27. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

08.06.2023

27. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn Í Þinghúsinu Breiðumýri fimmtudaginn 08. júní kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Einar Örn Kristjánsson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Úlla Árdal
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Linda Björk Árnadóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

1.

Skýrsla sveitarstjóra - 2303021

 

Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan flutt munnlega og til kynningar.

 

Kynnt

 

   

2.

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar - 2206003

 

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar önnur umræða.
Breytingarnar eru gerðar í samræmi við nýtt stjórnskipulag þar sem m.a. er sett á fót byggðarráð. Aðrar breytingar eru gerðar í samræmi við nýjar leiðbeiningar um samþykktir um stjórn sveitarfélaga frá innviðaráðuneytinu.

 

Til máls tóku.
Eyþór Kári Ingólfsson.

Sveitarstjórn samþykktir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að senda þær til innviðaráðuneytis til staðfestingar.

 

Samþykkt

 

   

3.

Kosning oddvita og varaoddvita - 2206002

 

Í samræmi við 7. gr. í samþykkt um stjórn Þingeyjarsveitar er kveðið á um að kjósa skuli oddvita og varaoddvita til eins árs í senn.
Eyþór Kári Ingólfsson leggur fram tillögu um Gerði Sigtryggsdóttur til oddvita Þingeyjarsveitar og Knút Emil Jónasson til varaoddvita.


 

Til máls tóku:
Eyþór Kári Ingólfsson.

Kosið var um tillöguna með handauppréttingu. Samþykkt með 9 greiddum atkvæðum.
Gerður Sigtryggsdóttir er lýstur réttkjörinn oddviti og Knútur Emil Jónasson lýstur réttkjörinn varaoddviti.

 

Samþykkt

 

   

Guðrún Sigríður Tryggvadóttir vék af fundi kl. 13:14

4.

Hulda náttúruhugvísindasetur - 2209033

 

Lagt fram erindi Guðrúnar Tryggvadóttur, fyrir hönd Svatárkots, menningar og náttúru þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarstjórnar við verkefnið Huldu - náttúruhugvísindaseturs.

 

Til máls tóku.


Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með verkefnið og framgang þess og samþykkti við síðustu fjárhagsáætlunargerð að veita 5 m.kr. á ári næstu þrjú ár til að styðja við það. Gert er ráð fyrir framlagi til Huldu hugvísindaseturs í fjárhagsáætlun 2023 og felur sveitarstjórn sveitarstjóra að gera samning um verkefnið til þriggja ára.

 

Samþykkt

Guðrún Sigríður Tryggvadóttir kom aftur til fundar kl. 13.17

 

   

5.

Efni: Ágengar plöntur - 2304039

 

Á 26. fundi sveitarstjórnar var sveitarstjóra og umhverfisfulltrúa falið að leggja fram tillögu að fulltrúum í starfshóp um ágengar plöntur í sveitarfélaginu.

 

Til máls tóku:
Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Lagt er til að fulltrúar í starfshópnum komi frá Landgræðslunni, Umhverfisstofnun og Fjöreggi. Formaður starfshópsins verði sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs en þar til ráðning hefur farið fram er umhverfisfulltrúa falið að leiða hópinn. Fulltrúi sveitarstjórnar í hópnum verði Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjóra er falið að óska eftir tilnefningum frá áðurnefndum stofnunum.

 

Samþykkt

 

   

6.

Tilboð og verklýsing - 2306006

 

Lagt fram tilboð og verklýsing á útboði á tryggingum Þingeyjarsveitar frá Consello ehf.

 

Til máls tóku.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð, leið 2, og felur sveitarstjóra að undirrita samning.

 

Samþykkt

 

   

7.

Hitastigulshola vegna rannsókna á jarðhita sunnan Bæjarfjalls - 2303032

 

Á 10. fundi skipulagsnefndar var vísað til sveitarstjórnar erindi Landsvirkjunar þar sem þess er óskað að nefndin taki afstöðu til framkvæmdar vegna lagningu slóða og útfærslu borplans. Áformað er að bora hitastigulsholu vegna rannsókna á jarðhita sunnan til í Bæjarfjalli á Þeistareykjum. Erindið var tekið fyrir á 21. fundi sveitarstjórnar 23. mars sl. sem vísaði málinu til samráðhóps sveitarfélagsins og Landsvirkjunar. Samráðshópurinn er jákvæður gagnvart framkvæmdinni og leggur til að sveitarstjórn samþykki beiðni Landsvirkjunar.

 

Til máls tóku:
Árni Pétur Hilmarsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Úlla Árdal og Haraldur Bóasson.

Einar vakti athygli á mögulegu vanhæfi. Sveitarstjórn telur hann ekki vanhæfan við afgreiðslu þessa liðar.

Oddviti bar upp tillögu samstarfshóps Þingeyjarsveitar og Landsvirkjunar um að beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdir vegna hitastigulsholu á Þeistareykjum veðri samþykkt.
Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum. Úlla Árdal, Árni Pétur, Guðrún Sigríður og Halldór Þorlákur greiddu atkvæði gegn tillögunni.

 

Samþykkt

 

   

8.

Áform um virkjun Svartár í Bárðadal, fýsileiki og umhverfisáhrif 2011-2022 - 2306007

 

Lögð fram til kynningar greinargerð stjórnar Verndarfélags Svartár og Suðurár vegna áforma um virkjun í Svartár í Bárðadal, fýsileiki og umhverfisáhrif 2011-2022.

 

Til máls tóku:
Árni Pétur Hilmarsson.

Sveitarstjórn þakkar Verndarfélagi Svartár og Suðurár erindið.

 

Lagt fram

 

   

9.

Vogar 1 - breyting á deiliskipulagi - 2208042

 

Tekin fyrir að nýju beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi Voga 1. Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir byggingarreit frístundahúss innan 100 m frá Mývatnssveitarvegi (848). Þann 9. febrúar s.l. samþykkti sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að leita undanþágu frá d. lið í gr. 5.3.2.5. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 sem segir að utan þéttbýlis skuli ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. Sveitarstjórn tók fyrir beiðni frá innviðaráðuneytinu um umsögn við beiðni sveitarfélagsins um undanþágu frá skipulagsreglugerð á fundi sínum þann 23. mars s.l. Skipulagsfulltrúa var þá falið að svara erindi ráðuneytisins þess efnis að ekki yrði gerð athugasemd við veitingu undanþága frá d. lið í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 vegna breytingar á deiliskipulagi Voga 1. Fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar dags. 17. mars s.l. þar sem ekki er gerð athugasemd við veitingu undanþágu frá d. lið í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

 

Til máls tóku.
Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn ítrekar fyrri afstöðu og felur skipulagsfulltrúa að svara erindi innviðaráðuneytisins þess efnis að óskað sé eftir því að undanþága sé veitt frá d. lið í gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 vegna fyrirhugaðrar staðsetningar frístundahúss að Björk, Vogum 1 og að það verði staðsett innan 100 m frá Mývatnsveitarvegi (848) í samræmi við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Voga 1.

 

Samþykkt

 

   

10.

Breyting á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna skilgreiningar íbúðabyggðar að Vogum 1 - 2306008

 

Lögð fram beiðni til vatnsveitu Skútustaðahrepps frá Skipulagsstofnun vegna breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna skilgreiningar íbúðabyggðar að Vogum 1.

 

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla gagna um vatnsöflun og dreifingu og undirbúa drög að umsögn.

 

Frestað

 

   

Halldór Þorlákur Sigurðsson vék af fundi kl. 13:40

11.

Kálfaströnd um nýtingu túna og beitar á Kálfaströnd 1 - 2305041

 

Lagt fram bréf frá Halldóri Þorláki Sigurðssyni þar sem hann óskar eftir samningi um nýtingu túna og beitar á Kálfaströnd 1. Hann óskar eftir að slá og hirða tún við Moshól og beita vor og haust.
Á 26. fundi sveitarstjórnar var tekin fyrir beiðni um nýtingu túna og beitar á Kálfaströnd er hér um viðbót við fyrri beiðni að ræða.

 

Til máls tóku:

Sveitarstjóra er falið að taka tillit til þessa erindis við afgreiðslu erindis Halldórs Þorláks Sigurðsson um leigu túna og beitar á Kálfaströnd sem tekið var fyrir á 26. fundi sveitarstjórnar 25. maí sl.

 

Samþykkt

Halldór Þorlákur Sigurðsson kom aftur til fundar kl. 13:43

 

   

12.

Skógræktarfélag Íslands Betra Ísland - og grænna erindi - 2305039

 

Lagt fram til kynningar bréf frá stjórn Skógræktarfélags Íslands frá 22. maí sl.
Á stjórnarfundi Skógræktarfélag Íslands þann 15. maí s.l. var fjallað m.a. um rangfærslur sem nýlega voru sendar sveitarfélögum um skógrækt. Skógræktarfélagið lýsir sig reiðubúið til að veita upplýsingar og halda áfram að vinna með stjórnvöldum og sveitarfélögum landsins að því að klæða landið, gera það byggilegra og náttúruvænna með skipulagðri skógrækt. Þannig eiga náttúruleg fjölbreytni, gróska og grænir skógar á viðeigandi stöðum eftir að auka gildi Íslands fyrir íbúa þess og gestkomandi ferðamenn.

 

Lagt fram

 

   

13.

Aðalfundur samtaka orkusveitarfélaga 2023 - 2304019

 

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 21. apríl sl.

 

Lagt fram

 

   

14.

Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga - 2305015

 

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga sem haldinn var 23. maí sl.

 

Lagt fram

 

   

15.

Fundargerðir fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. - 2210023

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 18. fundar fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga frá 5. maí sl.

 

Lagt fram

 

   

16.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 926., 927. og 928. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. maí, 26. maí og 2. júní sl.

 

Lagt fram

 

   

17.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku hf. - 2305038

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 286. fundar stjórnar Norðurorku hf. frá 16. maí sl.

 

Lagt fram

 

   

20.

Mývatnsstofa aðalfundaboð 2023 - 2306012

 

Lagður fram tölvupóstur frá Hrafnhildi Ýr

 

Til máls tóku.

Sveitarstjórn felur oddvita að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

 

Samþykkt

 

   

21.

Umferðaröryggisáætlun Þingeyjarsveitar - 2305044

 

Lögð fram til kynningar umferðaöryggisáætlun Skútustaðahrepps.

 

Til máls tóku.
Jóna Björg Hlöðversdóttir.

 

Lagt fram

 

   

22.

Samræming á kjörum starfsmanna - 2301014

 

Yfirstandandi er vinna við samræmingu á launa- og starfskjörum starfsmanna sveitarfélagsins. Við greiningu hefur komið í ljós að starfskjör hafa verið mismunandi milli gömlu sveitarfélaganna. Sveitarstjórn telur mikilvægt að sömu kjör gildi fyrir sambærileg störf í nýju sveitarfélagi.

 

Til máls tóku:
Eyþór Kári Ingólfsson.

Unnið er að gerð mannauðsstefnu nýs sveitarfélags með mannauðsráðgjöfum Attentus samkvæmt samningi þar um. Stefnan verður unnin með aðkomu starfsfólks á fundi sem haldinn verður í lok sumars. Frá 1. júní verður ekki unnið eftir mannauðsstefnu fyrrum Skútustaðahrepps enda féllu gömlu reglur sveitarfélaganna úr gildi þremur mánuðum eftir sameiningu sveitarfélaganna samkv. 126. gr. sveitarstjórnarlaga.

 

Samþykkt

 

   

23.

Byggðamerki - 2022 - 2212026

 

Á 24. fundi sveitarstjórnar þann 11. maí sl. var sveitarstjóra falið að láta vinna áfram tillögu að nýju byggðamerki frá Effekt - Þórhalli Kristjánssyni.

 

Til máls tóku.
Eyþór Kári Ingólfsson og Árni Pétur Hilmarsson.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu 1 og felur sveitarstjóra að láta útfæra merkið til notkunar fyrir sveitarfélagið.

 

Samþykkt

 

   

18.

Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi - Brynjar Árnason v. Guesthouse Klambrasel - 2305048

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 30. maí sl. þar sem Brynjar Árnason sækir um rekstrarleyfi í flokki II C minni gististaðir að Klambraseli.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnaeftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

Samþykkt

 

   

19.

Beiðni um umsögn um leyfi til smásölu áfengis - Mývatn ehf. - 2306002

 

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað frá Mývatn ehf. á Skútustöðum 2c.

 

Til máls tóku.
Haraldur Bóasson og Úlla Árdal.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd um umbeðið leyfi Mývatns ehf., til smásölu áfengis svo framarlega sem liggi fyrir jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits, brunavarna, byggingarfulltrúa og að afgreiðslutími sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um sem og samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 800/2022.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 15:00.