7. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

14.09.2022

7. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Ýdölum miðvikudaginn 14. september kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti
Eygló Sófusdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson                                                                JónaBjörgHlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Úlla Árdal  

 

Starfsmenn

Jón Hrói Finnsson

Dagskrá:

 

  1. Skipun fulltrúa í stjórn NNA - 2208039

Samkvæmt 12. gr. laga um um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur nr. 60/1992 skal stjórn náttúrustofu skipuð að afloknum hverjum sveitarstjórnarkosningum. Sveitarfélag eða sveitarfélög sem starfrækja náttúrustofu skipa þrjá menn í stjórn og skal einn þeirra vera formaður hennar. Á nýliðnu kjörtímabili sat Hanna Kata Þórhallsdóttir í stjórn fyrir Skútustaðahrepp. Lagt er til að Arnheiður Rán Almarsdóttir verði fulltrúi Þingeyjarsveitar í stjórn kjörtímabilið 2022-2026.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Samþykkt

 

  1. Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík - 2209005

Lögð fram greinargerð og kostnaðaráætlun vegna byggingar 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík. Áætlað framlag Þingeyjarsveitar til verkefnisins eru um 288 m.kr. miðað við að heildarkostnaður sé um 5.300 m.kr. sem er hækkun um 33% frá fyrir áætlun. Verkefnið er samstarfsverkefni Ríkisins, Þingeyjarsveitar, Norðurþings og Tjörneshrepps.

Samþykkt samhljóða að loka fundi vegna umræðu um trúnaðargögn.

Til máls tóku Knútur, Jóna Björg, Eygló, Jón Hrói, Halldór og Árni Pétur.

Sveitarstjórn leggur þunga áherslu á að verkefninu verði fram haldið en að farið verði vel yfir kostnaðarskiptinguna á milli ríkis og sveitarfélaganna þriggja. Sveitarstjórn samþykkir að Helgi Héðinsson verði fulltrúi sveitarstjórnar í viðræðum og samráði við samstarfsaðila í verkefninu.

Lagt fram

 

  1. Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir - 2206048

Lagðar fram fundargerðir aðalfundar Dvalarheimilis aldraðra, Hvamms frá 22. júní 2022 og funda stjórnar þann 22. júní 2022 og 18. júlí 2022, ásamt fylgigögnum.

Lagt fram til kynningar.

Eygló sagði frá því að á fundinum 18. júlí hafi verið rætt um að halda kynningu fyrir sveitarstjórnarfólk um málefni Dvalarheimilisins.

Lagt fram

 

  1. Samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu - 2209007

Lagður fram samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar fyrir landsbyggðina. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar á þátttöku í verkefninu fyrir 16. september.

Til máls tóku Knútur, Jón Hrói og Árni Pétur.

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hennar hönd.

Samþykkt

 

  1. Sóknar- og kirkjugarðsstjórn Hálssóknar - Viðhald á kirkjugarðsgirðingu - 2207001

Lagt fyrir erindi sóknar- og kirkjugarðsstjórnar Hálssóknar þar sem óskað er eftir því að Þingeyjarsveit greiði efniskostnað vegna endurnýjunar á girðingu umhverfis kirkjugarð Hálskirkju í Fnjóskadal. Í erindinu er vísað til 12. gr. IV. kafla laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993.

Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir framlögum til kirkna og kirkjugarða að fjárhæð kr. 2.266.694,- (05870 Kirkjur og garðar). Að sögn starfsmanna er áætlunin líklega tilkomin vegna sambærilegs framlags til Neskirkjugarðs sem ekki hefur verið innheimt.

Til máls tók Knútur og Úlla.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að greiða efniskostnað vegna endurnýjunar girðingar skv. framlögðum reikningi, samtals kr. 1.388.391,-. Framlagið skal greitt af lið 05870 Kirkjur og garðar.

Samþykkt

 

  1. Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2023 - 2206029

Landsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga hefst kl. 15:00 þann 28. september n.k. og skarast því við fundartíma sveitarstjórnar þann dag. Lagt er til að fundinum verði flýtt til kl. 9 þennan sama dag.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breyttum fundartíma þann 28. september. Breyttur fundartími skal auglýstur sérstaklega.

Samþykkt

 

  1. Boð á aukaþing SSNE - 2209010

Boð á aukaþing SSNE sem haldið verður á Laugaborg í Eyjafirði 23. september lagt fram til kynningar.

Til máls tóku Jóna Björg, Gerður og Jón Hrói.

Lagt fram til kynningar.

Lagt fram

 

  1. Stefna Þingeyjarsveitar um sölu fasteigna - 2209009

Að undanförnu hafa sveitarfélaginu borist nokkur erindi þar sem málsaðilar óska eftir að kaupa fasteignir af sveitarfélaginu. Sveitarstjóri leggur til að sveitarstjórn marki sér þá stefnu að fasteignir Þingeyjarsveitar séu almennt ekki seldar án undangenginnar auglýsingar, til að tryggja jafnræði á milli þeirra sem kunna að hafa áhuga á eða hag af kaupum eignanna. Sveitarstjórn áskilji sér þó rétt til að víkja frá meginreglunni ef sérstakar aðstæður mæla með sölu til ákveðins aðila.

Til máls tók Árni Pétur, Ragnhildur, Jón Hrói og Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að gera tillögu að nánari útfærslu stefnunnar, s.s. varðandi undanþágur og málsmeðferð við veitingu þeirra.

Samþykkt

 

  1. Aurskriður í Útkinn - 2110014

Lagðar fram til kynningar áfangaskýrslur verkefnisstjóra um uppgræðslu og hreinsun eftir aurskriðuföllin í Útkinn árið 2021.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn fjallaði um hæfi Jónu Bjargar til setu undir kynningunni og mat það svo að hún væri hæf til að sitja fundinn.

Til máls tóku Gerður, Jóna Björg og Árni Pétur.

Lagt fram

 

  1. Umsjónarmaður félagsstarfs eldri borgara - 2208044

Óskað er eftir heimild til að ráða starfsmann í 50% starf til að sinna félagsstarfi eldri borgara. Hlutverk starfsmannsins yrði að skipuleggja og samræma félagsstarfið í sameinuðu sveitarfélagi. Ráðningin fæli í sér aukningu um 25% af stöðugildi í þjónustunni.

Til máls tóku Ragnhildur, Úlla, Jón Hrói, Halldór, Gerður og Jóna Björg.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðna stöðuheimild. Sveitarstjórn beinir því til fræðslu- og velferðarnefndar að taka húsnæðismál fyrir félagsstarf eldri borgara, akstur og aðra stefnumótun varðandi þjónustuna til umræðu.

Samþykkt

 

  1. Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga á landsfundi 2022 - 2209011

Lögð fram drög að stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026, vinnuskjal fyrir XXXVII. landsþing 28.-30. september 2022.

Lagt fram til kynningar.

Lagt fram

 

  1. Sveitarfélagaskóli Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2209012

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur útbúið nokkur stafræn námskeið fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga. Árs áskrift að Sveitarfélagaskólanum kostar kr. 10.000 á hvern einstakling.

Inni í því eru níu stafræn námskeið sem framleidd hafa verið í samstarfi við Opna háskólann í Reykjavík og þrjú námskeið frá HR um breytingastjórnun, mannauðsstjórnun og um að efla tæknisjálfstraustið, sem m.a. geta gagnast stjórnendum.

Lagt er til að sveitarstjórnarfulltrúar og nefndarmenn verði hvattir til að skrá sig í skólann á kostnað sveitarfélagsins.

Til máls tók Knútur, Jóna Björg.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og hvetur fulltrúa sem og varafulltrúa til að nýta sér námskeiðin. Sveitarstjóra falið að senda leiðbeiningar um skráningu til allra aðal- og varamanna.

Samþykkt

 

  1. Fræðslu- og velferðarnefnd - 1 - 2208003F

Fundargerð 1. fundar fræðslu- og velferðarnefndar þann 29. ágúst lögð fram til staðfestingar.

Fundargerð 1. fundar fræðslu- og velferðarnefndar, sem haldinn var mánudaginn 29. ágúst 2022 lögð fram til staðfestingar.

13.1 2208015 - Kjör varaformanns fræðslu- og velferðarnefndar

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar var kynnt á 1. fundi hennar þann 29. ágúst 2022.

13.2 2208014 - Erindisbréf fræðslu- og velferðarnefndar

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar var kynnt á 1. fundi sveitarstjórn þann 29. ágúst 2022.

Til máls tóku Ragnhildur, Jón Hrói, Knútur, Eygló og Gerður.

Ragnhildur nefndi að umfjöllun vanti um samvinnu á milli tónlistarskóla, heilsueflandi samfélag, lýðheilsustefnu og jafnréttisstefnu í erindisbréfið.

13.3 2208013 - Fundadagatal 2022-2023

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 1. fundi hennar þann 29. ágúst 2022 var kynnt á fundi sveitarstjórnar þann 14. september.

13.4 2208007 - Minnisblöð undirbúningsstjórnar

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 1. fundi hennar þann 29. ágúst 2022 var kynnt á fundi sveitarstjórnar þann 14. september.

13.5 2206024 - Starf æskulýðs- og tómstundafulltrúa

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 1. fundi hennar þann 29. ágúst 2022 var kynnt á fundi sveitarstjórnar þann 14. september.

13.6 2208016 - Samvinna á unglingastigi

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 1. fundi hennar þann 29. ágúst 2022 var kynnt á fundi sveitarstjórnar þann 14. september.

Til máls tók Gerður, Knútur og Árni Pétur.

Sveitarstjórn hvetur fræðslu- og velferðarnefnd til að ræða aðkomu allra skóla sveitarfélagsins að samstarfinu.

13.7 2208005 - Endurskoðun samninga um félags- og skólaþjónustu

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 1. fundi hennar þann 29. ágúst 2022 var kynnt á fundi sveitarstjórnar þann 14. september.

13.8 2208017 - Menntasókn í norðri

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 1. fundi hennar þann 29. ágúst 2022 var kynnt á fundi sveitarstjórnar þann 14. september.

Til máls tók Knútur.

13.9 2208035 - Ósk um aukna þjónustu nemanda með sérþarfir

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 1. fundi hennar þann 29. ágúst 2022 var kynnt á fundi sveitarstjórnar þann 14. september.

13.10 2208040 - Skipun fulltrúa í öldungaráð

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðarnefndar á 1. fundi hennar þann 29. ágúst 2022.

Til máls tóku Úlla og Jóna Björg.

13.11 2208041 - Staðfesting á skipun notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðarnefndar á 1. fundi hennar þann 29. ágúst 2022.

 

  1. Umhverfisnefnd - 1 - 2206010F

Fundargerð 1. fundar umhverfisnefndar þann 1. september 2022 lögð fram til staðfestingar.

Fundargerð 1. fundar umhverfisnefndar, sem haldinn var 1. september 2022, lögð fram til staðfestingar.

14.1 2206064 - Kosning varaformanns umhverfisnefndar

Afgreiðsla umhverfisnefndar á 1. fundi hennar þann 1. september 2022 var kynnt á fundi sveitarstjórnar þann 14. september.

14.2 2206054 - Kynning á hlutverki nefndarinnar

Afgreiðsla umhverfisnefndar á 1. fundi hennar þann 1. september 2022 var kynnt á fundi sveitarstjórnar þann 14. september.

Sveitarstjórn vísar umfjöllun um erindisbréfið til sameiningarnefndar.

Ragnhildur benti á að umhverfisnefnd Skútustaðahrepps hafi kallað eftir tilnefningum og veitt umhverfisverðlaun á Slægjufundi. Sveitarstjórn er sammála um að það sé góð hefð sem beri að halda í.

14.3 2206055 - Loftslagsstefna sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar á 1. fundi hennar þann 1. september 2022.

14.4 2206059 - Sorphirða og -förgun í sameinuðu sveitarfélagi

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar á 1. fundi hennar þann 1. september 2022.

Til máls tóku Knútur, Árni Pétur og Gerður. Knútur vakti máls á því að sveitarfélagið er aðili að samstarfi um aðlögun að nýjum kröfum í úrgangsmálum.

14.5 2011001 - Umhverfisfulltrúi

Afgreiðsla umhverfisnefndar á 1. fundi hennar þann 1. september 2022 var kynnt á fundi sveitarstjórnar þann 14. september.

14.6 2206053 - Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar á 1. fundi hennar þann 1. september 2022.

 

  1. Skipulagsnefnd - 3 - 2208004F

Fundargerð 3. fundar skipulagsnefndar Þingeyjarsveitar lögð fram til kynningar og afgreiðslu. Sjá afgreiðslu sveitarstjórnar í bókunum við einstaka dagkrárliði í fundargerðinni.

Fundargerð skipulagsnefndar á 3. fundi hennar þann 7. september var lögð fram til kynningar og afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar þann 14. september, sbr. bókun við hvern lið fundargerðarinnar.

15.1 2202014 - Efnistaka í Garði - Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 vegna skilgreiningar efnistökusvæðis að Garði, Mývatnssveit skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér afmörkun 2,4 ha efnistökusvæðis þar sem heimiluð verði efnistaka allt að 49.900 m3. Fyrirhugað efnistökusvæði tekur yfir eldri námu innan skilgreinds athafnasvæðis þar sem áður hafa verið teknir um 19.000 m3 efnis á um 7,8 ha. svæði. Tekið verður tillit til fyrri umsagnar Landgræðslunnar við útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir efnistökunni að skilyrtar verði mótvægisaðgerðir og leitast verði við að lágmarka rask á jarðvegi og gróðri á efnistökusvæðinu eins og kostur er. Sveitastjórn felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun breytinguna, ásamt athugasemdum og og umsögnum sveitarstjórnar um þær, til athugunar og staðfestingar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

  1. Skipun varafulltrúa í Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra - 2209022

Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.

Á aukaþingi SSNE þann 23. september nk. verður skipað í Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra. Þingeyjarsveit og Langanesbyggð hafa skipt með sér aðal og varafulltrúa í nefndinni. Guðmundur Smári Gunnarsson sat sem aðalfulltrúi Þingeyjarsveitar á nýliðnu kjörtímabili. Lagt er til að Arna Hjörleifsdóttir verði varafulltrúi í nefndinni 2022-2026.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Samþykkt

 

  1. Sameiningarnefnd - 1 - 2209007F

Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.

Fundargerð 1. fundar sameiningarnefndar frá 6. september lögð fram til kynningar.

17.1 2209014 - Erindisbréf sameiningarnefndar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Sameiningarnefnd - 2 - 2209004F

Tekið á dagskrá með með samþykki allra fundarmanna.

Fundargerð 2. fundar sameiningarnefndar lög fram til kynningar og staðfestingar, sjá bókanir við einstaka dagskrárliði fundargerðarinnar.

Lagt fram

18.1 2209014 - Erindisbréf sameiningarnefndar

Sveitarstjórn staðfestir erindisbréf sameiningarnefndar.

18.2 2208030 - Samkeppni um merki fyrir nýtt sveitarfélag

Lagt fram til kynningar á 7. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 14. september 2022.

18.3 2209013 - Stjórnskipulag Þingeyjarsveitar

Lagt fram til kynningar á 7. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 14. september 2022.

18.4 2208014 - Erindisbréf fræðslu- og velferðarnefndar

Lagt fram til kynningar á 7. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 14. september 2022.

18.5 2208026 - Erindisbréf umhverfisnefndar

Lagt fram til kynningar á 7. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 14. september 2022.

18.6 2208028 - Erindisbréf skipulagsnefndar

Lagt fram til kynningar á 7. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 14. september 2022.

 

  1. Samkeppni um merki fyrir nýtt sveitarfélag - 2208030

Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.

Lögð fram tillaga sameiningarnefndar um fyrirkomulag hugmyndasamkeppni um byggðamerki Þingeyjarsveitar. Lagt er til að haldin verði samkeppni um hugmynd að byggðamerki fyrir Þingeyjarsveit sem taki mið af skilmálum reglugerðar um skráningu byggðamerkja nr. 112/1999 og leiðbeininga Hugverkastofu. Samkeppnin verði auglýst hið fyrsta með skilafresti til 10. nóvember 2022. Lagt er til að sameiningarnefnd verði dómnefnd keppninnar og velji úr innsendum tillögum.

Tillaga að texta í auglýsingu samkeppninnar:

 

„Samkeppni um hugmynd að byggðamerki Þingeyjarsveitar

Þingeyjarsveit er nýtt sveitarfélag sem varð til við sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Sveitarfélagið dregur nafn sitt af Þingey í Skjálfandafljóti, en þar voru haldin vorþing fyrr á öldum.

Sveitarfélagið er stærsta sveitarfélag landsins og í því eru margar af stórfenglegustu perlum íslenskrar náttúru. Þar er stórfenglegt landslag, fjölbreytt náttúrufar, fjölskrúðugt fuglalíf, fiskur í vötnum og orka í iðrum jarðar.

Tákn byggðamerkisins skal hafa tilvísun í áberandi einkenni í náttúru sveitarfélagsins, sögu þess eða ímynd. Skilyrði er að merkið hafi skjaldarlögun og sé í samræmi við meginreglur skjaldarmerkjafræðinnar, sbr. 4. og 5. grein reglugerðar um byggðamerki nr. 112/1999. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um gerð og skráningu byggðamerkja má finna hjá Hugverkastofunni.

Tillögu skal skilað á skrifstofur sveitarfélagsins sem teiknaðri hugmynd og lýsingu á merkinu, með útskýringum á merkingu þess og meginhugmynd. Tillögurnar skal merkja að aftan með 5 stafa tölu sem höfundur velur. Nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi, merktu með sama auðkenni. Frestur til að skila tillögum er til 10. nóvember 2022. Gert er ráð fyrir að vinningshafi taki þátt í endanlegri útfærslu merkisins.

Sameiningarnefnd sveitarfélagsins er dómnefnd keppninnar og velur úr innsendum tillögum. Verðlaunaupphæð fyrir valda tillögu er kr. 200.000,-. Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum“.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

 

  1. Skýrsla sveitarstjóra - 2208031

Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.

Sveitarstjóri fer yfir það helsta úr starfsemi sveitarfélagsins síðastliðnar vikur.

Lagt fram.

Lagt fram

 

  1. Slægjufundur 2022 - 2209026

Tekið a dagskrá með samþykki allra fundarmanna.

Á fyrsta vetrardag ár hvert er haldinn Slægjufundur í Mývatnssveit . Samkvæmt hefð felur sveitarstjórn einstaklingi af því svæði sem sér um fundinn það hlutverk að kalla undirbúningsnefndina saman. Lagt er til að Arnþrúði Önnu Jónsdóttur verði falið að kalla saman nefndina.

Til máls tók Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Samþykkt

 

 

Fundi slitið kl. 15:15.