192. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

26.05.2016

192. fundur

Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
26.05.2016


192. fundur
sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 26. maí kl. 13:00 


Fundinn sátu:

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Heiða Guðmundsdóttir, Eiður Jónsson í forföllum Árna Péturs Hilmarssonar, Ragnar Bjarnason og Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.

Að auki sat fundinn Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð

Oddviti setti fund.

Dagskrá:

  1. Nýtt rekstrarleyfi – Fremstafell 1, veiðihús
  2. Nýtt rekstrarleyfi – Fremstafell 1, sumarhús
  3. Nýtt rekstrarleyfi – Hólavegur 3
  4. 7. liður fundargerðar Félags- og menningarmálanefndar frá 19.04.2016
  5. Fundargerð Brunavarnanefndar frá 11.05.2016
  6. Fundargerð Fræðslunefndar frá 23.05.2016

1. Nýtt rekstrarleyfi – Fremstafell 1, veiðihús

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 11. maí s.l. þar sem Ragnar Arnarson sækir um sem forsvarsmaður fyrir Fremstafell sf., nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í Fremstafelli 1 veiðihús í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti. 

2. Nýtt rekstrarleyfi – Fremstafell 1, sumarhús

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 10. maí s.l. þar sem Árni Valdimarsson sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í Fremstafelli 1, sumarbústað (Túnfótur 1) í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti. 

3. Nýtt rekstrarleyfi – Hólavegur 3

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 13. maí s.l. þar sem Helga Arngrímsdóttir sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu heimagistingar að Hólavegi 3 í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti. 

4. 7. liður fundargerðar Félags- og menningarmálanefndar frá 19.04.2016

Lögð fram fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 19. apríl s.l. og 7. liður fundargerðar; Sundlaugin á Laugum, tekinn til seinni umræðu.

Í 7. lið fundargerðar leggur nefndin til við sveitarstjórn að hún samþykki eftirfarandi viðauka við gjaldskrá Sundlaugarinnar á Laugum:

Börn 6-15 ára, 1 mánaðar handhafakort 2.000 kr. 3 mánaða handhafakort 4.500 kr. 

Fullorðnir 16-66 ára 1 mánaðar handhafakort 3.500 kr.

67 ára og eldri, öryrkjar 1 mánaðar handhafakort 2.000 kr. og 3 mánaða handhafakort 4.500 kr. 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um viðauka við gjaldskrá Sundlaugarinnar á Laugum.  

5. Fundargerð Brunavarnanefndar frá 11.05.2016

Lögð fram fundargerð Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 11. maí s.l.  Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

6. Fundargerð Fræðslunefndar frá 23.05.2016

Lögð fram fundargerð Fræðslunefndar frá 23. maí s.l. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sex liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Til kynningar:

a)      Starf flugklasans Air66N sept. 2015 – apríl 2016

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:30