233. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

22.03.2018

233. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 22. mars kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Eiður Jónsson í forföllum Árna Péturs Hilmarssonar
Heiða Guðmundsdóttir
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri 

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Oddviti setti fund.

Dagskrá:

1.      Aðalfundarboð Norðurorku hf.
2.      Aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
3.      Norðurþing – Uppgjör vegna breytinga á A-deild Brúar
4.      Fundargerð fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. frá 06.03.2018
5.      Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 08.03.2018
6.      Fundargerð Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 13.03.2018
7.      Hugmyndasamkeppni um listaverk á Þeistareykjum
8.      Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2017-2027 – Seinni umræða
9.      Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO

 

Til kynningar:

a)      Fundargerð 857. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

b)     Fundargerð 303. fundar stjórnar Eyþings

c)      Fundargerð 197., 198. og 199. fundar HNE

 

1.      Aðalfundarboð Norðurorku hf.

Lagt fram aðalfundarboð Norðurorku hf. sem haldinn verður 6. apríl n.k. í Menningarhúsinu Hofi Akureyri.

Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

2.      Aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður 23. mars n.k. á Grand Hótel Reykjavík.

 Að þessu sinni hafði enginn fulltrúi tök á að mæta til fundarins.  

 

3.      Norðurþing – Uppgjör vegna breytingar á A deild Brúar

Fyrir liggur bréf frá Norðurþingi dags. 5. mars 2018 um kröfu frá Brú lífeyrissjóði vegna uppgjörs á hlut Sorpsamlags Þingeyinga í áföllnum skuldbindingum A deildar sjóðsins vegna samlagsins að fjárhæð 4.068.949 kr. Krafan er byggð á ákvæðum laga nr. 127/2016 um breytingu á lögum nr. 1/1997 varðandi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna, þ.m.t. starfsmanna sveitarfélaga, fyrirtækja þeirra og stofnana.

Í samkomulagi hluthafa Sorpsamlags Þingeyinga frá 28. nóvember 2014 er vísað til þess að aðilar skipti á milli sín kostnaði sem hugsanlega kann að falla á félagið og rekja megi til atburða fyrir gerð samkomulagsins í samræmi við eignarhluta hvers og eins. Hlutur Þingeyjarsveitar er 21,54% og fjárhæðin því 876.452 kr.

Sveitarstjórn samþykkir að greiða hlut Þingeyjarsveitar í uppgjöri Sorpsamlags Þingeyinga við Brú lífeyrissjóð, að upphæð 876.452 kr. með fyrirvara um að fyrirliggjandi gögn og útreikningar sem á þeim byggja séu rétt. Jafnframt áskilur sveitarstjórn sér rétt til endurkröfu ef útreikningar og/eða aðrar forsendur standast ekki.

 

4.      Fundargerð fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs.

Lögð fram fundargerð 5. fundar fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. (HNÞ bs.) frá      6. mars s.l. sem er í fjórum liðum.

  1. liður fundargerðar: Uppgjör við Brú lífeyrissjóð.

Fyrir liggja kröfur frá Brú lífeyrissjóði vegna uppgjörs á hlut HNÞ bs. í áföllnum skuldbindingum A deildar sjóðsins m.v. 31. maí 2017, þ.e. í svokallaðan jafnvægissjóð, að upphæð 7.294.260 kr. Krafan er byggð á ákvæðum laga nr. 127/2016 um breytingu á lögum nr. 1/1997 varðandi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna, þ.m.t. starfsmanna sveitarfélaga, fyrirtækja þeirra og stofnana.

Fulltrúaráð HNÞ bs. samþykkti að greiða framlagt uppgjör frá lífeyrissjóðnum Brú með fyrirvara um að undirliggjandi gögn og útreikningar sem á þeim byggja séu rétt. Jafnframt áskilur héraðsnefndin sér rétt til endurkröfu ef útreikningar og/eða aðrar forsendur standast ekki. Fulltrúaráð HNÞ bs. telur að vinnubrögð við framlagningu gagna sem og afgreiðslu- og greiðslufrestir sem gefnir eru séu óásættanleg, enda um að ræða veigamikið mál sem hefur mikil áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Jafnframt var samþykkt samhljóða að óska eftir því við sveitarfélögin að þau gerðu kröfuna upp með sérstakri eingreiðslu til HNÞ bs. Hlutur Þingeyjarsveitar er 1.350.789 kr.

Sveitarstjórn samþykkir að greiða hlut Þingeyjarsveitar í uppgjöri HNÞ bs. við Brú lífeyrissjóð, að upphæð 1.350.789 kr. með fyrirvara um að fyrirliggjandi gögn og útreikningar sem á þeim byggja séu rétt. Jafnframt áskilur sveitarstjórn sér rétt til endurkröfu ef útreikningar og/eða aðrar forsendur standast ekki. Sveitarstjórn tekur undir með fulltrúaráðinu að um óásættanleg vinnubrögð sé að ræða.

 

5.      Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 08.03.2018

Lögð fram fundargerð 100. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 8. mars. s.l. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sex liðum.

1. liður fundargerðar: Knútsstaðir, umsókn um landsskipti.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við landsskiptin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerð mæla fyrir um.

6. liður fundargerðar: Rangá, breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á deiliskipulaginu og felur skipulags-og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna breytingarinnar eins og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.          

 

6.      Fundargerð Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 13.03.2018

Lögð fram fundargerð 23. fundar Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 13. mars. s.l. Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sjö liðum.

  1. liður fundargerðar: Staða viðræðna við stjórn Vaðlaheiðarganga.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við stjórn Vaðlaheiðarganga á grundvelli fylgiskjals með fundargerð, kostnað við uppfærslu á slökkviliðum vegna ganganna.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti. 

 

7.      Hugmyndasamkeppni um listaverk á Þeistareykjum

Landsvirkjun í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands mun efna til hugmyndasamkeppni um hannað verk, eða listaverk, í nágrenni Þeistareykjavirkjunar á næstunni. Sveitarstjóri kynnti fyrirhugaða hugmynd og upplýsingafund sem hún átti með Jóhönnu H. Árnadóttur, verkefnisstjóra samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun, sem hefur umsjón með verkefninu.

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með fyrirhugaða hugmynd og felur sveitarstjórn að koma sjónamiðum sveitarstjórnar á framfæri.

 

8.      Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar  2017-2027 – Seinni umræða

Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2017-2027 lögð fram til seinni umræðu. Í húsnæðisáætluninni kemur fram staða húsnæðismála í sveitarfélaginu eins og hún lítur út í dag, fjöldi og stærð fasteigna, fjöldi leiguíbúða, þörf á húsnæði, íbúaþróun o.fl. Áætlunin er byggð á tölulegum upplýsingum m.a. frá Hagstofu Íslands, Íbúðarlánasjóði, ríkisskattstjóra og Þekkingarneti Þingeyinga ásamt könnun sem gerð var í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2017-2027.

 

9.      Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa undirritað fyrir hönd ríkisins, tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Formlegur undirbúningur vegna tilnefningarinnar hefur staðið yfir frá árinu 2016. Formaður verkefnastjórnar um tilnefninguna, Sigurður Á. Þráinsson, hefur óskað eftir formlegri stuðningsyfirlýsingu frá Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við að Vatnajökulsþjóðgarður og hluti gosbeltisins verði tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO. Sveitarstjóra falið að skrifa undir yfirlýsinguna fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:50