35. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

23.11.2023

35. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri fimmtudaginn 23. nóvember kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Margrét Hólm Valsdóttir

Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 11. dagskrárlið Heimsókn sveitarstjórnarmanna til Dk - könnun á áhuga, sem dagskrárlið 12 Tónkvíslin, tækifærisleyfi, sem 13. dagskrárlið umsögn um tillögu til þingsályktunar - 468. mál - 154. löggjafarþing, sem 14. dagskrárlið Umsögn um tillögu til Þingsályktunar - 478. mál - 154. löggjafarþing og sem 15. dagskráðlið boð á aðalfund Veiðifélags Dalsár Flateyjardal.

 

1.

Skýrsla sveitarstjóra - 2303021

 

Skýrsla sveitarstjóra flutt munnlega og til kynningar.

 

Kynnt

 

   

2.

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - 2306013

 

Lagður fram viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2023.
Viðaukinn hljóðar upp á 14.000.000 og er vegna framkvæmda
við Seiglu á árinu 2023.
Viðaukinn verður fjármagnaður með handbæru fé.

 

Til máls tók: Gerður Sigtryggsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka.

 

Samþykkt

 

   

Ragnhildur og Arnór viku af fundi kl. 13.23

3.

Samstarfssamningur - Mývatnsstofa - 2311029

 

Lagt fram erindi frá Mývatnsstofu ehf. dags. 30. október sl. þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið. Jafnframt er lögð fram tillaga Mývatnsstofu ehf. að samstarfssamningi við sveitarfélagið.

 

Ragnhildur Hólm og Arnór vöktu athygli á mögulegu vanhæfi. Sveitarstjórn telur Ragnhildi og Arnór vanhæf til að taka þátt í afgreiðslu málsins. k
Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Gerður Sigtryggsdóttir.

Sveitarstjórn þakkar erindið og fagnar frumkvæði Mývatnsstofu um samstarf. Sveitarstjórn telur mikilvægt að starfa með fagaðilum í markaðs- og kynningarmálum með hag sveitarfélagsins í huga sem og eflingu atvinnu- og mannlífs. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að vinna málið áfram og vísar jafnframt tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar.

Ragnhildur og Arnór komu aftur inn á fund kl. 13.28

 

   

4.

Tjarnaskjól - varanlegt húsnæði - 2311096

 

Lagt fram erindi frá starfsmönnum Tjarnaskjóls dags. 16. nóvember sl. Þar sem starfsmenn benda á að í nýrri stefnuyfirlýsingu E og K lista er ekki komið inn á mikilvægi þess að Tjarnaskjól komist í varanlegt húsnæði innan Stórutjarnarskóla líkt og bókað hefur verið um í sveitarstjórn.

 

Til máls tóku: Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn þakkar starfsmönnum Tjarnaskjóls erindið. Í drögum að fjárhagsáætlun 2024 er lagt er til að farið verið í hönnun á húsnæði Tjarnaskjóls.

 

Lagt fram

 

   

5.

Barnaborg - erindi deildarstjóra - 2311099

 

Lagt fram erindi frá Nönnu Marteinsdóttur deildarstjóra Barnaborgar dags. 16. nóvember sl. þar sem hún hvetur sveitarstjórn til að huga að merkingum og lýsingu við leikskólann sem og að ljúka vinnu við skipulag skólans.

 

Til máls tók: Knútur Emil Jónasson

Sveitarstjórn þakkar Nönnu erindið og vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdasviðs og fjölskyldusviðs.

 

Samþykkt

 

   

6.

Leiðrétting á gjaldskrá lóðarleigu - 2311109

 

Við sameiningu sveitarfélaganna var gjaldskrá fyrir lóðarleigu samræmd í sveitarfélaginu. Í gömlu Þingeyjarsveit var innheimt hlutfall af fasteignamati en í Reykjahlíð var innheimt verð á m2. Sveitarfélaginu barst ábending um að innheimt lóðarleiga í Reykjahlíð væri ekki í samræmi við lóðarleigusamninga.

 

Til máls tók: Gerður Sigtryggsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir leiðréttingu á gjaldskrá vegna lóðarleigu í Reykjahlíð. Gjaldskrá tekur mið af lóðarleigu sem sveitarfélagið greiðir til landeigenda Reykjahlíðarjarða og verður kr. 12,60 kr. á m2 vegna ársins 2023

Endurgreiðsla mun almennt fara fram við álagningu 2024 en í þeim tilvikum sem að breyting leiðir til hærri lóðaleigu verða gjaldendur ekki krafðir um mismun fyrir árið 2023.

Sveitarstjórn felur sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að tilkynna íbúum bréflega um leiðréttingu á gjaldskrá.

 

Samþykkt

 

   

7.

Fiðurfjárhald utan landbúnaðarsvæða - Samþykkt - 2310054

 

Lögð fram drög að samþykkt um fiðurfjárhald utan landbúnaðarsvæða í Þingeyjarsveit.

 

Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt um fiðurfjárhald og felur sveitarstjóra að senda samþykktina til staðfestingar í viðkomandi ráðuneyti

 

Samþykkt

 

   

8.

Lágmarksíbúafjöldi vegna barnaverndar - undanþága - 2311095

 

Lagt fram erindi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 15. nóvember sl. vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu.
Barnaverndarþjónusta í Þingeyjarsveit hefur fallið undir þjónustusamning við Norðurþing. Norðurþing hefur nú þegar sótt um undanþágu frá lágmarksviðmiði. Mennta- og barnamálaráðuneytið fer fram á að sveitarfélög geri grein fyrir því að þau hafi árangurslaust leitað eftir samstarfi við önnur sveitarfélög um barnaverndarþjónustu í stærri umdæmum.

 

Til máls tóku: Arnór Benónýsson, Gerður Sigtryggsdóttir.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita eftir samstarfi við stærri aðila um barnaverndarþjónustu í samstarfi við Norðurþing.

 

Samþykkt

 

   

9.

Forsætisráðuneytið - Ósk um tilnefningu í nefnd um endurheimt vistkerfa og kolefnisbindingu í þjóðlendum - 2310062

 

Lagt fram erindi frá forsætisráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu í nefnd um endurheimt vistkerfa og kolefnisbindingu í þjóðlendum.

 

Sveitarstjórn tilnefnir Helgu Skúladóttur og Eyþór Kára Ingólfsson til setu í nefnd um endurheimt vistkerfa og kolefnisbindingu í þjóðlendum að því gefnu að greiðslur vegna setu í nefndinni greiðist af þeim aðila sem óskar eftir tilnefningunum.

 

Samþykkt

 

   

10.

Samgöngustefna - SSNE - 2311104

 

Lögð fram til kynningar Samgöngustefna SSNE.

 

Til máls tóku: Jóna Björg Hlöðversdóttir, Arnór Benónýsson, Gerður Sigtryggsdóttir.

 

Lagt fram

 

   

11.

Heimsókn sveitarstjórnarmanna til DK - könnun á áhuga - 2311101

 

Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra SSNE frá 17.11 sl. en þar segir að í samráði við stjórn SSNE er verið að skoða möguleika á því að bjóða sveitarfélögunum að senda kjörna fulltrúa sína í kynnisferð til Danmerkur 4. -7. mars nk. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast því hvernig sveitarfélög í Danmörku hafa tekist á við ýmis verkefni sem brenna á sveitarfélögum á Norðurlandi eystra s.s. íbúasamráð, samvinnu sveitarfélaga, samgöngumál og græna umbreytingu, svo dæmi séu tekin.

 

Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson, Gerður Sigtryggsdóttir.

Sveitarstjórn sýnir ferðinni áhuga og felur sveitarstjóra að afla gagna varðandi útfærslu á ferðinni og kostnað við hana.

 

   

12.

Umsókn um tækifærisleyfi - 2311111

 

Fyrir sveitarstjórn liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er eftir tækifærisleyfi fyrir Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum vegna söngkeppninnar Tónkvíslarinnar sem fer fram laugardaginn 25. nóvember.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

 

Samþykkt

 

   

13.

Tillaga til Þingsályktunar - 468. mál - 154. löggjafarþing - 2311107

 

Lagt fram bréf frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem lagt er fram til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál. Umsagnarfrestur er til 1. desember.

 

Til máls tók: Knútur Emil Jónasson, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Gerður Sigtryggsdóttir, Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn telur mikilvægt að í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á gistináttaskatti verði tryggt að hann renni til sveitarfélaga líkt og fram hefur komið í stjórnarsáttmálum tveggja síðustu ríkistjórna.

Sveitastjórn felur sveitarstjóra að senda inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

 

Samþykkt

 

   

14.

Tillaga til Þingsályktunar - 478. mál - 154. löggjafarþing - Jöfnunarsjóður - 2311105

 

Lagt fram bréf frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál. Umsagnarfrestur er til og með 30. nóvember.

 

Til máls tóku: Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til samræmis við umsögn sveitarfélagsins sem send var inn í samráðsgátt stjórnvalda.

 

Samþykkt

 

   

15.

Boð á aðalfund Veiðifélags Dalsár Flateyjardal - 2311093

 

Lagt fram boð á aðalfund Veiðifélags Dalsár Flateyjardal sem haldinn verður 29. nóvember nk. að Merki í Fnjóskadal.

 

Sveitarstjórn felur Sigrúnu Jónsdóttur að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

Samþykkt

 

   

16.

Umhverfisnefnd - 11 - 2311002F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 11. fundar Umhverfisnefndar frá 9.11. sl. Fundargerðin er í 2 liðum sem ekki þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

 

Lagt fram

 

16.1

2310028 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit

   
 

16.2

2309111 - Umsögn - Frumvarp til laga um sameiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands og Ramý

   

 

   

17.

Skipulagsnefnd - 19 - 2310010F

 

Lögð er fram fundargerð 19. fundar skipulagsnefndar frá 15. nóvember sl. Fundargerðin er í níu liðum, til afgreiðslu eru liðir 3, 6 og 9 aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar skipulagsnefndar frá 15. nóvember 2023. Fundargerðin er í 9 liðum. Liðir nr. 3, 6 og 9 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

17.1

2311017 - Rauðá - umsókn um stofnun lóðar Rauðá 2

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar frá 19. fundi nefndarinnar lögð fram til kynningar.

 

17.2

2311004 - Nípá - umsókn um byggingarleyfi - breyting hlöðu í íbúðarhús

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar frá 19. fundi nefndarinnar lögð fram til kynningar.

 

17.3

2311002 - Öndólfsstaðir - nafnabreyting - Kögur

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða nafnabreytingu lóðarinnar Öndólfsstaðir land, L180094 og að hún fái nafnið Kögur. Byggingarfulltrúa er falið að annast málsmeðferð vegna nafnabreytingarinnar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

17.4

2308020 - Deiliskipulagsvinna fyrir Laxárstöðvar

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar frá 19. fundi nefndarinnar lögð fram til kynningar.

 

17.5

2308018 - Skógarmelar 1 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar frá 19. fundi nefndarinnar lögð fram til kynningar.

 

17.6

2311026 - Dyngjujökull - stofnun þjóðlendu

 

Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir stofnun þjóðlendunnar Dyngjujökuls. Skipulagsfulltrúa er falið að tilkynna ráðuneytinu um samþykkt sveitarstjórnar og byggingarfulltrúa er falið að senda umsókn um stofnun þjóðlendunnar í fasteignaskrá til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

17.7

2309017 - Hofsstaðir - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar frá 19. fundi nefndarinnar lögð fram til kynningar.

 

17.8

2310027 - Klappahraun 6 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar frá 19. fundi nefndarinnar lögð fram til kynningar.

 

17.9

2308006 - Aðalskipulag

 

Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson, Eyþór Kári Ingólfsson.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 

   

18.

Byggðarráð - 8 - 2310009F

 

Lögð er fram fundargerð 8. fundar byggðarráðs frá 10. nóvember sl. Fundargerðin er í þrettán liðum, liðir 1, 3, 4 og 7 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

18.1

2308010 - Seigla

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

18.2

2310061 - Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði - félagsþjónusta

   
 

18.3

2310007 - Staða fjárhagsáætlunar 2024

 

Til máls tóku: Haraldur Bóasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Gerður Sigtryggsdóttir, Arnór Benónýsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Knútur Emil Jónasson, Gerður Sigtryggsdóttir, Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

18.4

2310057 - Félag eldri borgara í Þingeyjarsveit - styrkbeiðni og HSAM

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

18.5

2310055 - Niðurfelling af vegaskrá - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Lundarvegar nr. 8636-01 af vegaskrá

   
 

18.6

2311014 - Vetrarmiðstöð Íslands

   
 

18.7

2311015 - Dvalarheimili aldraðra - starfsemi

 

Til máls tók: Knútur Emil Jónasson.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

18.8

2305038 - Stjórn Norðurorku - fundargerðir

   
 

18.9

2306029 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

   
 

18.10

2206048 - Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir

   
 

18.11

2211037 - Fundargerðir stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga

   
 

18.12

2303010 - Starfshópur um greiningu á áhættu og áfallaþoli sveitarfélaga

   
 

18.13

2310056 - Flugklasinn - stöðuskýrsla

   

 

   

19.

Byggðarráð - 9 - 2311004F

 

Lögð er fram fundargerð 9. fundar byggðarráðs frá 16. nóvember sl. Fundargerðin er í sjö liðum, liðir 1, 2, 3 og 6 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

19.1

2311074 - Trúnaðarmál

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

19.2

2311090 - Umsókn um styrk - Félag eldri Mývetninga

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

19.3

2311079 - Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs - tilnefningar

 

Sveitarstjórn tilnefnir Gerði Sigtryggsdóttur og Árna Pétur Hilmarsson í svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Til vara Önnu Guðnýju Baldursdóttur og Jónu Björgu Hlöðversdóttur.
Í svæðisráð vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs tilnefnir sveitarstjórn Þorlák Pál Jónsson og Önnu Bragadóttur til vara.

 

19.4

2311084 - Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks

   
 

19.5

2311077 - Svæðisráð norðursvæðis - fundargerðir

   
 

19.6

2311091 - Leigufélagið Bríet ehf. - kynning

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

19.7

2311093 - Boð á fund hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

   

 

   

20.

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 12 - 2311003F

 

Lögð er fram fundargerð 12. fundar íþrótta- tómstunda og menningarnefndar frá 14. nóvember sl. Fundargerðin er í fjórum liðum, liðir 1 og 4 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

20.1

2311080 - Umsókn um menningarstyrk - Músík í Mývatnssveit 2024

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar og vísar styrk til húsaleigu til fjárhagsáætlunargerðar.

 

20.2

2311081 - Menningarstyrkur 2023 - umsókn

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

 

20.3

2311082 - Menningarstyrkur 2023 - umsókn

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

 

20.4

2311083 - Skákfélagið Goðinn - aðstaða til skákiðkunar

 

Sveitarstjórn felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kanna möguleika á húsnæði til skákiðkunar.

 

   

21.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 9 - 2310002F

 

21.1

2310024 - Samþykkt um búfjárhald í Þingeyjarsveit

 

Til máls tóku: Eyþór Kári Ingólfsson, Gerður Sigtryggsdóttir.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

 

21.2

2310054 - Samþykkt um fiðurfjárhald utan landbúnaðarsvæða og lögbýla í Þingeyjarsveit

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.  

 

   

 

   

22.

Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 292. fundar stjórnar Norðurorku frá 14. nóvember sl.

 

Lagt fram

 

   

23.

Svæðisráð vestursvæðis - fundargerðir - 2311102

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 112. fundar svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá 15. nóvember sl.

 

Lagt fram

 

   

24.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 937. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. nóvember sl.

 

Lagt fram

 

   

Oddviti leggur til að haldinn verði aukafundur sveitarstjórar þann 30. nóvember nk. þar sem m.a. verði fyrri umræða um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Einnig leggur oddviti til að seinni umræða um fjárhagsáætlunina fari fram á aukafundi 14. desember nk.

Fundi slitið kl. 15:03.