225. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

26.10.2017

225. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 26. október kl. 13:00

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Heiða Guðmundsdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Eiður Jónsson í forföllum Arnórs Benónýssonar
Ragnar Bjarnason og Sigurlaug Svavarsdóttir í forföllum Sigurðar Hlyns Snæbjörnssonar

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Varaoddviti setti fund.

Dagskrá:

  1. Hitaveitan á Stórutjörnum
  2. Landsnet – stofnun verkráðs vegna Hólasandslínu 3
  3. Hjúkrunarrými 

 

Til kynningar:

a)      Vörugjöld bílaleigubifreiða

 

1. Hitaveitan á Stórutjörnum

Fyrir fundinum liggur minnisblað frá Árna S. Sigurðssyni hjá EFLU verkfræðistofu um frumathugun hitaveitu frá Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði sem sveitarstjórn óskaði eftir í framhaldi af undirskriftalista sem lagður var fram á fundi sveitarstjórnar þann 13.04.2016. Óskað var eftir frumathugun hitaveitu frá Stórutjörnum að Fljótsheiði í samræmi við óskir íbúa á svæðinu. Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir helstu forsendum hugsanlegrar veitu.

Samþykkt að óska eftir því að fá Árna á fund sveitarstjórnar og fara betur yfir forsendur hugsanlegrar veitu samkvæmt minnisblaði.

 

2. Landsnet – stofnun verkráðs vegna Hólasandslínu 3

Lagt fram erindi frá Elínu Sigríði Ólafsdóttur f.h. Landsnets. Erindið er þríþætt, í fyrsta lagi að kynna verkefnaráð til sögunnar, í öðru lagi að óska eftir ábendingum frá sveitarfélaginu ef einhverjar eru og í þriðja lagi að óska eftir þátttöku sveitarfélagsins í verkefnaráði vegna Hólasandslínu 3. Tilnefna skal bæði karl og konu til að hægt sé að stilla ráðinu upp þannig að hlutfall kynjanna sé sem jafnast.

Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna sveitarstjóra, Dagbjörtu Jónsdóttur og oddvita, Arnór Benónýsson sem fulltrúa Þingeyjarsveitar í verkefnaráðið.    

 

3. Hjúkrunarrými

Velferðarráðuneytið sendi út tilkynningu 17.10.2017 þar sem fram kom ný áætlun heilbrigðisráðherra um byggingu 155 hjúkrunarrýma til ársins 2022 til viðbótar þeim 313 rýmum sem þegar eru á framkvæmdastigi samkvæmt eldri framkvæmdaáætlun. Alls munu því verða byggð eða endurgerð 468 hjúkrunarrými á tímabilinu ýmist til fjölgunar rýma eða til að bæta aðbúnað.
Á höfuðborgarsvæðinu verður hjúkrunarrýmum fjölgað um 80 umfram gildandi áætlun og um 10 í Árborg. Uppbygging miðar einnig að því að bæta aðbúnað íbúa á nokkrum hjúkrunarheimilum þar sem þörf er á að færa aðbúnaðinn til nútímalegs horfs, í samræmi við viðmið velferðarráðuneytisins um skipulag hjúkrunarheimila. Áætlað er að byggja 23 rými á Húsavík, 24 á Höfn í Hornafirði og endurgera 18 hjúkrunarrými í Stykkishólmi.
Áform um fjölgun rýma byggist á mati velferðarráðuneytisins á því hvar þörfin er mest og taka mið af fjárhagslegu svigrúmi gildandi fjármálaáætlunar. Áætlaður heildarkostnaður við uppbyggingu 155 hjúkrunarrýma er tæpir fimm milljarðar króna. Í áætluninni er miðað við lágmarksþátttöku hlutaðeigandi sveitarfélaga í framkvæmdakostnaðinum, þ.e. 15% á móti 85% kostnaði ríkissjóðs.

Sveitarstjórn fagnar fyrirhugaðri byggingu 23 nýrra hjúkrunarrýma á Húsavík eins og fram kemur í tilkynningu á vef velferðarráðuneytisins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:30