32. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

31.08.2023

32. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í gegnum fjarfundarbúnað fimmtudaginn 31. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson,
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Úlla Árdal
Eyþór Kári Ingólfsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir
Arnór Benónýsson,
Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

1.

Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs - ráðingar - 2306044

 

Í júlí var auglýst var eftir sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs með umsóknarfresti 15. ágúst. Sex umsóknir bárust um starfið, einn umsækjandi dróg umsókn sína til baka. Lagt var mat á framlögð umsóknargögn í samræmi við þær menntunar- og hæfniskröfur sem settar voru fram í auglýsingu. Við matið var stuðst við fyrir fram skilgreind viðmið og vægi.

 

Til máls tóku:
Knútur Emil Jónasson og Arnór Benónýsson
.
Í framhaldi þess að sveitarstjórn hefur kynnt sér öll gögn málsins er lögð fram eftirfarandi tillaga: Sveitarstjórn samþykkir að ráða Margréti Hólm Valsdóttur í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Þingeyjarsveitar.
Margrét kemur frá Íslandsbanka en þar hefur hún gegnt starfi útibússtjóra bankans á Húsavík sl. sex ár. Margrét Hólm er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði frá sama skóla og með diploma í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur einnig lokið námi frá Akademias sem viðurkenndur stjórnarmaður. Margrét hefur fjölbreytta starfsreynslu að baki var m.a. sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður Þingeyinga, fjármálastjóri Framhaldsskólans á Laugum og skrifstofustjóri Norðurþings frá 2015-2017. Margrét sat einnig í sveitarstjórn Skútustaðahrepps og gegndi þar stöðu oddvita. Margrét hefur mikla þekkingu á svæði því sem Þingeyjarsveit nær yfir, í gegnum búsetu og störf.

Menntun og reynsla Margrétar Hólm mun án efa nýtast vel í nýju starfi sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og er hún boðin velkomin til starfa fyrir Þingeyjarsveit.
Margrét mun hefja störf í upphafi vetrar.


 

Samþykkt

 

   

2.

Fundadagatal 2023-2024 - 2308023

 

Lagt fram fundadagatal sveitarstjórnar afgreiðslu var frestað á 30. fundi sveitarstjórnar 24. ágúst sl.

 

Sveitarstjórn samþykkir fundadagatal 2023-2024.

 

Samþykkt

 

   

3.

Helgastaðanáma - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2308035

 

Lagt fram erindi frá Hermanni Péturssyni f.h. Þingeyjarsveitar þar sem sótt er um heimild til efnistöku allt að 170m3 úr Helgastaðanámu í Reykjadal, Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn vísar erindinu til skipulagsnefndar.

 

Frestað

 

   

4.

Aðalfundaboð 2023 - 2308042

 

Lagt fram boð á aðalfund Dvalarheimilis aldraðra Húsavík sem fram fer föstudaginn 15. september nk. á Húsavík.

 

Til máls tók:
Gerður Sigtryggsdóttir.

Sveitarstjórn felur Gerði Sigtryggsdóttur að fara með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 13:00.