42. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

21.03.2024

42. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri fimmtudaginn 21. mars kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir

Starfsmenn

Margrét Hólm Valsdóttir

Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 7. dagskrárlið, samning á milli Akureyrarbæjar og Langanesbyggðar, Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar um barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, sem 8. lið skipan í stýrihóp Þingeyjarsveitar og Landsvirkjunar og 16. lið fundargerð 23. fundar skipulagsnefndar frá 20.3.2024.

 

1.

Skýrsla sveitarstjóra - 2303021

 

Skýrsla sveitarstjóra flutt munnlega og til kynningar.

 

Margrét Hólm flutti skýrslu sveitarstjóra í fjarveru Ragnheiðar Jónu sveitarstjóra.

 

Kynnt

 

   

2.

Sveitarstjórnarfundur í maí - 2403027

 

Á fundadagatali Þingeyjarsveitar er maí fundur sveitarstjórnar áætlaður þann 23. maí. Með hliðsjón af umfjöllun um ársreikning sveitarfélagsins er lagt til að reglulegur fundur sveitarstjórnar verði haldinn þann 16. maí nk.

 

Til máls tók: Jóna Björg.

Sveitarstjórn samþykkir að reglulegur fundur sveitarstjórnar í maí verði haldinn 16. maí nk.
Samþykkt samhljóða

Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Jónu Björgu:
Einnig verði öðrum nefndarfundum flýtt um viku.
Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

3.

Skólaakstur - útboð 2024 - 2403038

 

Síðastliðið sumar var skólaakstur boðinn út í Þingeyjarsveit og samningar gerðir í kjölfarið á flestum leiðum. Samningar tóku gildi frá og með 15.08.2023. Samningstími er 3 ár, þ.e. skólaárin 2023-2024, 2024-2025 og 2025-2026, með möguleika á framlengingu til eins árs í senn, þó ekki oftar en tvisvar sinnum.
Þrjár leiðir, nr. 9, 10 og 11, voru ekki boðnar út heldur framlengdur samningur við viðkomandi bílstjóra til eins árs. Þeir samningar renna út nú í júníbyrjun.
Í útboðsgögnum kom fram að vorið 2024 verða leiðir 9, 10 og 11 sameinaðar í eina leið sem verður þá boðin út til tveggja ára.

 

Til máls tóku: Knútur, Eyþór.


Sveitarstjórn felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að auglýsa útboð á sameinuðum leiðum 9,10 og 11 sem tvær leiðir til tveggja ára.

Samþykkt samhljóða.

 

   

4.

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 2403045

 

Lagður fram viðauki 1. við fjárhagsáætlun ársins. Viðaukinn hljóðar upp á 2.200.000 vegna viðhalds við húsnæði á Kálfaströnd.
Viðaukinn verður fjármagnaður af handbæru fé.

 

Til máls tóku: Gerður, Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

5.

Forsetakosningar - kjörstaðir - 2403041

 

Þann 1. júní nk. verður kosið til embættis forseta Íslands. Fyrir liggur að ákveða kjörstaði vegna kosninganna.

 

Til máls tók: Arnór.

Að höfðu samráði við formann kjörstjórnar leggur sveitarstjórn það til að kjörstaður vegna forsetakosninga verði í Þinghúsinu að Breiðumýri.

Samþykkt samhljóða.


 

   

6.

Stefnumótunarvinna 2024 - 2401083

 

Fyrir sveitarstjórn liggja tvö tilboð í stefnumótunarvinnu fyrir Þingeyjarsveit, frá KPMG og ARCUR.

 

Til máls tóku: Jóna Björg, Gerður.


Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við ARCUR á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

7.

Samningur Akureyrarbæjar og Langanesbyggðar, Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar - 2403048

 

Síðustu ár hefur Þingeyjarsveit verið með samning við Norðurþing að sinna barnaverndarþjónustu en samkvæmt lögum um breytingar á barnaverndarlögum, nr. 80/2002 (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.) [...] 11.gr. kemur fram að í umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu skulu vera í það minnsta 6.000 íbúar og hefur því Norðurþing farið í samningsviðræður við Barnanefndarþjónustu Eyjafjarðar til að uppfylla skilyrði um 6.000 íbúa lágmark.

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu drög að samningi um Barnarverndarþjónustu Eyjafjarðar á milli Akureyrarbæjar og Langanesbyggðar, Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Samningurinn er tímabundinn og gildir frá 1. júní til 31.12.2024.

 

Sveitarstjórn hefur kynnt sér fyrirliggjandi drög að samningi um barnaverndarþjónustu og felur sveitarstjóra að vinna þau áfram til annarrar umræðu.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

8.

Skipan í stýrihóp Þingeyjarsveitar og Landsvirkjunar vegna atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsveit - 2403050

 

Þingeyjarsveit og Landsvirkjun hafa komist að samkomulagi um stofnun stýrihóps sem vinnur að atvinnutækifærum í Þingeyjarsveit tengdum orkuvinnslu

 

Til máls tóku: Árni Pétur, Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir að skipa Gerði Sigtryggsdóttur, Arnór Benónýsson og Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur í stýrihópinn.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

9.

Náttúrustofa Norðurausturlands - rekstur 2024 - 2403020

 

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að viðauka við samning um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands en slíkir viðaukar hafa verið sendir sveitarstjórnum um land allt sem aðild eiga að náttúrustofum. Um er að ræða breytingu gildistíma samnings sem gerður var 4. mars 2019 um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands. Í viðauka er lagt til að samningur verði framlengdur um eitt ár og gildi út árið 2024 en ekki 2023 eins og upphaflegi samningurinn kvað á um.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

10.

Kjarasamningar 2024 - yfirlýsing ríkisstjórnarinnar og Sambandsins - 2403022

 

Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem því er beint til sveitarstjórna að endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu.

 

Til máls tóku: Knútur, Jóna Björg, Arnór, Gerður.

Sveitarstjórn fagnar nýgerðum kjarasamningum og samþykkir tillögu Sambands íslenskra sveitarfélaga um lækkun gjaldskráa sem varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu.
Eftirtaldar gjaldskrár verða lækkaðar: Gjaldskrá leikskóla Þingeyjarsveitar, tónlistarskóla, heimaþjónustu og hádegisverður eldri borgara.
Rétt er að geta þess að í Þingeyjarsveit eru skólamáltíðir í leik- og grunnskóla gjaldfrjálsar og verða það áfram.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að uppfæra áðurnefndar gjaldskrár í samræmi við tillögu Sambands íslenskra sveitarfélaga og taka nýjar gjaldskrár gildi þann 1. apríl nk. og verða birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

11.

HGF ehf. - gisting í flokki IV - rekstrarleyfi - 2403030

 

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, um leyfi til reksturs gististaða í flokki IV - A hótel, Hótel Goðafoss, Fosshóli, 645 Fosshóll, nýtt leyfi. Um er að ræða þrjú rými undir sama fasteignanúmeri, hámarksfjöldi alls 54 auk 60 í veitingarými.
F2161893 020101 - hámarksfjöld 14 60 í veitingarými
F2161893 070101 - hámarksfjöldi 14
2161893 090101 - hámarksfjöldi 26
Umsækjandi er HGF ehf.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umbeðið rekstrarleyfi.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

12.

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 16 - 2403003F

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 16. fundar íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar Þingeyjarsveitar sem haldinn var 12. mars sl. Fundargerðin er í fjórum liðum. Liðir 1 og 4 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Eyþór Kári Ingólfsson kynnti fundargerðina.

 

Staðfest

 

12.1

2211018 - Reglur Þingeyjarsveitar um úthlutun menningarstyrkja

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

12.2

2401106 - Íþróttamiðstöð Reykjahlíð - reglur um lykilkort

   
 

12.3

2403018 - Styrkir til menningarmála 2024

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu íþrótta-, tómstunda og menningarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

12.4

2402006 - Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála - 2024

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að svara umsækjendum.

Samþykkt samhljóða.

 

   

13.

Byggðarráð - 18 - 2403001F

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 18. fundar byggðarráðs frá 7. mars sl. Fundargerðin er í 12. liðum. Liðir 1, 3, 5 og 6 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Jóna Björg Hlöðversdóttir kynnti fundargerðina.

 

Staðfest

 

13.1

2308010 - Seigla

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

 

13.2

2403002 - Landvinnsla - Laugum

   
 

13.3

2402031 - Bjarnarfjall - gönguleiðir - skilti

 

Til máls tók: Knútur, Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 60. þúsund kr. og verður það tekið af lið 10 - Umferðar- og samgöngumál.

Samþykkt samhljóða

 

13.4

2402029 - Gjaldskrá - athugasemd

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

 

13.5

2402062 - Tónleikahald - húsnæði

 

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Sumartónleika og kórastefnu við Mývatn um sem svarar húsaleigu vegna tónleika á goslokahátíð sem haldin verður í september nk.

Samþykkt samhljóða.

 

13.6

2402060 - Snocross aksturskeppni - Krafla

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

 

13.9

2403006 - Þurrkur ehf. - aðalfundarboð 2024

   
 

13.10

2403005 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2024

   
 

13.11

2402053 - Stafrænt pósthólf

   

 

   

14.

Umhverfisnefnd - 15 - 2403004F

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 15. fundar umhverfisnefndar frá 14. mars sl. Fundargerðin er í 3. liðum sem allir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Árni Pétur Hilmarsson kynnti fundargerðina.

 

Staðfest

 

14.1

2402066 - Stuðningskerfi í skógrækt og landgræðslu - endurskoðun

 

Til máls tók: Jóna Björg.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs senda senda áherslur umhverfisnefndar til Lands- og skóga.

Samþykkt samhljóða.

 

14.2

2402073 - Vonarskarð - framtíðarskipulag náttúruverndar og innviða innan landslagsheildarinnar í Vonarskarði

 

Til máls tóku: Jóna Björg, Árni Pétur, Knútur, Arnór, Gerður.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að svara Svæðisráði vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

Samþykkt samhljóða.

 

14.3

2403025 - Stjórnsýslulundur - Kolefnisjöfnun skrifstofu og áhaldahúss Þingeyjarsveitar

 

Til máls tók: Arnór.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar og beinir því til sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að lundurinn verði fjölskylduvænn og sögu um tilurð hans verði haldið til haga.

Samþykkt samhljóða.

 

   

15.

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 16 - 2403006F

 

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 16. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 18. mars sl. Fundargerðin er í 6 liðum. Liðir 2 og 3 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir kynnti fundargerðina.

 

Staðfest

 

15.1

2403031 - Reykjahlíðarskóli - breyting á skóladagatali

   
 

15.3

2403044 - Samstarfssamningur - Aflið á Húsavík

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu Fræðslu- og velferðarnefndar og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.

 

15.4

2403040 - Reykjahlíðarskóli - skólastarf 2023-2024

   
 

15.5

2403032 - Skólaþjónusta - áframhaldandi samráð

   
 

15.6

2403029 - Farsæld barna - Úrræðalisti

   

 

   

16.

Skipulagsnefnd - 23 - 2403005F

 

Fyrir sveitarstjórn er lögð fram til staðfestingar fundargerð 23. fundar skipulagsnefndar frá 20.03.2024. Liðir 3, 8, 9, 10 og 13 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Knútur Emil Jónasson kynnti fundargerðina.

Anna Bragadóttir vék af fundi við afgreiðslu fundargerðarinnar vegna vanhæfis.

 

Staðfest

 

16.1

2403008 - Skógahlíð 5 - umsókn um byggingarleyfi

   
 

16.2

2403023 - Glettingsstaðir - umsókn um byggingarleyfi fyrir Geymslu

   
 

16.3

2402056 - Þeistareykir, hitastigulshola - umsókn um framkvæmdaleyfi

 



Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

16.4

2310011 - Breyting á grunnvatnstöku á Þeistareykjum - mál nr. 06752023

   
 

16.5

2402057 - Spennistöð í Reykjahlíð - umsókn um stofnun lóðar

   
 

16.6

2402068 - Endurskoðun Aðalskipulags Svalbarðsstrandahrepps 2025-2037 - beiðni - umsögn

   
 

16.7

2403003 - Reynihlíð - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar

   
 

16.8

2311115 - Klappahraun 2 - umsókn um lóð

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að skipulagsbreytingin verði samþykkt í samræmi við við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

 

16.9

2311139 - Þeistareykir - deiliskipulag

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

 

16.10

2403028 - Þeistareykjavirkjun, ferðaþjónusta - breyting á deiliskipulagi

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

 

16.11

2402059 - Breiðamýri - umsókn um breytingu lóðamarka

   
 

16.12

2402055 - Bakkasel og Belgsá - umsókn um framkvæmdaleyfi

   
 

16.13

2401076 - Laugasel - skógrækt

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

   

17.

Fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga - 2303041

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð stjórnarfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga sem haldinn var þann 29. febrúar sl.

 

Kynnt

 

   

18.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029

 

Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar fundargerðir 944. og 945. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. febrúar sl. og 28. febrúar sl.

 

Kynnt

 

   

19.

Svæðisráð norðursvæðis - fundargerðir - 2311077

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 106. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs sem haldinn var 4. mars sl.

 

Kynnt

 

   

20.

Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir - 2311142

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 69. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 23.2. sl.

 

Kynnt

 

   

21.

Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 295. fundar stjórnar Norðurorku.

 

Kynnt

 

   

22.

Hulda náttúruhugvísindasetur - 2209033

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar starfsskýrsla Huldu, náttúruhugvísindaseturs vegna ársins 2023.

 

Til máls tók: Jóna Björg.

 

Kynnt

 

   

23.

Lýðveldið Ísland 80 ára - kynning á dagskrá - 2403007

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar bréf frá forsætisráðuneytinu dags. 5. febrúar 2024. Þar er kynnt dagskrá í tengslum við 80 ára afmæli lýðveldisins.
Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög landsins í tengslum við hátíðardagskrána með miðlun og hvatningu eins og hentar best á hverjum stað.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í samstarf vegna 80 ára afmælis lýðveldisins hvað varðar kynningu og hvatningu til íbúa um þátttöku og beinir því til íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar að skoða möguleika á þátttöku.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

24.

Borgarstefna - 2402061

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar drög að borgarstefnu sem birt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að skila umsögnum er til 22. mars.

 

Tíl máls tóku: Knútur, Arnór.

Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að senda inn umsögn á þessu stigi málsins.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 14:52.