216. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

11.05.2017

216. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 11. maí kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Árni Pétur Hilmarsson
Heiða Guðmundsdóttir
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Oddviti setti fund.

Dagskrá:

  1. Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2016 – seinni umræða
  2. Rekstrarleyfi – Miðhvammur
  3. Rekstrarleyfi – Vallakot
  4. Rekstrarleyfi – Brúnahlíð
  5. Ársfundur SÍMEY

 

1. Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2016 – seinni umræða

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2016 lagður fram til síðari umræðu ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG.

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2016 samþykktur samhljóða og undirritaður. Ársreikningurinn verður aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

2. Rekstrarleyfi – Miðhvammur

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 3. maí s.l. þar sem Ari Heiðmann Jósavinsson sækir um rekstrarleyfi (bætir við nýju húsi) flokkur II – gististaður án veitinga, í Miðhvammi í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

3. Rekstrarleyfi – Vallakot

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 3. maí s.l. þar sem Jóhanna M. Stefánsdóttir sækir um rekstrarleyfi (bætir við nýju húsi) flokkur II – gististaður án veitinga, í Vallakoti í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

4. Rekstrarleyfi – Brúnahlíð

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 2. maí s.l. þar sem Árni Þorbergsson sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, í Brúnahlíð í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

5. Ársfundur SÍMEY

Lagt fram fundarboð á ársfund Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar (SÍMEY) sem haldinn verður þann 15. maí n.k. að Þórsstíg 4 á Akureyri.

Samþykkt að Margrét Bjarnadóttir fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:25