45. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

16.05.2024

45. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn Í Þinghúsinu Breiðumýri fimmtudaginn 16. maí kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Úlla Árdal
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Margrét Hólm Valsdóttir

Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem dagskrárlið 10, boð á aðalfund Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar.
Samþykkt samhljóða.

 

 

1.

Ársreikningur 2023 - 2404064

 

 

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2023 ásamt endurskoðunarskýrslu er lagður fram til seinni umræðu.

 

 

Til máls tóku: Jóna Björg.

Sveitarstjórn samþykkir ársreikning með eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með rekstur sveitarfélagsins árið 2023.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins í A og B hluta var jákvæð um sem nam 122,2 m.kr og rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð sem nam 145,5 m.kr. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2023 með viðaukum var gert ráð fyrir 3,5 m.kr neikvæðri rekstrarniðurstöðu í A og B hluta. Niðurstaðan er því 111,8 m.kr hagstæðari en áætlað var og hagstæðari um 103,7 m.kr heldur en niðurstaða ársins 2022 sem var neikvæð um 18,4 m.kr.

Samanlagðar rekstrartekjur í A og B hluta á árinu námu 2.565 m.kr en þar af námu rekstrartekjur A hluta 2.350 m.kr. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir 2023 með viðaukum var gert ráð fyrir rekstrartekjum sem næmu 2.471 m.kr í A og B hluta. Rekstrartekjur eru því 94 m.kr hærri en áætlun gerði ráð fyrir eða sem nemur 3,8%.

Rekstrargjöld A og B hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld og annar rekstrarkostnaður, námu samtals 2.207 m.kr á árinu. Þar af eru laun og launatengd gjöld 1.389 m.kr og annar rekstrarkostnaður er 818 m.kr.
Fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir rekstrargjöldum sem næmu 2.281 m.kr. Þar af laun og launatengd gjöld 1.438 m.kr og önnur rekstrargjöld áætluð 843 m.kr.
Laun og launatengd gjöld ársins eru því 48,8 m.kr undir því sem áætlun gerði ráð fyrir og annar rekstrarkostnaður nemur 836 m.kr sem er 25 m.kr lægra en áætlun gerði ráð fyrir. Fjöldi ársverka voru 115 og fækkaði þeim um fjögur frá fyrra ári.

Afborganir lána voru 148 m.kr. á árinu en áfallnar verðbætur 89 m.kr. Engin ný lán voru tekin á árinu og er því heildarlækkun langtímalána 59 m.kr. að teknu tilliti til áfallinna verðbóta.

Samkvæmt sjóðsstreymisyfirliti samstæðu á árinu 2023 nam veltufé frá rekstri 307,2 m.kr á móti 141 m.kr árið 2022 og handbært fé frá rekstri var 270,9 m.kr á móti 116,9 m.kr árið 2022. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu 249 m.kr á árinu.
Eigið fé í árslok nam 1.115 m.kr fyrir A og B hluta samanborið við 802,4 m.kr árið áður.

Eiginfjárhlutfall nemur 35,5% í árslok. Sama hlutfall í lok árs 2022 var 30,6%. Veltufjárhlutfall hækkar á milli ára og er nú 1,23%.
Skuldaviðmið skv. reglugerð um fjármál sveitarfélaga er 40,7% í árslok en var 50,8% í árslok 2022.
Skuldahlutfall sveitarfélagsins er 66,3% í A og B hluta í árslok 2023 en var 81,2% í árslok 2022.

Í ljósi niðurstöðu ársreiknings ársins 2023 er full ástæða til bjartsýni til framtíðar.
Sveitarstjórn færir stjórnendum og starfsmönnum bestu þakkir fyrir þeirra framlag til ábyrgs reksturs og góðrar þjónustu. Sveitarstjórn þakkar einnig endurskoðendum fyrir gott samstarf við gerð ársreiknings.

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

 

 

   

 

2.

Skólaakstur - útboð 2024 - 2403038

 

 

Þann 7. maí sl. voru opnuð tilboð í skólaakstur á leið 9 (Stóruvellir - Stórutjarnaskóli) og leið 10 (Ingjaldsstaðir, Fellsendi - Stórutjarnaskóli). Leiðirnar eru boðnar út til tveggja ára. Tvö tilboð bárust í hvora leið.

 

 

Sveitarstjórn samþykkir að gengið verið til samninga við lægstbjóðendur, leið 9, Stóruvellir efh. leið 10, Helen Jónsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

 

 

   

 

3.

Norðurorka - Erindi til eigenda Norðurorku hf. vegna fjármögnunar 2024 - 2405016

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Norðurorku til eigenda vegna 800 m.kr. lántöku þar sem þess er óskað að Þingeyjarsveit og aðrir eigendur Norðurorku taki ákvörðun um að veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Norðurorku hf. frá Lánasjóði sveitarfélaga

 

 

Ákvörðun um að veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Norðurorku hf. frá Lánasjóði sveitarfélaga:
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi 16.5.2024 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.
Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum og framkvæmdum við fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku hf. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Þingeyjarsveit selji eignarhlut í Norðurorku hf. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Þinegeyjarsveit sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur kt. 0310665499, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Þingeyjarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

 

 

   

 

4.

Slit - Héraðsnefnd Þingeyinga - 2405003

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi dagsett 30.04.2024 frá Héraðsnefnd Þingeyinga þar sem vísað er í umræður í fulltrúaráði Héraðsnefndar Þingeying þar sem komið hefur fram almennur vilji til að leggja héraðsnefndina niður. Samkvæmt stofnsamningi héraðsnefndarinnar þarf samþykki allra aðildarsveitarfélaga til að starfsemi héraðsnefndarinnar sé hætt. Framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Þingeyinga fer þess á leit við aðaldarsveitarfélög að þau taki afstöðu til slita Héraðsnefndar Þingeyinga bs.

 

 

Til máls tóku: Arnór, Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti slit á Héraðsnefnd Þingeyinga bs. og felur sveitarstjóra að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

 

 

   

 

5.

Aðalfundur 2024 - Markaðsstofa Norðurlands - 2405012

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur boð á aðalfund Markaðsstofu Norðurlands sem haldinn verður 30. maí nk. í Hrísey.

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

6.

Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts - 2405033

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggja til umræðu drög að reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og skv. 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005.

 

 

Til máls tók: Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

 

   

 

7.

Múlavegur 13 - umsókn um stofnun lóðar undir tækjahús Mílu - 2312011

 

 

Tekið fyrir að öðru sinni breyting á deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð þar sem lóð nr. 13 við Múlaveg er skipt uppí tvær lóðir fyrir veitumannvirki. Breytingin var grenndarkynnt frá 23. febrúar með athugasemdarfresti til 23. mars 2024. Engin athugasemd barst.
Breyting þessi var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 24. apríl en þarfnast ítarlegri bókunar skv. skipulagslögum.

 

 

Til máls tóku: Knútur.

Lögð er fram breyting á deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð þar sem lóð nr. 13 við Múlaveg er skipt uppí tvær lóðir fyrir veitumannvirki. Breytingin var grenndarkynnt frá 23. febrúar með athugasemdarfresti til 23. mars 2024. Engin athugasemd barst.

Samþykkt samhljóða.

 

   

 

 

   

 

8.

Tímabundinn afsláttur af gatnagerðagjöldum - 2405035

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um tímabundinn afslátt af gatnagerðagjöldum á íbúðarhúsalóðum í samræmi við 6. gr. laga nr. 153/2006 og 8. gr. samþykktar Þingeyjarsveitar um gatnagerðagjöld nr. 47/2024.

 

 

Til máls tóku: Knútur, Arnór.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu um tímabundinn afslátt og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

 

 

   

 

9.

Kornsamlag Þingeyinga - 2403013

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Kornsamlagi Þingeyinga frá 8. maí sl. þar sem óskað er eftir þátttöku Þingeyjarsveitar í uppbyggingu þurrkstöðvar í Þingeyjarsýslum. Óskað er eftir framlagi upp á 10 milljónir.

 

 

Til máls tóku: Jóna Björg, Gerður, Haraldur.

Sveitarstjórn felur byggðarráði að funda með forsvarsmönnum Kornsamlags Þingeyinga vegna málsins.

Samþykkt samhljóða.

 

   

 

 

   

 

10.

Aðalfundur Veiðifélags Reykjadals og Eyvindarlækjar 2024 - 2405040

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur fundarboð á aðalfund Veiðifélags Reykjadals og Eyvindarlækjar sem haldinn verður 19. maí nk.

 

 

Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn felur Knúti Emil Jónassyni að fara með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

 

   

 

 

 

 

 

   

 

11.

Ferðafélag Akureyrar - gisting í flokkki II - rekstrarleyfi - 2405008

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um umsögn frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfis til reksturs-Gististaðir í Flokkur II - E Fjallaskáli - Heiti fasteignar er Drekagil 1B (F2505366). Um er að ræða tvo skála, annar rúmar 40 gesti en hinn rúmar 15 gesti og er því umsóttur hámarksfjöldi gesta 65 gestir.
Umsækjandi er Ferðafélag Akureyrar kt. 670574-0249.

 

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umbeðið rekstrarleyfi.

Samþykkt samhljóða.

 

 

   

 

12.

Flosi Gunnarsson - gisting í flokki II - rekstrarleyfi - 2404061

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsókn um leyfi til reksturs gististaða í flokki II - G íbúðir að Hnjúki (F2162024). Hámarksfjöldi gesta 7. Umsækjandi er Flosi Gunnarsson kt. 250757-4259.

 

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umbeðið rekstrarleyfi.

Samþykkt samhljóða.

 

   

 

 

   

 

13.

Umhverfisnefnd - 17 - 2404012F

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 17. fundar umhverfisnefndar frá 8. maí sl. Fundargerðin er í tveimur liðum, liður eitt þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

 

Oddviti kynnti fundargerð umhverfisnefndar.

Fundargerðin er staðfest.

 

 

Staðfest

 

 

13.1

2301024 - Aðgerðaráætlun umhverfisstefnu Þingeyjarsveitar

 

 

Til máls tók: Haraldur.

Sveitarstjórn staðfestir framlagða aðgerðaáætlun við umhverfisstefnu Þingeyjarsveitar og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs eftirfylgni hennar.

Samþykkt samhljóða.

 

 

13.2

2404065 - Minnisblað umhverfisnefndar um skógrækt í Þingeyjarsveit

 

 

Lagt fram.

 

 

   

 

14.

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 18 - 2404013F

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 18. fundar fræðslu- og velferðarnefndar Þingeyjarsveitar frá 2. maí sl. Fundargerðin er í fimm liðum. Liðir eitt og tvö þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

 

Ragnhildur Hólm kynnti fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

 

 

Staðfest

 

 

14.1

2404069 - Leikskólinn Barnaborg, Krílabær, Tjarnarskjól og Ylur - skóladagatal 2024-2025

 

 

Sveitarstjórn staðfestir framlögð skóladagatöl leikskóla Þingeyjarsveitar.

Samþykkt samhljóða.

 

 

14.2

2404072 - Þingeyjarskóli - nemendur 10. bekkjar úr Mývatnssveit 2024-2025

 

 

Samþykkt samhljóða.

 

 

14.3

2404039 - Íslensku menntaverðlaunin 2024 - opið fyrir tilnefningar

 

 

Lagt fram.

 

 

14.4

2304040 - Fagskólanám í leikskólafræðum - kynningarbréf

 

 

Lagt fram.

 

 

14.5

2301009 - Málefni Þingeyjarskóla

 

 

Lagt fram.

 

 

   

 

15.

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 18 - 2405000F

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 18. fundar íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar frá 7. maí sl. Fundargerðin er í fjórum liðum, liðir 2,3 og 4 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

 

Eyþór Kári kynnti fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

 

 

Staðfest

 

 

15.1

2404002 - Ársþing HSÞ 2024 - stöðuskýrsla

 

 

Lagt fram.

 

 

15.2

2403018 - Styrkir til menningarmála 2024

 

 


Sveitarstjórn staðfestir úthlutun styrkja nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að veita Karlakórnum Hreim og Leikdeild Eflingar styrki til að koma til móts við húsaleigu.
Styrkur til greiðslu húsaleigu Hreims færist á málaflokk 05-05860 menningarmál - kórar og styrkur til greiðslu húsaleigu vegna leikdeildar Eflingar færist á málaflokk 05-05810 - leikfélög.

Samþykkt samhljóða

 

 

15.3

2403007 - Lýðveldið Ísland 80 ára - kynning á dagskrá

 

 


Sveitarstjórn samþykkir að veita aukafjármagni til 17. júní vegna 80 ára afmælis lýðveldisins til fjölbreyttrar dagskrár sem fram fer í tilefni dagsins að upphæð kr. 400.000 og verður það tekið af lið 05890 - Menningarmál - aðrir styrkir og framlög.

Samþykkt samhljóða.

 

 

15.4

2403016 - 17. júní hátíðahöld 2024

 

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa gjaldfrjálsa opnun í sundlauginni í tilefni dagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

 

   

 

16.

Byggðarráð - 21 - 2404014F

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 21. fundar byggðarráðs frá 8. maí sl. Fundargerðin er í 11 liðum. Liðir 6,7 og 9 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

 

Oddviti kynnti fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

 

 

Staðfest

 

 

16.1

2404045 - Hlíðavegur 6 - úttekt

 

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

 

 

16.2

2304007 - Vinabæjarsamstarf Suður Frón (Sor-Fron)

 

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er falið að svara erindinu og undirbúa ferðina.

Samþykkt samhljóða.

 

 

16.3

2404056 - Hækkuð húsaleiga á Ýdölum - erindi til sveitarstjórnar

 

 

Lagt fram.

 

 

16.4

2404058 - Stórutjarnaskóli - leikskóli hönnunartillögur

 

 

Lagt fram.

 

 

16.5

2404029 - Samtal um Náttúrustofu

 

 

Kynnt.

 

 

16.6

2404010 - Bjarmahlíð - styrkbeiðni

 

 

Sveitarstjórn samþykkir að styðja Bjarmahlíð um 500 þúsund kr. sem verður tekið af lið 03210-9490 - Heilbrigðismál - aðrir styrkir og framlög.

Samþykkt samhljóða.

 

 

16.7

2405007 - Vorfundur 2024 - Héraðsnefnd Þingeyinga

 

 

Lagt fram.

 

 

16.8

2405006 - Ársfundur 2024 - Náttúruhamfaratryggingar Íslands

 

 

Lagt fram.

 

 

16.9

2404066 - Raforkusölusamningur - verðkönnun

 

 

Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við Orkusöluna og felur sveitarstjóra að undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

 

16.10

2311091 - Leigufélagið Bríet ehf. - kynning

 

 

Staðfest.

 

 

16.11

2404074 - Lagareldi - 930. mál - 154. löggjafaþing

 

 

Lagt fram.

 

 

   

 

17.

Skipulagsnefnd - 25 - 2404010F

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 25. fundar skipulagsnefndar frá 13. maí sl. Fundargerðin er í 28 liðum. Liðir 1, 2, 4,12, 13,14,15,19,20,21,22,25 og 27 þarfnast afgreiðslu.

 

 

Knútur kynnti fundargerðina

Til máls tók: Knútur.

Fundargerðin er staðfest.

 

 

Staðfest

 

 

17.1

2404044 - Arnarvatn 2 land - umsókn um breytt heiti

 

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur byggingafulltrúa að ganga frá breytingunni.

Samþykkt samhljóða.

 

 

17.2

2405026 - Þeistareykir, hitastigulshola - umsókn um framkvæmdaleyfi

 

 

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

 

 

17.3

2308015 - Göngu- og hjólastígur

 

 

Lagt fram.

 

 

17.4

2402055 - Bakkasel og Belgsá - umsókn um framkvæmdaleyfi

 

 

Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi til nýskógræktar í landi Bakkasels og Belgsár og felur skipulagsfulltrúa að gefa leyfið út að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar varðandi fornleifaskráningu svæðisins.

Samþykkt samhljóða.

 

 

17.5

2401027 - Strenglögn í Laxárdal - umsókn um framkvæmdaleyfi

 

 

Staðfest.

 

 

17.6

2404040 - Ærslabelgur við sundlaug á Laugum

 

 

Staðfest.

 

 

17.7

2404052 - Jarðböðin - umsókn um stöðuleyfi fyrir frystigám

 

 

Staðfest.

 

 

17.8

2404053 - Vogar 1 - umsókn um stöðuleyfi

 

 

Staðfest.

 

 

17.9

2405025 - Grjótagjá salernishús og vatnstengingar

 

 

Staðfest.

 

 

17.10

2403023 - Glettingsstaðir - umsókn um byggingarleyfi fyrir Geymslu

 

 

Staðfest.

 

 

17.11

2404059 - Bjarkargerði 8 - umsókn um byggingarleyfi

 

 

Staðfest.

 

 

17.12

2405015 - Krafla - umsókn um byggingarheimild fyrir endurbyggingu á skemmu

 

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og telur að ákvæði í viðauka við deiliskipulag hafi ekki áhrif þar sem umrædd skemma er nýtt og tilheyrir nauðsynlegum mannvirkjum til orkuframleiðslu.

Samþykkt samhljóða.

 

 

17.13

2402012 - Skútahraun 11 - umsókn um staðfestingu lóðamarka

 

 

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur byggingafulltrúa að ganga frá staðfestingu lóðamarka fyrir Skútahraun 11.

Samþykkt samhljóða.

 

 

17.14

2402013 - Skútahraun 13 - umsókn um staðfestingu lóðamarka

 

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur byggingafulltrúa að ganga frá staðfestingu lóðamarka að Skútahrauni 13.

Samþykkt samhljóða.

 

 

17.15

2404032 - Einbúavirkjun - krafa um breytingu á aðalskipulagi

 

 

Til máls tóku: Knútur, Gerður.

Vísað er til bréfs, dags. 11. apríl 2024 með yfirskriftina krafa um breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna Einbúavirkjunar í Bárðardal.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lítur svo á að erindið varði í meginatriðum yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Í því felst að afgreiðsla á efnislegum þætti bréfsins mun felast í ákvörðunum sem teknar verða í aðalskipulagsferlinu. Það verður gert með því að sveitarstjórn tekur aðalskipulagstillöguna til afgreiðslu á grunni 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, að undangenginni umfjöllun skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða,

 

 

17.16

2405010 - Vatnsleysa II - beiðni - breyting á skipulagi

 

 

Staðfest.

 

 

17.17

2405009 - Skógar, verslunar- og þjónustusvæði - beiðni - breyting á skipulagi

 

 

Staðfest.

 

 

17.18

2304017 - Sóknarnefnd Ljósavatnssóknar - Nýr kirkjugarður við Þorgeirskirkju

 

 

Staðfest.

 

 

17.19

2305022 - Sandabrot - Breytingu á aðalskipulagi

 

 

Sveitarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi vegna nýs verslunar- og þjónustusvæðis í Sandabrotum og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa breytinguna skv. 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

 

 

17.20

2209035 - Sandabrot - deiliskipulagsgerð

 

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi Sandabrota og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana skv. 3. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni sem bendir á umsagnir frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands um nauðsyn ítarlegrar fráveitu og vitundar um náttúruvá sem tengist gliðnunarsprungum.

Samþykkt samhljóða.

 

 

17.21

2311139 - Þeistareykir land ferðaþjónusta - deiliskipulag

 

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Þeistareykjalands ferðaþjónustu skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

 

 

17.22

2403028 - Þeistareykjavirkjun, ferðaþjónusta - breyting á deiliskipulagi

 

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreyitingu Þeistareykjavirkjunar, ferðaþjónustu skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

 

 

17.23

2309017 - Hofstaðir - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar

 

 

Lagt fram.

 

 

17.24

2305013 - Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi verslunar og þjónustusvæðis

 

 

Lagt fram.

 

 

17.25

2402069 - Goðafoss, deiliskipulagsbreyting - beiðni - breyting á skipulagi

 

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Goðafoss og umhverfis og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana skv.1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

 

 

17.26

2405024 - Kröfluvirkjun niðurdælingaholur - beiðni - breyting á skipulagi

 

 

Staðfest.

 

 

17.27

2405000 - Hverfjall, friðlýsing - breyting á afmörkun

 

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

17.28

2404065 - Minnisblað umhverfisnefndar um skógrækt í Þingeyjarsveit

 

 

Lagt fram.

 

******

Ósk um fundarhlé - Oddviti bar upp ósk um fundarhlé og var það samþykkt. Fundarhlé gert kl. 14.30.

 

Fundi framhaldið kl. 14.47.


Oddviti óskaði eftir að bæta inn fundarlið með afbrigðum sem 18. lið, Hjúkrunarheimili á Húsavík - viljayfirlýsing ríkis og sveitarfélaga. Samþykkt samhljóða.

 

******

 

18. Hjúkrunarheimili á Húsavík – Viljayfirlýsing ríkis og sveitarfélaga – 2405042

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga að viljayfirlýsingu um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík.

 

Til máls tóku: Arnór, Gerður, Knútur.

Með viljayfirlýsingunni lýsa aðildarsveitarfélög yfir vilja til að hverfa frá byggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík þar sem eignarhald ríkis og sveitarfélags er sameiginlegt, þ.e. 85%/15% og fara í stað þess eftir þeirri leið sem fram kemur í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis, Breytt fyrirkomulag fasteigna vegna hjúkrunarheimila, gefin út í nóvember 2023.

Heilbrigðisráðuneytið og ofangreind sveitarfélög sammælast með viljayfirlýsingu þessari um að nýja leiguleiðin verði farin vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík og að fyrirhugaðar lagabreytingar tefi ekki uppbyggingu hjúkrunarheimilis.

Samþykkt samhljóða.

 

 

19. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir - 2307011

 

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 235. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 24. apríl sl.

 

 

Til máls tók: Knútur.

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

20.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. apríl sl.

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

21.

Svæðisráð vestursvæðis - fundargerðir - 2311102

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 115. fundar svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá 16. apríl sl.

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

22.

Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir - 2311142

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar fundargerðir stjórnarfunda Samtaka orkusveitarfélaga númer 70 frá 21. mars sl. og númer 71 frá 8. apríl sl.

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

23.

Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 298. fundar Norðurorku frá 30.04.2024

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

24.

Fundargerðir framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga - 2211029

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga bs. frá 6. mars sl.

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

25.

Fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga - 2303041

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 7. maí sl.

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

26.

Náttúruverndarnefnd Þingeyinga - fundargerðir - 2405034

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar fundargerðir Náttúruverndarnefndar Þingeyinga frá 13.mars 2023, 31. maí 2023, 9. maí 2023, 14.febrúar 2024 og 22. apríl 2024.

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

27.

Ársþing SSNE 2024 - 2405036

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð ársþings SSNE 2024 frá 18. og 19. apríl sl.

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

28.

Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048

 

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 63. fundar stjórnar SSNE frá 30.04. sl.

 

 

Lagt fram

 

 

   
           

Fundi slitið kl. 15:00.