39. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

25.01.2024

39. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri fimmtudaginn 25. janúar kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ósk Helgadóttir

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Margrét Hólm Valsdóttir

Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem dagskrárlið 1, skýrslu sveitarstjóra, sem dagskrárlið nr. 8 samning við HLH ráðgjöf um úttekt á Brunavörnum Þingeyjarsveitar , sem dagskrárlið 16, fundargerð 15. fundar byggðarráðs, sem dagskrárlið 17 fundargerð 16. fundar byggðarráðs.

 

1.

Skýrsla sveitarstjóra - 2303021

 

Skýrsla sveitarstjóra flutt munnlega og til kynningar.

 

Kynnt

 

   

2.

Staðgengill sveitarstjóra - umboð - 2401094

 

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni sveitarstjóra um umboð til handa Margréti Hólm Valsdóttur til að gegna störfum staðgengils sveitarstjóra. Jafnframt liggur fyrir beiðni um að veita Margréti Hólm Valsdóttur prókúruumboð með vísan til 4. mgr. 55.gr. sveitarstjórnarlaga.

 

Til máls tók: Knútur Emil Jónasson

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umboð Margrétar Hólm Valsdóttur sem staðgengil sveitarstjóra. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að veita Margréti Hólm sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs prókúrumboð fyrir Þingeyjarsveit.

Samþykkt samhljóða

 

Samþykkt

 

   

3.

Fjölmenningarráð SSNE - skipan - 2401095

 

Fyrir sveitarstjórn liggur tölvupóstur frá SSNE frá 19. 01. 2024 þar sem óskað er eftir skipan í fjölmenningarráð SSNE.

 

Til máls tók: Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Sveitarstjórn tilnefnir Myrru Leifsdóttur æskulýðs-, tómstunda- og menningarfulltrúa sem fulltrúa Þingeyjarsveitar í fjölmenningarráð SSNE enda falla málefni fjölmenningar undir hennar starfssvið.

Samþykkt samhljóða

 

Samþykkt

 

   

4.

Húsnæðisáætlun 2024 - 2401077

 

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að húsnæðisáætlun 2024.

 

Til máls tóku: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða húsnæðisáætlun og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða

 

Samþykkt

 

   

5.

Búfjársamþykkt - 2310024

 

Fyrir sveitarstjórn liggur samþykkt um búfjárhald í Þingeyjarsveit. Samþykktin var samþykkt á 9. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar 6. nóvember 2023. Fyrri umræða í sveitarstjórn fór fram 23. nóvember sl. Einnig liggur fyrir bréf frá Bændasamtökum Íslands þar sem þau gera ekki athugasemdir við samþykktina.

 

Til máls tóku: Eyþór Kári Ingólfsson, Knútur Emil Jónasson.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða samþykkt um búfjárhald í Þingeyjarsveit og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta hana í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

6.

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit - 2310028

 

Lögð fram til fyrri umræðu drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit.

 

Til máls tóku: Eyþór Kári Ingólfsson, Knútur Emil Jónasson, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit og vísar henni til annarrar umræðu.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

7.

Þingey - beiðni um viðræður um framtíð Þingeyjar - 2401100

 

Í ljósi þess að nú er unnið að niðurlagningu Héraðsnefndar Þingeyinga óskar sveitarstjórn Þingeyjarsveitar eftir viðræðum um framtíð og eignarhald á Þingey í Skjálfandafljóti.

 

Til máls tóku: Arnór Benónýsson, Knútur Emil Jónasson.

Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun og bar upp til atkvæðagreiðslu:

Í ljósi þess að nú er unnið að slitum Héraðsnefndar Þingeyinga, óskar sveitarstjórn Þingeyjarsveitar eftir því að Héraðsnefnd Þingeyinga afsali eignarhlut sínum í Þingey ásamt þeim kvöðum og skyldum sem á henni kunna að hvíla, til Þingeyjarsveitar. Þingeyjarsveit lýsir vilja til áframhaldandi uppbyggingar í Þingey ásamt því að varðveita fornar minjar og friðun eyjunnar.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi bókun samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

9.

Breiðamýri - Þorrablót Reykdæla - tækifærisleyfi - 2401088

 

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett 16. janúar 2024 þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Agnesar Gísladóttur fyrir hönd Ungmennafélagsins Eflingar kt. 660483-0129, um tækifærisleyfi vegna þorrablóts félagsins á Breiðumýri sem halda á þann 3. febrúar nk.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti við útgáfu tækfærisleyfis vegna þorrablóts á Breiðumýri.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

10.

Stórutjarnarskóli - Þorrablót Fnjóskdæla - tækifærisleyfi - 2401085

 

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett 16. janúar 2024 þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Birnu Davíðsdóttur kt. 110772-3439 fyrir hönd Þingeyjarsveitar, um tækifærisleyfi vegna þorrablóts Fnjóskdælinga sem halda á í Stórutjarnaskóla þann 3. febrúar nk.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti við útgáfu tækfærisleyfis vegna þorrablóts í Stórutjarnarskóla.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

11.

Fræðslu- og velferðarnefnd - 2 - 2209008F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 2. fundar fræðslu- og velferðarnefndar Þingeyjarsveitar frá 21. 9. 2022. Fyrir mistök var var fundargerðin ekki lögð fyrir sveitarstjórn til staðfestingar og er því gert hér með. Fundargerðin er í 8 liðum. Liðir 1 og 8 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Staðfest

 

11.1

2209028 - Ný skólastefna Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn samþykkir að fengin verði utanaðkomandi ráðgjafi til að leiða stefnumótun sveitarfélagsins í skólamálum.

Samþykkt samhljóða.

 

11.2

2209029 - Samstarf tónlistarskólanna í Þingeyjarsveit

   
 

11.3

2208016 - Samvinna á unglingastigi

   
 

11.4

2209036 - Skólabyrjun

   
 

11.5

2209038 - Starfsáætlun skólanna veturinn 2022-2023

   
 

11.6

2209039 - Skólaþing Þingeyjarskóla

   
 

11.7

2209002 - Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um viðbótartónlistarnám

   
 

11.8

2209045 - Skipun áheyrnarfulltrúa á fundum fræðslu- og velferðarnefndarfundum

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

 

   

12.

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 14 - 2312010F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 14. fundar fræðslu- og velferðarnefndar Þingeyjarsveitar frá 3. janúar 2024. Fundargerðin er í fjórum liðum. Engir liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Til máls tóku: Eyþór Kári Ingólfsson, Arnór Benónýsson, Knútur Emil Jónasson, Gerður Sigtryggsdóttir.

 

Staðfest

 

12.1

2209028 - Ný skólastefna Þingeyjarsveitar

   
 

12.2

2311144 - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir - 402. mál - 154. löggjafaþing

   
 

12.3

2312053 - Skólaþjónusta - undirbúningur lagasetningar.

   
 

12.4

2312054 - Farsældarrúta BOFS - skýrsla 2023

   

 

   

13.

Umhverfisnefnd - 13 - 2401003F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 13. fundar umhverfisnefndar frá 11. janúar sl. Fundargerðin er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Til máls tóku: Árni Pétur Hilmarsson,Knútur Emil Jónasson, Arnór Benónýsson, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir.

 

Staðfest

 

13.1

2401041 - Valkostagreining á meðhöndlun lífúrgangs í Þingeyjarsveit

   

 

   

14.

Skipulagsnefnd - 21 - 2312008F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 21. fundar skipulagsnefndar frá 17. janúar 2024. Fundargerðin er í 11 liðum. Liðir 3,4,5,6,9 og 11 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Formaður skipulagsnefndar Knútur Emil Jónasson kynnti fundargerðina.

 

Staðfest

 

14.1

2401076 - Laugasel - skógrækt

   
 

14.2

2312052 - Árbót 14 - umsókn um stofnun lóðar

   
 

14.3

2312035 - Aðalskipulag Múlaþings - umsögn

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

14.4

2401061 - Rammahluti aðalskipulags Svalbarðsstrandahreppur og Eyjafjarðarsveit - beiðni - umsögn

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

14.5

2401071 - Norðausturvegur um Skjálfandafljót í Kinn - umsagnarbeiðni vegna matsskyldufyrirspurnar

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

14.6

2305022 - Sandabrot - Breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

14.7

2209035 - Sandabrot - deiliskipulagsgerð

   
 

14.8

2311115 - Klappahraun 2 - umsókn um lóð

   
 

14.9

2401073 - Múlavegur 11 - beiðni - breyting á skipulagi

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

14.10

2308006 - Aðalskipulag

   
 

14.11

2206034 - Kosning varaformanns í skipulagsnefnd

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

   

15.

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 14 - 2401002F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 14. fundar íþrótta- tómstunda- og menningarnefndar Þingeyjarsveitar frá 9.1. 2024. Liður 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Staðfest

 

15.1

2209058 - Samningar Þingeyjarsveitar við ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélög

   
 

15.2

2312018 - Hreyfing eldri borgara - hugmyndavinna

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita Ástu Price gjaldfrjálsa aðstöðu til kennslu sundleikfimi fyrir eldri borgara.

Samþykkt samhljóða.

 

15.3

2211018 - Reglur Þingeyjarsveitar um úthlutun menningarstyrkja

   
 

15.4

2312033 - Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum - Laugar

   
 

15.5

2311083 - Skákfélagið Goðinn - aðstaða til skákiðkunar

   

 

   

16.

Byggðarráð - 15 - 2312009F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 15. fundar byggðarráðs frá 4. janúar 2024. Fundargerðin er í 10 liðum. Liðir 2,5,6 og 7 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Formaður Byggðarráðs Jóna Björg Hlöðversdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 

Staðfest

 

16.1

2310028 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit

   
 

16.2

2312047 - Framlagning viðauka - reglur

 

Til máls tók: Eyþór Kári Ingólfsson, Gerður Sigtryggsdóttir, Eyþór Kári Ingólfsson, Gerður Sigtryggsdóttir, Knútur Emil Jónasson, Arnór Benónýsson.

Samþykkt samhljóða.

 

16.3

2311074 - Þingeyjarskóli - breyting á skipuriti

   
 

16.4

2312032 - Félagsheimili Þingeyjarsveitar

   
 

16.6

2312036 - Umsókn um rekstrarstyrk - Kvennaathvarfið

 

Sveitarstjórn samþykkir framlagða styrkbeiðni og verður hún tekin af lið 02-Félagsþjónusta

Samþykkt samhljóða.

 

16.7

2312044 - Frumvarp til laga um lagareldi - umsögn

 

Sveitarstjórn staðfestir áður samþykkt drög að umsögn sem send voru sveitastjórnarfulltrúum í tölvupósti.

Samþykkt samhljóða.

 

16.8

2312037 - Rannsókn á ferðamálum á virkjanasvæði við Þeistareyki

   
 

16.9

2312043 - Rotþróalosanir - árskýrsla Verkval

   
 

16.10

2312049 - Mýsköpun - fréttir af starfsemi

   

 

   

17.

Byggðarráð - 16 - 2401004F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 16. fundar byggðarráðs frá 18. janúar 2024. Fundargerðin er í 20 liðum. Liðir 2,4,6,7,8,9,10,11,13 og 14 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Staðfest

 

17.1

2308010 - Seigla

   
 

17.2

2401081 - Kynningarfundur - fjárhagsáætlun 2024

 

Sveitarstjórn samþykkir að haldinn verði kynningarfundur á fjárhagsáætlun ársins 2024 þann 30. janúar kl. 17 og hann fari fram í fjarfundi.

Samþykkt samhljóða.

 

17.3

2401001 - Skólaþjónusta - Þingeyjarsveit

   
 

17.4

2401002 - Auglýsing um skrá yfir störf undanþegin verkfallsheimild

 

Sveitarstjórn samþykkir framlagða auglýsingu og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að láta birta hana í B deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.

 

17.5

2209017 - Erindisbréf ungmennaráðs

   
 

17.6

2401028 - Beiðni um afslátt af árskortum - Íþróttamiðstöð í Reykjahlíð

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða

 

17.7

2401044 - Þjónustusamningur um kortasjá og Seyru

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

17.8

2401063 - Beiðni um samstarf um skráningu fornminja - Flateyjardalur

 

Sveitarstjórn samþykkir áframhaldandi samstarf við Fornleifastofnun Íslands ses. og samþykkir umbeðið fjárframlag að því gefnu að styrkur fáist úr Fornleifasjóði.

Samþykkt samhljóða.

 

17.9

2311140 - Gjaldskrár 2024

 

Sveitarstjórn staðfestir framlagðar gjaldskrár.

Samþykkt samhljóða.

 

17.10

2401080 - Þjóðarsátt - yfirlýsing

 

Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og gerir hana að sinni.

Bókun sveitarstjórnar:
Eitt stærsta hagsmunamál fyrir heimilin í landinu er verðstöðugleiki. Lækkun verðbólgu, stýrivaxta og ekki síður langtímavaxta skiptir miklu máli fyrir fjárhagslega afkomu fólks, fyrirtækja og sveitarfélaga. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar styður þær fyrirætlanir, að lögð sé áhersla á langtímakjarasamninga með verðstöðugleika til lengri tíma að leiðarljósi. Ef í burðarliðnum er þjóðarsátt um stöðugt verðlag, þar sem bæði launþegahreyfingar starfsmanna á almenna markaðinum og opinberra starfsmanna ganga í takt, þá er Þingeyjarsveit reiðubúin að leggja sitt af mörkum og endurskoða gjaldskrárhækkanir. Sveitarstjórn minnir jafnframt á að innan sveitarfélagsins eru einingar á borð við sorphirðu en lögum samkvæmt er gert ráð fyrir að slíkar einingar séu sjálfbærar og verða gjaldskrár að taka mið af því. Almenn hækkun á gjaldskrám Þingeyjarsveitar í fjárhagsáætlun 2024 er 7,5% sem tók mið að áætlaðri verðbólgu ársins 2023 og 2024. Þrátt fyrir samþykkta fjárhagsáætlun ársins 2024 lýsir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar yfir vilja til að endurskoða gjaldskrárhækkanir, verði af þjóðarsátt.

Samþykkt samhljóða.

 

17.11

2310028 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til annarrar umræðu.

Samþykkt samhljóða.

 

17.12

2401077 - Húsnæðisáætlun 2024

   
 

17.13

2311029 - Samstarfssamningur - Mývatnsstofa

 

Ragnhildur Hólm og Arnór gerðu grein fyrir mögulegu vanhæfi sínu. Sveitarstjórn staðfestir vanhæfi Ragnhildar og Arnórs og véku þau af fundi kl. 14.55

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Ragnhildur og Arnór komu aftur til fundar kl. 14.56

 

17.14

2401083 - Stefnumótunarvinna 2024

 

Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í heildstæða stefnumörkun fyrir sveitarfélagið og felur sveitarstjóra að leita tilboða í verkið.

Samþykkt samhljóða.

 

17.15

2401089 - Frumvarp til laga um vindorku - umsagnir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

   
 

17.16

2401017 - Breyting á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga - 27. mál - 154. löggjafaþing

   
 

17.17

2209005 - Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík

   
 

17.18

2401056 - Landsþing XXXIX - boðun

   
 

17.19

2401054 - Jöfnunarsjóður - dómur Héraðsdóms Reykjavíkur

   
 

17.20

2401049 - Samantekt samstarfs sveitarfélaga - stafræn umbreyting

   

 

   

18.

Svæðisráð vestursvæðis - fundargerðir - 2311102

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 113. fundar svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs sem haldinn var 18.12 2023.

 

Lagt fram

 

   

19.

Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir - 2307011

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 233. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem fram fór þann 13. desember sl. Einnig er lögð fram skýrsla starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum sem var til umræðu á fundinum.

 

Lagt fram

 

   

20.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags.15.12. 2024.

 

Til máls tók: Gerður Sigtryggsdóttir.

 

Lagt fram

 

   

21.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar 941. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 12.01. 2024.

 

Lagt fram

 

   

22.

Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir - 2311142

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 68. fundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 10. janúar 2024.

 

Lagt fram

 

   

23.

Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 59. fundar stjórnar SSNE sem haldinn var 5.1.2024.

 

Lagt fram

 

   

24.

Leigufélagið Hvammur - Hluthafafundur 2022 - 2401029

 

Lögð fram til kynningar fundargerð hluthafafundar Leigufélags Hvamms ehf frá 6. desember 2022.

 

Lagt fram

 

   

25.

Náttúrustofur - úttekt og framtíðarfyrirkomulag - 2401096

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar bréf dags. 10. jan. sl. frá Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytinu en ráðuneytið hefur verið í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga varðandi framtíð náttúrustofa. Samningar ráðuneytisins við sveitarfélögin um rekstur náttúrustofa runnu út um síðustu áramót. Gert er ráð fyrir að nú í byrjun árs 2024 verði boðað til funda með þeim sveitarfélögum sem standa að rekstri náttúrustofa til að hefja samtal um áherslur og framtíðarsýn hvað varðar samvinnu ríkis og sveitarfélaga í starfsemi náttúrustofa.

 

Lagt fram

 

   

26.

Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar 293. fundargerð stjórnar Norðurorku frá 12.12.2023.

 

Lagt fram

 

   

27.

Frumvarp til laga um vindorku - umsagnir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga - 2401089

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar umsagnir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga vegna frumvarps til laga um vindorku.

 

Til máls tók: Knútur Emil Jónasson.

 

Lagt fram

 

   

28.

Samtök orkusveitarfélaga - bókun stjórnar 10.01.2024 - 2401060

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar bókun stjórnar samtaka orkusveitarfélaga frá 10. janúar 2024 vegna umsagnar frumvarps til laga um vindorku.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 15:05.