214. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

27.04.2017

214. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 27. apríl kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Heiða Guðmundsdóttir
Eiður Jónsson í forföllum Ásvaldar Ævars Þormóðssonar
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Oddviti setti fund.

Dagskrá:

  1. Aðalfundarboð Sparisjóðs Suður-Þingeyinga
  2. Rekstrarleyfi – Ljósavatn
  3. Rekstrarleyfi – Hagi 1
  4. Rekstrarleyfi – Sandhaugar
  5. Leigufélag Hvamms ehf.
  6. Fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 06.04.2017
  7. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.04.2017
  8. Tilnefning í Barnaverndarnefnd Þingeyinga 
  9. Niðurfelling krafna

 

Til kynningar:

a)      Fundargerð 849. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

b)     Fundargerð 294. fundar stjórnar Eyþings

c)      Fundargerðir 189. og 190. fundar HNE

 

1. Aðalfundarboð Sparisjóðs Suður-Þingeyinga

Lagt fram aðalfundarboð Sparisjóðs Suður-Þingeyinga sem haldinn verður þann 2. maí n.k. á Fosshótel Húsavík.  

Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

2. Rekstrarleyfi – Ljósavatn

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 12. apríl s.l. þar sem Kristín María Hreinsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, á Ljósavatni í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

3. Rekstrarleyfi – Hagi 1

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 24. apríl s.l. þar sem Bergljót Hallgrímsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, í Haga 1 í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

4. Rekstrarleyfi – Sandhaugar

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 24. apríl s.l. þar sem Erlingur Ingvason sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, á Sandhaugum í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

5. Leigufélag Hvamms ehf.

Tekið fyrir erindi frá Baldri Daníelssyni f.h. Leigufélags Hvamms ehf. dags. 24. apríl s.l. þar sem óskað er eftir að eigendur leigufélagsins lýsi því yfir skriflega að þeir muni styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár og þar með leggja grunn að forsendum reikningsskila félagsins sem miðast við áframhaldandi rekstur.

Sveitarstjórn lýsir því hér með yfir að hún muni styðja við Leigufélag Hvamms ehf. út yfirstandandi rekstrarár 2017.  

 

6. Fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 06.04.2017

Lögð fram fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 6. apríl s.l. Heiða gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sex liðum.

6. liður fundargerðar; Önnur mál

Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að sveitarfélagið styrki barna og unglingastarf, 18 ára og yngri, á vegum ungmennafélaganna á svæðinu. Samþykkt að skipulagðar æfingar í íþróttahúsum sveitarfélagsins á vegum ungmennafélaganna verði þeim að kostnaðarlaus.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

7. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.04.2017

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 19. apríl s.l. Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þremur liðum.

1. liður fundargerðar; Kísilvegur og náman Alda, umsókn um framkvæmdaleyfi.  

Sveitarstjórn samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfið með þeim skilyrðum að nánari grein verði gerð fyrir frágangi námunnar að efnistök lokinni og samþykki landeigenda liggi fyrir. Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið að uppfylltum framangreindum skilyrðum í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

2. liður fundargerðar; Rauðaskriða 1 og 3, breyting á aðal- og deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

8. Tilnefning í Barnaverndarnefnd Þingeyinga

Fyrir fundinum liggur beiðni frá Reinhard Reynissyni f.h. Héraðsnefndar Þingeyinga bs. um tilnefningu í sameiginlega barnaverndarnefnd aðildarsveitarfélaganna. Samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar er nefndin skipuð fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara kjörnum af fulltrúaráði Héraðsnefndar Þingeyinga bs. skv. tilnefningum aðildarsveitarfélaganna. Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur og Tjörneshreppur tilnefna sameiginlega einn fulltrúa og einn til vara.

Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu að tilnefna Hildi Rós Ragnarsdóttur sem fulltrúa í sameiginlega barnaverndarnefnd Þingeyinga. Ragnar Bjarnason greiddi atkvæði á móti.

 

9. Niðurfelling krafna

Lagður fram listi yfir 23 tilgreindar kröfur sem sveitarstjóri óskar eftir að verði afskrifaðar og felldar út úr innheimtukerfi sveitarfélagsins vegna fyrningar, samtals 1.578.343 kr. Fært í trúnaðarmálabók. 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að afskrifa umræddar kröfur.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:40