28. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

22.06.2023

28. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn Í Þinghúsinu Breiðumýri fimmtudaginn 22. júní kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson  

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 1. lið skýrslu sveitarstjóra 2. lið Gígur leigusamningur, sem 3. lið starfsmannamál, 4. lið Kálfaströnd ósk um leigu á landi og 5. þjónusta Vegagerðarinnar við malarvegi í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða.

 

1.

Skýrsla sveitarstjóra - 2303021

 


Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan flutt munnlega og til kynningar.

 

   

2.

Gígur - leigusamningur um sex vinnurými - 2306038

 

Lögð fram drög að leigusamningi við Vatnajökulsþjóðgarð um sex vinnurými í Gíg. Byggir samningurinn á viljayfirlýsingu sem undirrituð var í október 2021 milli Háskóla Íslands, sveitarfélaganna tveggja sem nú hafa sameinast í Þingeyjarsveit og Svartárkots menningar og náttúru. Vinnurýmin verða leigð út í samráði við Vatnajökulsþjóðgarð og Þekkingarnet Þingeyinga.

 

Til máls tóku:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir og Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins. Þessi samningur er óháður annarri starfsemi sveitarfélagsins í Mývatnssveit.

 

Samþykkt

 

   

3.

Starfsmannamál - 2301012

 

Auglýst var eftir sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í lok apríl sl. með umsóknarfresti til 7. júní sl. Þegar umsóknarfresti lauk voru tvær gildar umsóknir um starfið en annar umsækjanda dró umsókn sína til baka. Lagt var mat á framlögð umsóknargögn umsækjenda í samræmi við þær menntunar- og hæfniskröfur sem settar voru fram í auglýsingu. Við matið var stuðst við fyrir fram skilgreind viðmið og vægi.

 

Til máls tók: Arnór Benónýsson.

Í framhaldi þess að sveitarstjórn hefur kynnt sér öll gögn málsins er lögð fram eftirfarandi tillaga: Í auglýsingu um starf sviðsstjóra áskildi sveitarstjórn sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Í ljósi þess að umsækjandi uppfyllir ekki hæfniskröfur sem settar voru fram í auglýsingu fellur sveitarstjórn frá ráðningu sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

4.

Kálfaströnd - ósk um leigu á landi - 2306037

 

Lagt fram bréf frá Kára Þorgrímssyni dags. 26. júní sl. þar sem hann óskar eftir að taka á leigu Belgjarnes í landi Kálfastrandar undir ungkálfa.

 

Til máls tóku:
Knútur Emil Jónasson og Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjóra er falið að afla frekari upplýsingar í samræmi við umræður á fundinum.

 

Samþykkt

 

   

5.

Þjónusta Vegagerðarinnar við malarvegi í sveitarfélaginu - 2207011

 

Lögð fram eftirfarandi bókun vegna ástands malarvega í sveitarfélaginu.

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar harmar hversu mikið það dregst á langinn að laga heimreiðar/héraðsvegi í sveitarfélaginu á góðviðrisári eins og þessu. Að úrbætur skulu dragast fram í júnílok er algjörlega óviðunandi fyrir íbúa sveitarfélagsins. Að það skuli vera ákveðið að byrja á að laga og hefla hálendisvegi, á sama tíma og íbúar þurfa að keyra afar illa farna vegi daglega til að sækja vinnu og þjónustu, er með öllu ótækt. Bókunin var samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að koma henni áfram til Vegagerðarinnar.

 

   

6.

Líforkuver - SSNE - 2306023

 

Lagt fram bréf frá Albertínu F. Elíasdóttur framkvæmdastjóra SSNE þar sem kynnt eru drög að viljayfirlýsingu um stofnun þróunarfélags um áframhaldandi vinnu við uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði. Ekki fellur til kostnaður á sveitarfélögin við stofnun félagsins.

 

Til máls tóku:
Árni Pétur Hilmarsson og Knútur Emil Jónasson.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 

Frestað

 

   

7.

Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II - HN ehf. - 2306016

 

Lögð er fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 6. júní sl. þar sem Fjóla Hermannsdóttir Tarnow f.h. HN ehf., sækir um leyfi til reksturs - Gististaðir í Flokki IV-A, að Hótel Goðafossi.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

Samþykkt

 

   

8.

Reykjavíkurflugvöllur - tillaga að bókun - 2306033

 

Lögð fram tillaga að bókun vegna vegna ákvörðunar
innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðabyggðar í Skerjafirði.

 

Til máls tók:
Knútur Emil Jónasson og Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir yfir vonbrigðum vegna ákvörðunar
innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði. Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverki sem tenging við land allt.
Þá er vegið að framtíð og öryggi allra landsmanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengis almennings, atvinnulífs og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum. Það er ljóst að annar flugvöllur kemur ekki í stað Reykjavíkurflugvallar og því beinir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar því til innviðaráðherra að tryggja í uppfærslu samgöngusáttmálans að Reykjavíkurflugvöllur sinni sínu mikilvæga hlutverki um ókomna tíð.

 

Samþykkt

 

   

9.

Umsagnarbeiðni - umsókn um rekstrarleyfi veitinga í flokki II - Úr Héraði ehf - 2306015

 

Lögð er fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 6. júní sl. þar sem Guðrún Ólafsdóttir Boyd f.h. Úr héraði ehf., sækir um leyfi til reksturs - Veitingaleyfi - A, í Dalakofanum Laugum.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

Samþykkt

 

   

10.

Laugasel - umsögn sveitarstjórnar vegna sölu á Laugaseli - 2306034

 

Lögð fram beiðni frá matvælaráðuneytinu dags. 19. júní sl. um umsögn vegna sölu á Laugaseli í Þingeyjarsveit.

 

Til máls tóku:
Jóna Björg Hlöðversdóttir og Knútur Emil Jónasson.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 

Frestað

 

   

11.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029

 

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 929. og 930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagt fram

 

   

12.

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 9 - 2306002F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 9. fundar íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar frá 6. júní sl. Fundargerðin er í 6 liðum. Liðir 1,2 og 6 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

12.1

2212005 - Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

 

12.2

1904017 - Heilsueflandi samfélag

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir því að gerður verði nýr samningur um Heilsueflandi samfélag við Landlæknisembættið fyrir Þingeyjarsveit. Í kjölfar undirritunar verði settur á fót stýrihópur fyrir verkefnið.

 

12.3

2212001 - Umsóknir um styrki til lista og menningarmála

   
 

12.4

2306003 - Rafrænt skráningarkerfi íþróttahreyfingarinnar

   
 

12.5

2305045 - Evrópska íþróttavikan

   
 

12.6

2306005 - Reglur um frístundastyrki

 

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að reglum um frístundastyrki og felur verkefnastjóra fjölskyldumála að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins og auglýsa í Hlaupastelpunni.

 

   

13.

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 10. - 2305004F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 10. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 24. maí sl. Fundargerðin er í 7 liðum. Liður 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

13.1

2302012 - Skólastarf Stórutjarnaskóla

   
 

13.2

2303002 - Áætlun Þingeyjarsveitar um jafnrétti

 

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að aðgerðaráætlun í jafnréttismálum.

 

13.3

2304029 - Reglur um skólaakstur í Þingeyjarsveit

   
 

13.4

2304024 - Verklagsreglur leikskóla Þingeyjarsveitar

   
 

13.5

2305030 - Skóladagatöl leikskóla 2023-24

   
 

13.6

2304040 - Fagskólanám í leikskólafræðum - kynningarbréf

   
 

13.7

2209028 - Ný skólastefna Þingeyjarsveitar

   

 

   

14.

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 11 - 2305009F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 11. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 14. júní sl. Fundargerðin er í 5 liðum. Liðir 1, 2, 3 og 4 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

14.1

2306004 - Akstur fyrir eldri borgara í félagsstarf

 

Sveitarstjórn þakkar erindið og vísar því til íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar þar sem félagsstarf eldri borgara fellur undir hlutverk nefndarinnar samkvæmt erindisbréfi.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og verkefnastjóra fjölskyldumála að kanna hvort einhver gögn séu fyrirliggjandi varðandi akstur fyrir eldri borgara frá fyrra kjörtímabili og möguleikana sbr. bókun nefndarinnar.

 

14.2

2304029 - Reglur um skólaakstur í Þingeyjarsveit

 

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að reglum um skólaakstur og felur verkefnastjóra fjölskyldumála að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

14.3

2304024 - Verklagsreglur leikskóla Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga vegna málsins.

 

14.4

2306017 - Viðmið vegna lágmarksmönnunar í leikskólum

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að viðmiðum fyrir mönnun leikskóla og verklagsreglur vegna fáliðunar.

 

14.5

2209028 - Ný skólastefna Þingeyjarsveitar

   

 

   

15.

Skipulagsnefnd - 13 - 2305008F

 

Fundargerð 13. fundar skipulagsnefndar frá 21. júní sl. tekin fyrir með afbrigðum. Liðir 8 og 10 þarfnast sérstakrar afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Fundargerð 13. fundar skipulagsnefndar frá 21. júní sl. tekin fyrir með afbrigðum. Liðir 8 og 10 þarfnast sérstakrar afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

15.1

2305036 - Heiðarbraut - Stofnun lóðar

   
 

15.2

2210017 - Stekkur - umsókn um byggingarheimild

   
 

15.3

2208009 - Stofnun lóðar úr landi Bjarkar

   
 

15.4

2303035 - Klappahraun 11 - Breyting á deiliskipulagi

   
 

15.5

2302015 - Klappahraun 10 - deiliskipulag Reykjahlíðarþorps

   
 

15.6

2306030 - Húsheild - Umsókn um stöðuleyfi vinnubúða

   
 

15.7

2306001 - Vogar 1 - framkvæmdaleyfi veglagningar

   
 

15.8

2208042 - Vogar 1 - breyting á deiliskipulagi

 

Sveitarstjórn hefur móttekið athugasemd Skipulagsstofnunar og bréf innviðaráðuneytisins frá 13. júní sl. þar sem ráðuneytið fellst á undanþágu frá ákvæði d-liðar grein 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar nr. 90 frá árinu 2013. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að sjá um gildistöku tillögunar í samræmi við fyrri bókun skipulagsnefndar frá 12. fundi, 15. febrúar sl.

 

15.9

2306014 - Vogar 1 - Breyting á deiliskipulagi vegna F5

   
 

15.10

2204008 - Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1

 

Til máls tók:
Knútur Emil Jónasson.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

   

Fundi slitið kl. 14:00.