3.fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags

22.06.2022

3.fundur

Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags

haldinn á Hlíðavegi miðvikudaginn 22. júní kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Eyþór Kári Ingólfsson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Haraldur Bóasson
Helgi Héðinsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Úlla Árdal

Starfsmenn

 Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson

Helgi Héðinsson vakti máls á því að mál sem K-listi hefði óskað eftir að væru tekin á dagskrá sveitarstjórnarfundar hefðu ekki verið tekin á dagskrá. Oddviti svaraði því til að verið væri að afla upplýsinga um einstök málefni og því hafi þau ekki verið tekin á dagskrá. Helgi ítrekaði beiðni um að málin verði tekin á dagskrá fyrir sumarleyfi. Oddviti bar upp tillögu um að Jóni Hróa Finnssyni væri veitt málfrelsi og tillöguréttur á fundum sveitarstjórnar á meðan hann sinnir verkefnum sem snúa að framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem var samþykkt samhljóða.
Oddviti bar upp tillögu um að taka tvö mál á dagskrá með afbrigðum. Þau eru mál nr. 2206014 Dvalarheimili aldraðra Húsavík - Aðalfundarboð og nr. 2206046 Ósk um aðgang að reikningum. Sveitarstjórn samþykkir að málin séu tekin á dagskrá.

 

Dagskrá:

 

1.

Dvalarheimili aldraðra Húsavík - 2206014

 

Tilnefning í stjórn Dvalarheimilis aldraðra fyrir hönd Þingeyjarsveitar. Sveitarstjórn tilnefnir Sigurð Guðna Böðvarsson og Eygló Sófusdóttur og til vara Jónu Björg Hlöðversdóttur og Gerði Sigtryggsdóttur.

 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

   

2.

Samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahreps og Þingeyjarsveitar - 2206003

 

Breytingatillaga E-lista lögð fram til annarrar umræðu ásamt þeim breytingum sem urðu á milli umræðna. Jafnframt lagðar fram eftirfarandi breytingartillögur:
1. Í stað "sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar" komi Þingeyjarsveitar.
2. Að 18. grein falli brott. Að í staðinn komi: Sé sveitarstjórnarfulltrúi forfallaður um stundarsakir skal hann boða varamann sinn til fundarins og tilkynna eða láta tilkynna forföllin til bæjarstjóra. Varamenn taka sæti í bæjarstjórn í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmenn þess lista sem þeir eru kosnir af forfallast.
Ef framboðslisti er borinn fram af tveimur eða fleiri stjórnmálaflokkum eða samtökum geta aðalmenn listans komið sér saman um mismunandi röð varamanna eftir því hver aðalmanna hefur forfallast, sbr. 21. gr. sveitarstjórnarlaga.
Tilkynning um slíkt samkomulag skal lögð fram í upphafi kjörtímabils og gildir hún til loka þess.
3. að í stað 5 nefndarmanna í skipulagsnefndi verði þeir sjö.


 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að í stað sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar í titli samþykktarinnar komi Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að 18. grein orðist svo: "18. gr. Varamenn í sveitarstjórn. Sé sveitarstjórnarfulltrúi forfallaður um stundarsakir skal hann boða varamann sinn til fundarins og tilkynna eða láta tilkynna forföllin til sveitarstjóra. Varamenn taka sæti í sveitarstjórn í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmenn þess lista sem þeir eru kosnir af forfallast. Ef framboðslisti er borinn fram af tveimur eða fleiri stjórnmálaflokkum eða samtökum geta aðalmenn listans komið sér saman um mismunandi röð varamanna eftir því hver aðalmanna hefur forfallast, sbr. 21. gr. sveitarstjórnarlaga. Tilkynning um slíkt samkomulag skal lögð fram í upphafi kjörtímabils og gildir hún til loka þess".
Rætt var um tillögu um fjölgun fulltrúa í skipulagsnefnd. Helgi Héðinsson lagði til að öllum breytingum á samþykktum verði frestað. Tillagan Helga var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum. Tillaga K-lista um að nefndarmenn í skipulagsnefnd verði sjö í stað fimm var borin undir atkvæði. Tillagan var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum.
Knútur óskaði eftir að eftirfarandi yrði fært til bókar:
"Samþykktir undirbúningsstjórnar sameinaðs sveitarfélags, nú Þingeyjarsveit, eru í gildi. Það stjórnsýslufyrirkomulag sem þær innihalda lýsir framkvæmdastjórn sem í sitja 3 sviðsstjórar ásamt kjörnum formanni framkvæmdastjórnar. Í þeim er ekki skilgreint hlutverk sveitarstjóra / framkvæmdastjóra og því erfitt að ráða slíkann fyrr en þær breytingar sem nú er fjallað um ganga í gegn. Þess vegna liggur á að afgreiða þetta. Með þessu er ekki gefið í skyn að samþykktir skuli umgangast á léttvægan hátt, þær eru vissulega hryggjarstykkið í stjórnsýslu sveitarfélagsins. En staðan er þannig að á þessu liggur. Því tel ég ekki að rétt sé að samþykkja fleiri breytingar að svo stöddu. Varðandi önnur mál tengd samþykktinni þá er viðbúið að við samruna stjórnsýslukerfa sveitarfélaganna að reynsla næstu mánaða leiði í ljós að einhverjar úrbætur séu æskilegar. Þá er hægt að fara yfir mál eins og að breyta nefndum og meðal annars taka til skoðunar tillögu um að fjölga í skipulagsnefnd úr 5 í 7 og fleira sem mun þurfa endurskoðunar við. Nú liggur hins vegar á að koma þessari breytingu í ferli og til ráðuneytis, enda eru aðrar breytingar en brotthvarf frá stjórnsýslutilraun, auðsóttari síðar, samanber sögu breytinga á samþykktum"
Fulltrúar E-lista draga til baka tillögur sína um að breyta ákvæðum um vanhæfi og fjölda sveitarstjórnarfulltrúa, sbr. 12. og 29. grein breytingartillögu.
Farið var yfir áorðnar breytingar á samþykktunum, grein fyrir grein, hver grein sem breytingarnar varða borin undir atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Breyting á titli: Samþykkt samhljóða
4. tl. 5. gr.: 5 samþykkja, 4 eru á móti.
14. tl. 5. gr.: Samþykkt samhljóða.
1. mgr. 7. gr.: 5 samþykkja, 4 sitja hjá.
5. mgr. 7. gr.: 5 samþykkja, 1 er á móti, 3 sitja hjá.
1. mgr. 8. gr.: 5 samþykkja, 4 sitja hjá.
2. mgr. 8. gr.: 5 samþykkja, 4 eru á móti.
1. mgr. 9. gr.: 5 samþykkja, 1 er á móti, 3 sitja hjá.
1. mgr. 10. gr.: 5 samþykkja, 2 eru á móti, 2 sitja hjá.
3. mgr. 14. gr.: 5 samþykkja, 4 sitja hjá.
d-liður 16. gr.: 5 samþykkja, 4 sitja hjá.
g-liður 16. gr.: 5 samþykkja, 3 eru á móti, 1 situr hjá.
18. gr.: 5 samþykkja, 4 sitja hjá.
3. og 4 mgr. 21. gr.: 5 samþykkja, 4 sitja hjá.
5. mgr. 29. gr.: 5 samþykkja, 2 eru á móti, 2 sitja hjá.
d-liður 40. gr.: 5 samþykkja, 4 eru á móti
Helgi óskaði eftir að eftirfarandi væri fært til bókar: „Geri athugasemdir við að ekki hafi verið komið til móts við margvíslegar athugasemdir sem fram komu á fundir sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 15.06 hvað varðar íbúaráðin og starfsemi þeirra“.
Atkvæðagreiðslu var fram haldið:
41. gr.: 5 samþykkja, 2 eru á móti, 2 sitja hjá.
43. gr.: 5 samþykkja, 2 eru á móti, 2 sitja hjá.
Fyrirsögn VI kafla: 5 samþykkja, 2 eru á móti, 2 sitja hjá.
44. gr.: 5 samþykkja, 4 eru á móti.
45. gr.: 5 samþykkja, 4 eru á móti.
46. gr.: 5 samþykkja, 4 eru á móti.
47. gr.: 5 samþykkja, 4 eru á móti.
48. gr.: 5 samþykkja, 2 eru á móti, 2 sitja hjá. (48 g. fellur brott. Hér eftir er vísað í ný númer greina)
48. gr.: 5 samþykkja, 2 eru á móti, 2 sitja hjá.
58. gr.: 5 samþykkja, 2 eru á móti, 2 sitja hjá.
65. gr.: 5 samþykkja, 4 eru á móti.
Helgi ítrekaði bókun sína frá 1. fundi sveitarstjórnar þar sem afdráttarlaust er lagst gegn breytingum á gildandi samþykktum.
Tillögur E-lista að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, með áorðnum breytingum eru samþykktar með fimm atkvæðum. Tveir greiða atkvæði gegn breytingunum og tveir sitja hjá. Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktinni með áorðnum breytingum til yfirlestur lögfræðings. Ef ekki koma fram veigamiklar efnislegar athugasemdir skal endurskoðuð samþykkt sendar til innviðaráðuneytis til staðfestingar. Komi fram efnilegar athugasemdir skulu þær bornar undir sveitarstjórn.

 

   

3.

Heimild til hækkunar á yfirdráttarheimild - 2206013

 

Að mati fjármálastjóra og ráðgjafa er lausafjárþörf sveitarfélagsins um 70 m.kr. meiri en áætlað var þegar óskað var eftir 50 m.kr. yfirdráttarheimild á fundi sveitarstjórnar þann 15.6. Óskað er eftir heimild sveitarstjórnar til að hækka yfirdráttarheimild sveitarfélagsins um 70 m.kr. í 6 mánuði þannig að hún verði 120 m.kr. Samþykkt með fimm atkvæðum. Fjórir sitja hjá.

 

Sveitarstjórn samþykkir heimild til hækkunar á yfirdráttarheimild um allt að 70 m.kr. og gildir sú heimild næstu 6 mánuði. Gísla Sigurðssyni er falið að sækja um hækkunina.

 

   

4.

Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2023 - 2206029

 

Samkvæmt 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal sveitarstjórn halda reglulega fundi á þeim stað og tíma sem ákveðið er fyrir fram eða mælt er fyrir um í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Tillaga liggur fyrir um fundatíma sveitarstjórnarfunda með fyrirvara um breytingar.

 

Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjórnarfundir verða að jafnaði haldnir annan og fjórða miðvikudag í mánuði kl. 13.00. Fundarstaðir verða auglýstir hverju sinni. Síðasti fundur sveitarstjórnar fyrir sumarfrí 2022 verður 6.júlí. Fundir eftir sumarleyfi 2022 verði eftirfarandi:
17.8.2022
31.8.2022
14.9.2022
28.9.2022
12.10.2022
26.10.2022
9.11.2022
23.11.2022 - fyrri umræða um fjárhagsáætlun
7.12.2022 - síðari umræða um fjárhagsáætlun
21.12.2022
11.1.2023
25.1.2023
8.2.2023
22.2.2023
8.3.2023
22.3.2023
12.4.2023 - fyrri umræða um ársreikning.
26.4.2023 - síðari umræða um ársreikning.
10.5.2023
24.5.2023
14.6.2023
28.6.2023
16.8.2023
30.8.2023
13.9.2023
27.9.2023
11.10.2023
25.10.2023
8.11.2023
22.11.2023 - fyrri umræða um fjárhagsáætlun
6.12.2023 - síðari umræða um fjárhagsáætlun
20.12.2022

Samþykkt með fimm atkvæðum. Fjórir sitja hjá.

 

   

5.

Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir - 2206018

 

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var kosið í fastanefndir. Eftir kosningu kom í ljós að fyrsti varamaður E-lista í Íþrótta- og tómstundanefnd er ekki kjörgengur. Lagt er til að Unnsteinn Ingason taki sæti fyrsta varamanns í staðinn.
Síðan verður kosið í yfirkjörstjórn, fjallskilanefnd og stjórnir og ráð.

 

Afgreiðslu frestað.

 

   

6.

Kosningar til sveitarstjórnar 2022 - skýrsla yfirkjörstjórnar. - 2206007

 

Samkvæmt 119. gr. kosningalaga nr. 112/2021 er greinargerð yfirkjörstjórnar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps vegna nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga lögð fram.
Fjöldi kjósenda á kjörskrá voru 1.034
Greidd atkvæði alls voru 819
Gildir atkvæðaseðlar voru 797
Auðir seðlar og ógildir voru 22
Atkvæði greidd E-lista voru 439 eða 55,1% og fjöldi kjörinna fulltrúa er 5
Atkvæði greidd K-lista voru 358 eða 44,9% og fjöldi kjörinna fulltrúa er 4

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

Starfskjör kjörinna fulltrúa og nefndarmanna 2022-2026 - 2206020

 

Sveitarstjórn skal ákveða hæfilega þóknun fyrir störf sín sbr. 132. gr. sveitarstjornarlaga nr. 138/2011. Lagt fram minnisblað frá Tryggva Þórhallssyni.
Lagt er til að þingfararkaup verði lagt til grundvallar nú í upphafi nýs kjörtímabils og er það kr. .
Sú grunnfjárhæð tekur tekur breytingum í samræmi við ársfjórðungslega þróun launavísitölu starfsmanna sveitarfélaga. Notast verður við sömu hlutföll af grunnfjárhæð eins og þau sem gilt hafa í Þingeyjarsveit frá 2018 og eru:
Mánaðarlaun kjörinna fulltrúa 10%
Mánaðarlaun oddvita 15%
Greitt pr. fund sveitarstjórnarmanna 2,5%
Greitt pr. fund oddviti og formenn nefnda 3,5%
Greitt pr. fund, varafulltrúar 4%

 

Sveitarstjórn samþykkir að fresta umræðu um kjör sveitarstjórnarmanna en að greitt verði fyrir fundi í júní 2022 samkvæmt kjörum sveitarstjórnarmanna i Þingeyjarsveit á síðasta kjörtímabili.

 

   

8.

Umsókn um tónlistarnám - 2206033

 

Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri dags. 14.06.2022 þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms eins nemenda á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

   

9.

Erindi frá umboðsmanni Alþingis - 2206010

 

Sveitarstjórn hefur borist erindi frá Umboðsmanni Alþingis varðandi kvörtun umsækjanda um stöðu skólastjóra í Stórutjarnaskóla.

 

Sveitarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum að fela Jóni Hróa Finnssyni að óska eftir fundi með málsaðila í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis. Fjórir sitja hjá.

 

   

10.

Kálfaströnd leigusamningur - 2206023

 

Borist hefur erindi frá RAMÝ þar sem óskað er eftir framlengingu leigusamnings um íbúðarhúsið á Kálfaströnd. Til staðar er leigusamningur sem gerður var á milli RAMÝ og fyrri eiganda jarðarinnar. Síðasta endurnýjun fór fram 2020 og rennur sá samningur út 31.8.22.

 

Afgreiðslu frestað.

 

   

11.

Kálfaströnd - veiðiréttur sumar 2022 - 2202005

 

Eftirfarandi þrjú tilboð hafa borist í sumarveiðirétt Kálfastrandar:
Halldór Árnason, býður 100.000 í Kálfaströnd 1 og 100.000 í Kálfaströnd 2.
Þórhallur Kristjánsson, býður 300.000 í Kálfaströnd 1 og 250.000 í Kálfaströnd 2
Sverrir Karlsson býður 102.000 í annan hvorn veiðiréttinn.
Ábending barst um að skv. ákvæði 13.a. í skilmálum kaupsamnings frá 28.11.2021 hefur fyrri eigandi jarðarinnar nýtingarrétt á 10% af silungsveiði jarðarinnar. Þar með hefur sveitarfélagið eingöngu heimild til útboðs á 90% veiðiréttarins.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela Jóni Hróa að ganga til samninga við hæstbjóðanda með tilliti til mögulegrar nýtingar fyrri eiganda jarðarinnar. Samþykkt með átta atkvæðum. Einn situr hjá.

 

   

12.

Fish&Chips við Mývatn: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2206031

 

Lögð er fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 10.05.2022 þar sem Unnur Sigurðardóttir f.h. The Little Fish Company ehf., sækir um rekstrarleyfi Veitingaleyfi - A Veitingahús, flokkur II, að Hraunvegi 8 (gamla Kaupfélagshúsinu) við Mývatn.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

   

13.

Romulus ehf: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2205020

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 25.05.2022, þar sem Aðalgeir Ásvaldsson f.h. Romulus ehf sækir um rekstrarleyfi til reksturs Gististaðir í Flokki II-C Minna gistiheimili í húsnæði Hótel Tjarna í Stórutjarnaskóla.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

   

14.

Gamla búðin Vaglaskógi - 2206027

 

Borist hefur erindi frá Geir Hólmarssyni, Akureyri þar sem hann óskar eftir kaupum á Gömlu búðinni Vaglaskógi.

 

Afgreiðslu frestað.

 

   

15.

Áskorun um lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði - 2206022

 

Borist hefur erindi frá Félagi atvinnurekenda þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði.

 

Afgreiðslu frestað.

 

   

16.

Greið leið ehf Aðalfundarboð - 2005014

 

Borist hefur aðalfundarboð Greiðrar leiðar. Fundurinn fer fram á Teams 28.06.2022 kl. 13.00.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Knútur Emil Jónasson taki þátt í fundinum f.h. Þingeyjarsveitar.

 

   

17.

Erindi Mennta- og barnamálaráðuneytis um stuðning við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraníu. - 2203018

 

Lagt er fram til kynningar erindi Mennta- og barnamálaráðuneytis um stuðning við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraníu.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

18.

SSNE - Fundargerð 38. fundar. - 2002017

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 38. fundar SSNE.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

19.

Ósk um aðgang að reikningum - 2206046

 

Óskað er eftir leyfi sveitarstjórnar til að veita Gísla Sigurðssyni fullan aðgang að öllum reikningum sveitarfélagsins og Jóni Hróa Finnssyni skoðunaraðgang í vefbönkum.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita umræddar heimildir með átta atkvæðum. Einn situr hjá.

 

   

Fundi slitið kl. 16:15.

 

 

 

 

 

.