1806019

Á fundi sveitarstjórnar þann 14. júní s.l. var oddvita og varaoddvita falið að ganga til samninga við Dagbjörtu Jónsdóttur um starf sveitarstjóra. Varaoddviti kynnti endurnýjaðan ráðningasamning.

Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi ráðningarsamning við sveitarstjóra.

 

5. Rekstraryfirlit sveitarfélagsins: Fyrstu fjórir mánuði ársins - 1804046

Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu fjóra mánuði ársins, samanborð við fjárhagsáætlun 2018. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðunni, gjaldahlið rekstrarins er í heild samkvæmt áætlun en tekjur eru 2,6% undir sem skýrist fyrst og fremst af lægri útsvarstekjum en áætlað var.

 

6. Skipulags og umhverfisnefnd: Fundargerð frá 21.06.2018 -1804018

Lögð fram fundargerð 103. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 21. júní s.l., Helga gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í tólf liðum.

3. liður fundargerðar; Skógar í Fnjóskadal, breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa  breytingartillöguna eins og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna kynningar og auglýsingar.

5.   liður fundargerðar; Ljósvetningabúð, landskipti.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.  

10.   liður fundargerðar; Umsókn um heimild til skipulagsgerðar og ósk um breytingu á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimila umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi af virkjanasvæðinu á sinn kostnað skv. framkominni skipulagslýsingu og felur

skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem skilgreint verði nýtt iðnaðarsvæði til samræmis við deiliskipulagstillöguna.

Jóna Björg Hlöðversdóttir vék af fundi við afgreiðslu 10. liðar fundargerðar vegna vanhæfis.   

 

7. Fljótsbakki: Umsögn vegna breytinga á umsókn um rekstrarleyfi- 1806038

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 12.06.2018 þar sem Emil Tómasson, sækir um breytingu á rekstrarleyfi, úr flokki II í flokk IV– Gististaður með áfengisveitingum, á Fljótsbakka í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytinguna á rekstrarleyfinu með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

8. Fermata North: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi – 1806039

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 22.06.2018 þar sem Helga Arngrímsdóttir, sækir um rekstrarleyfi, flokkur II– Gististaður án veitinga,  Fermata North á Hólavegi 3 í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

9. Hálsakot: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi – 1806040

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 21.06.2018 þar sem Ásta Svavarsdóttir, forsvarsmaður Marteinssona ehf., sækir um rekstrarleyfi, flokkur II– Gististaður án veitinga, Hálsakot á Hálsi í Þingeyjarsveit. 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

10. Umsókn um tímabundna leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags - 1806048

Tekin fyrir umsókn, dags. 19.06.2018 um tímabundna leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.

Sveitarstjórn samþykkir erindið á grundvelli 2. gr. reglna Þingeyjarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags, í sex mánuði.

 

11. Friðun grenis í landi Höskuldsstaða í Reykjadal: Erindi - 1806049

Fyrir liggur erindi dags. 20.06.2018, með breytingum, dags. 26.06.2018 frá landeigendum Höskuldsstaða í Reykjadal þar sem óskað er eftir samstarfi vegna friðunar grenis í landi Höskuldsstaða í tengslum við hugmyndir um verndun fuglalífs í friðlandinu. Breytingin frá 26.06.2018 er að fallið er frá hugmyndum um friðun grenis í sumar.

Sveitarstjórn vísar erindinu til Atvinnumálanefndar og Skipulags- og umhverfisnefndar til frekari umfjöllunar.

 

12. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf.: Fundarboð - 1806041

Lagt fram aðalfundarboð Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf. sem haldinn verður fimmtudaginn 28.06.2018 á Fosshótel Húsavík.

Samþykkt að Arnór Benónýsson fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

13. Stofnfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses.: Fundarboð - 1806042

Lagt fram fundarboð stofnfundar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. sem haldinn verður fimmtudaginn 28.06.2018 á Fosshótel Húsavík.

Lagt fram til kynningar.

 

14. Fulltrúaráðsfundur Héraðsnefndar Þingeyinga bs.: Fundarboð - 1806043

Lagt fram fundarboð fulltrúaráðsfundar Héraðsnefndar Þingeyinga bs. sem haldinn verður fimmtudaginn 28.06.2018 á Fosshóteli Húsavík.

Lagt fram til kynningar.

 

15. Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga: Fundarboð – 1806054

Lagt fram aðalfundarboð Menningarmiðstöðvar Þingeyinga sem haldinn verður fimmtudaginn 28.06.2018 á Fosshóteli Húsavík.

Lagt fram til kynningar.

 

16. Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra sf.: Fundarboð - 1806044

Lagt fram aðalfundarboð Dvalarheimilis aldraðra sf. sem haldinn verður miðvikudaginn 4.07.2018 í húsnæði félagsins, Vallholtsvegi 17 (salur í Miðhvammi) á Húsavík.

Samþykkt að Arnór Benónýsson fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

17. Hluthafafundur Greiðrar leiðar ehf.: Fundarboð – 1806045

Lagt fram fundarboð hluthafafundar Greiðrar leiðar ehf. sem haldinn verður mánudaginn 2.07.2018 í Hafnarstræti 91 (3 hæð) á Akureyri. 

Samþykkt að Margrét Bjarnadóttir fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

18. Félagsþjónusta: Þjónustusamningur við Norðurþing – 1806017

Drög að nýjum samningi milli sveitarfélaganna, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps, Norðurþings, Langanesbyggðar, Svalbarðshrepps og Tjörneshrepps um sameiginlegt

þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu, lagður fram til síðari umræðu, sbr. 1. mgr. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að skrifa undir samninginn.

 

19. Dvalarheimili aldraðra sf.: Fundargerð frá 25.04.2018

Fundargerð Dvalarheimilis aldraðra sf. frá 25.04.2018 lögð fram til kynningar.

 

20. Skýrslur um starfsemi og rekstur Náttúrustofu Norðausturlands árið 2017

Skýrsla um starfsemi og rekstur náttúrustofu Norðausturlands árið 2017 lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:40