24. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

11.05.2023

24. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Breiðumýri fimmtudaginn 11. maí kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Eygló Sófusdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson, Arnór Benónýsson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá lið 17. Fjárfestingafélag Þingeyjarsveitar ehf., 18. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra umsagnarbeiðni, 19. Aðalfundur MMÞ, 20 Fyrirspurn varðandi tónleikahald í Höfða Mývantssveit. Jafnframt óskar oddviti eftir að dagskrárlið 24 fræðslu- og velferðarnefnd 9. fundur verði frestað og boðað verði til aukafundar sveitarstjórnar 17. maí nk. kl. 16 þar sem fundargerð fræðslu- og velferðarnefndar verður tekin til afgreiðslu.

 

1.

Skýrsla sveitarstjóra - 2303021

 

Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan flutt munnlega og til kynningar.

 

   

2.

Samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar - 2206003

 

Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar með vísan í afgreiðslu sveitarstjórnar á 23. fundi þann 27. apríl sl.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingar og vísar þeim til annarrar umræðu.

 

Samþykkt

 

   

3.

Beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn - 2305011

 

Lögð fram beiðni frá Eygló Sófusdóttur dags. 8. maí sl. um tímabundna lausn frá nefndar- og sveitarstjórnarstörfum til haustsins 2024. Eygló óskar eftir að starfa áfram í stýrihópi skólastefnu Þingeyjarsveitar.

 

Til máls tóku:
Knútur Emil Jónasson og Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn samþykkir beiðni Eyglóar Sófusdóttur um tímabundna lausn frá störfum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að Eygló Sófusdóttir ljúki vinnu við gerð skólastefnu Þingeyjarsveitar.

 

Samþykkt

 

   

4.

Beiðni um launalaust leyfi - 2305006

 

Lagt fram erindi dags. 27. apríl sl. frá Hjördísi Sigríði Albertsdóttur þar sem hún óskar eftir launalausu leyfi frá 1. ágúst 2023- 31. desember 2023.

 

Til máls tók:
Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn samþykkir beiðni um launalaust leyfi frá 1. ágúst til 31. desember 2023. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og verkefnastjóra fjölskyldumála að koma með tillögu að lausn á stjórnun Reykjahlíðarskóla fyrir aukafund sveitarstjórnar 17. maí nk.

 

Samþykkt

 

   

5.

Beiðni um viðræður vegna lóðar við Illugastaði - 2205002

 

Á 5. fundi sveitarstjórnar þann 17. ágúst 2022 var erindi Alþýðusambands Norðurlands um viðræður um kaup á lóð við Illugastaði frestað.
Málið er tekið aftur á dagskrá sveitarstjórnar.

 

Til máls tóku:
Árni Pétur Hilmarsson og Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kanna fyrirætlanir Alþýðusamband Norðurlands um nýtingu á lóðinni.

 

Samþykkt

 

   

6.

Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022-2026 - 2302009

 

Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022-2026, 2. umræða.

 

Til máls tóku:
Knútur Emil Jónasson og Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að siðareglum kjörinna fulltrúa 2022-2026.

 

Samþykkt

 

   

7.

Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík - 2209005

 

Lagður fram tölvupóstur frá Norðurþingi vegna kostnaðarskiptingu við byggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík. Gögn með málinu eru bundin trúnaði á þessu stigi málsins.

 

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir vakti athygli á mögulegu vanhæfi. Sveitarstjórn telur Ragnhildi Hólm ekki vanhæfa.

Til máls tók: Eyþór Kári Ingólfsson leggur til að fundi verði lokað meðan fjallað er um málið. Fundi lokað kl. 13:34. Fundi framhaldið kl. 13:40.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaganna á svæðinu. Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að undirbúningi framkvæmda verði hraðað sem mest.

 

Lagt fram

 

   

8.

Skipun starfshóps um stjórnskipulag og húsnæðismál stjórnsýslu sveitarfélagsins - 2304008

 

Lagt fram minnisblað og tillaga að framtíðarfyrirkomulagi húsnæðis fyrir stjórnsýslu sveitarfélagsins frá starfshópi um stjórnskipulag sem skipaður var á fundi 22. fundi sveitarstjórnar þann 13. apríl sl. Starfshópnum var falið að leggja fram tillögu og leggja fyrir sveitarstjórnarfund.

 

Til máls tóku:
Gerður Sigtryggsdóttir, Eyþór Kári Ingólfsson, Arnór Benónýsson, Knútur Emil Jónasson og Eyþór Kári Ingólfsson.

Oddviti kynnti tillögu starfshópsins sem felst í því að byggja upp skrifstofuaðstöðu fyrir sveitarfélagið í Seiglu á Laugum í stað núverandi aðstöðu í Kjarna sem rúmar ekki lengur starfsemi sameinaðs sveitarfélags. Í þessari vinnu var ekki fjallað um breytingar á fyrirkomulagi skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 6 í Reykjahlíð.

 

Samþykkt

 

   

9.

Starfshópur um úrgangsmál 2023 - 2302020

 

Á 16. fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar sl. var skipaður þriggja manna starfshópur um úrgangsmál. Lögð er fram til kynningar áfangaskýrsla starfshópsins. Starfshópnum var m.a. falið að endurskoða samning við núverandi þjónustuaðila og vinna að nýrri gjaldskrá.
Starfshópurinn leggur til að gerður verði tímabundinn viðaukasamningur við núverandi þjónustuaðila um söfnun á lífrænum úrgangi. Starfshópurinn leggur einnig fram lista yfir verkefni sem þarf að vinna næstu misseri. Sveitarfélagið hefur þegar samþykkt að taka þátt í hraðlinum Borgað þegar hent er sem mun styrkja mjög þá vinnu sem framundan er varðandi úrgangsmál.

 

Til máls tók:
Anna Bragadóttir.

Sveitarstjórn þakkar starfshópnum fyrir greinargóða áfangaskýrslu og felur starfshópunum að vinna að næsta áfanga og skila sveitarstjórn framvinduskýrslu í haust.

 

Samþykkt

 

   

10.

Byggðamerki - 2022 - 2212026

 

Lagðar fram tillögur að byggðamerki fyrir Þingeyjarsveit frá Effekt - Þórhalli Kristjánssyni.

 

Til máls tóku:
Árni Pétur Hilmarsson og Eyþór Kári Ingólfsson.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að láta vinna áfram tillögu 2 og kynna á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

11.

Ósk um leigu á Skjólbrekku sumarið 2024 - 2305009

 

Lagt fram bréf frá Vilhjálmi Sigurðssyni f.h. Hótels Laxár þar sem hann óskar eftir að taka Skjólbrekku á leigu sumarið 2024. Tekið skal fram að leigan miðast við nýtingu á húsinu í hádegi.

 

Til máls tóku:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir og Arnór Benónýsson.

Á 6. fundi íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar var formanni hennar falið að fjalla um málefni félagsheimilanna og vinna greiningu á nýtingu þeirra í samstarfi við formann atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Afurð þeirra vinnu sem og reynsla af útleigu Breiðumýrar sumarið 2023 verður metin af sveitarstjórn á haustdögum.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins þar til lokið verður vinnu um málefni félagsheimilanna og reynsla af útleigu Breiðumýrar liggur fyrir.

 

Frestað

 

   

12.

Umboðsmaður Alþingis - Landeigendur Reykjahlíðar - 2304009

 

Svar hefur borist frá Umboðsmanni Alþingis vegna erindis landeigenda Reykjahlíðar vegna samskipta við sveitarfélagið.

 

Umboðsmaður hefur lokið meðferð sinni á kvörtun landeigenda Reykjahlíðar og telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni kvörtunarinnar.

 

Lagt fram

 

   

13.

Starfshópur um greiningu á áhættu og áfallaþoli sveitarfélaga - 2303010

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar starfshóps um greiningu á áhættu og áfallaþoli Þingeyjarsveitar frá 26. apríl sl.

 

Til máls tók:
Anna Bragadóttir.

 

Lagt fram

 

   

14.

Samþykkt um hunda- og kattahald í Þingeyjarsveit - 2304022

 

Lögð fram tillaga að samþykkt um hunda- og kattahald í Þingeyjarsveit.

 

Til máls tók:
Anna Bragadóttir og Eyþór Kári Ingólfsson.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 

Frestað

 

   

15.

Flugklasinn Áfangaskýrsla - 1710023

 

Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla Flugklasans.

 

Til máls tóku:
Gerður Sigtryggsdóttir og Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir.

 

Lagt fram

 

   

16.

Tröllasteinn ehf. - Aðalfundaboð 2022 - 2305012

 

Lagt fram boð á aðalfund Tröllasteins ehf. sem haldinn verður 24. maí nk. að Narfastöðum í Reykjadal.
Einnig lagður fram til kynningar ársreikningur félagsins fyrir árið 2022.

 

Til máls tók:
Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að kanna hug núverandi fulltrúa sveitarfélagsins til áframhaldandi stjórnarsetu fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

 

   

17.

Fjárfestingarfélag Þingeyinga - 2110013

 

Lagt fram bréf frá Bergþóri Bjarnasyni og Pétri Snæbjörnssyni f.h. Fjárfestingafélags Þingeyinga ehf. dags. 28. apríl sl. Á undanförnum mánuðum hafa forsvarsmenn fjárfestingafélagsins átt í samskiptum við Byggðastofnun um stofnun eignarhaldsfélags í Þingeyjarsýslum, en sambærileg félög eru starfandi í öðrum landshlutum. Með bréfinu er verið að kanna áhuga sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum á stofnun slíks félags og að leggja inn í félagið eignarhluta sinn í félögum sem eru óháð kjarnastarfsemi sveitarfélagann. Óskað er eftir viðbrögðum fyrir 25. maí nk.

 

Til máls tók.
Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn þingeyjarsveitar hefur ekki áhuga á þátttöku í Fjárfestingafélagi Þingeyinga.

 

Hafnað

 

   

18.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra - umsagnarbeiðni Betri fasteignir ehf. rekstur gististaðar - 2305014

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 8. maí sl. þar sem Betri fasteignir ehf. sækja um leyfi til reksturs, gististaðir flokkur II C minna gistiheimili - Villa North.

 

Til máls tóku:
Jóna Björg Hlöðversdóttir og Knútur Emil Jónasson.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 

Frestað

 

   

19.

Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga - 2305015

 

Lagt fram til kynningar boð á aðalfund Menningarmiðstöðvar Þingeyinga sem haldinn verður þann 23. maí nk. í Safnahúsinu á Húsavík.

 

Til máls tók:
Árni Pétur Hilmarsson.

 

Lagt fram

 

   

20.

Fyrirspurn varðandi tónleikahald í Höfða Mývatnssveit - 2305016

 

Lögð fram fyrirspurn frá Erni Elías Guðmundssyni (Mugison) þar sem hann óskar eftir leyfi til að halda litla tónleika í Höfða í Mývatnssveit í júlí.

 

Til máls tóku:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir og Árni Pétur Hilmarsson.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í tónleikahald í sveitarfélaginu og felur sveitarstjóra að ræða við viðkomandi um möguleika á tónleikahaldi í Mývatnssveit.

 

Samþykkt

 

   

21.

Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 52. fundar stjórnar SSNE.

 

Lagt fram

 

   

22.

Íþrótta-. tómstunda- og menningarnefnd - 8 - 2304005F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 8. fundar Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar frá 2. maí sl. Fundargerðin er í 5. liðum.
Liðir 1, 2, og 3, þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

Samþykkt

 

22.1

2304028 - Erindi vegna vinnuskóla

 

Sveitarstjórn tekjur jákvætt í erindið og felur verkefnastjóra fjölskyldumála að skoða möguleika á vinnuskóla fyrir ungmenni í 7. bekk svo framarlega að fáist starfsmaður til að hafa umsjón með vinnuskólanum.

 

22.2

2303039 - Íþróttavellir

 

Til máls tóku:
Jóna Björg Hlöðversdóttir og Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn felur verkefnastjóra fjölskyldumála að finna lausn á umhirðu vallanna í sumar og leggja fram tillögu að framtíðarfyrirkomulagi á umhirðu íþróttavalla í sveitarfélaginu. Eins verði hugað að með hvaða hætti sveitarfélagið getur komið að umhirðu Bjarmavallar í Fnjóskadal.

 

22.3

2304043 - Erindi varðandi 17. júní hátíðahöld

 

Sveitarstjórn leggur til að fyrirkomulag hátíðarhalda vegna 17. júní verði óbreytt í sveitarfélaginu í ár. Jafnframt tekur sveitarstjórn undir bókun íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar og felur henni að vinna málið áfram.

 

22.4

1904017 - Heilsueflandi samfélag

   
 

22.5

2301019 - Erindi frá stjórn Mývetnings, málefni ÍMS

   

 

   

23.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 7 - 2304004F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 7. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 8. maí sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Liðir 2, 3, og 4, þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

Samþykkt

 

23.1

2305001 - Glatvarmi í Þingeyjarsveit

   
 

23.2

2211004 - Endurskoðun fjallskilasamþykktar

 

Til máls tók:
Eyþór Kári Ingólfsson.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að fjallskilasamþykkt og felur sveitarstjóra að birta hana í Stjórnartíðindum og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

23.3

2305005 - Erindisbréf fjallskilastjóra Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að erindsbréfi fjallskilastjóra Þingeyjarsveitar og felur sveitarstjóra að birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

23.4

2305010 - Samstarfsverkefni

 

Til máls tóku:
Knútur Emil Jónasson og Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur Jónasi Þórófssyni formanni atvinnu- og nýsköpunarnefndar að vera tengiliður við verkefnið og þá sem að því koma.

 

   

24.

Fræðslu- og velferðarnefnd - 9. fundur - 2303006F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 9. fundar fræðslu- og velferðanefndar frá 26. apríl sl. og var fundinum framhaldið 4. maí sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Liðir 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu fundargerðarinnar til að kynna sér betur málefnin sem voru tekin fyrir á fundinum og boðar til aukafundar 17. maí.

 

Frestað

 

24.1

2304025 - Skóladagatal

   
 

24.2

2210019 - Skólastarf í Þingeyjarskóla

   
 

24.3

2304003 - Reglur um innritun í skóla Þingeyjarsveitar

   
 

24.4

2304029 - Reglur um skólaakstur í Þingeyjarsveit

   
 

24.5

2304024 - Verklagsreglur leikskóla Þingeyjarsveitar

   
 

24.6

2304005 - Áætlun um aðgerðir gegn einelti, kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni

   
 

24.7

2302023 - Bjarni Árdal - bygging sparkvallar á skólalóð Stórutjarnaskóla

   
 

24.8

2302024 - Dóra Rún Kristjánsdóttir - Húsnæði leikskólans Tjarnaskjóls

   
 

24.9

2304035 - Minnispunktar stýrihóps um samvinnu Reykjahlíðar- og Þingeyjarskóla

   

 

   

Fundi slitið kl. 15:00.